Tjáningarfrelsi eða persónuvernd? 30. september 2005 00:01 Sýslumaðurinn í Reykjavík fór inn á skrifstofu Fréttablaðins í dag og lagði hald á tölvupóst Jónínu Benediktsdóttur sem Fréttablaðið hafði undir höndum.Lagt var bann við birtingu úr bréfunum að kröfu Jónínu. Dómstólar þurfa nú að kveða upp úr um hvort sé mikilvægara, tjáningarfrelsi fjölmiðla eða persónuvernd. Þuríður Árnadóttir, deildarstjóri hjá sýslumanninum í Reykjavík sem fór inn á skrifstofu Fréttablaðsins í dag, vildi ekkert tjá sig um málið við fjölmiðla. Sigurjón M. Egilsson, starfandi ritstjóri Fréttablaðsins, segist telja þetta aðför að bæði prent- og málfrelsi blaðsins. Í lögbannsúrskurðinum segi, ef hann muni rétt, að hvorki megi vitna orðrétt né óbeint í umræddan tölvupóst og þar væru ekki eldri fréttir blaðsins eða annað sem tengist málinu. Spurður hvort eitthvað fleiri hafi verið í póstunum sem forsvarsmenn blaðsins hafi ekki viljað að aðrir læsu segir Sigurjón svo vera, t.a.m. hlutir og fullyrðingar sem ættu ekki heima í jafn vönduðu blaði og Fréttablaðinu og hafi aldrei staðið til að birta. Allt sem viðkomi fréttum hafi hins vegar verið birt og skaðinn því ekki mikill að því leytinu til. Málið er nú í höndum lögmanna og segir Sigurjón að reynt verði að fá lögbanninu hnekkt. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri 365, segir að sér finnst þetta mjög sérstakt, sérstaklega vegna þess að undanfarna daga hafi komið fram að það sem Fréttablaðið hafi gert m,eð því að vitna í einkaskjöl sé nánast viðtekin venja, og ekki hvað síst í Morgunblaðinu sem hafi hneykslast einna mest á málinu og rekið það lögfræðilega í leiðurum og á baksíðu. Össur Skarphéðinsson og Gunnlaugur Sigmundsson segja í Fréttablaðinu í dag að Morgunblaðiðið hafi birt einkabréf þeirra í óþökk þeirra. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, vildi ekki ræða þetta en segist munu gera það í Morgunblaðinu á morgun. Úrskurðir sem þessir eru í eðli sínu bráðabirgðaúrskurðir - það þarf að höfða staðfestingarmál fyrir dómstólum innan viku. Það verður væntanlega næsta skref Jónínu, sem sagði orðrétt þegar fréttastofa hafði samband við hana: "Ég vil ekki ræða við ykkur," og lagði á. Eftir henni var haft í fréttum Ríkisútvarpsins að allt stefni í að hún höfði mál á hendur 365 miðlum vegna birtingar á tölvupósti hennar. Jón Magnússon hæstarréttarlögmaður, sem rekur málið fyrir 365, sagði allar líkur á að kröfunni um lögbann verði hnekkt þegar málið komi til héraðsdóms þar sem tjáningarfrelsi fjölmiðla sé í þessu tilviki mikilvægara en persónuverndin. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fleiri fréttir „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Sjá meira
Sýslumaðurinn í Reykjavík fór inn á skrifstofu Fréttablaðins í dag og lagði hald á tölvupóst Jónínu Benediktsdóttur sem Fréttablaðið hafði undir höndum.Lagt var bann við birtingu úr bréfunum að kröfu Jónínu. Dómstólar þurfa nú að kveða upp úr um hvort sé mikilvægara, tjáningarfrelsi fjölmiðla eða persónuvernd. Þuríður Árnadóttir, deildarstjóri hjá sýslumanninum í Reykjavík sem fór inn á skrifstofu Fréttablaðsins í dag, vildi ekkert tjá sig um málið við fjölmiðla. Sigurjón M. Egilsson, starfandi ritstjóri Fréttablaðsins, segist telja þetta aðför að bæði prent- og málfrelsi blaðsins. Í lögbannsúrskurðinum segi, ef hann muni rétt, að hvorki megi vitna orðrétt né óbeint í umræddan tölvupóst og þar væru ekki eldri fréttir blaðsins eða annað sem tengist málinu. Spurður hvort eitthvað fleiri hafi verið í póstunum sem forsvarsmenn blaðsins hafi ekki viljað að aðrir læsu segir Sigurjón svo vera, t.a.m. hlutir og fullyrðingar sem ættu ekki heima í jafn vönduðu blaði og Fréttablaðinu og hafi aldrei staðið til að birta. Allt sem viðkomi fréttum hafi hins vegar verið birt og skaðinn því ekki mikill að því leytinu til. Málið er nú í höndum lögmanna og segir Sigurjón að reynt verði að fá lögbanninu hnekkt. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri 365, segir að sér finnst þetta mjög sérstakt, sérstaklega vegna þess að undanfarna daga hafi komið fram að það sem Fréttablaðið hafi gert m,eð því að vitna í einkaskjöl sé nánast viðtekin venja, og ekki hvað síst í Morgunblaðinu sem hafi hneykslast einna mest á málinu og rekið það lögfræðilega í leiðurum og á baksíðu. Össur Skarphéðinsson og Gunnlaugur Sigmundsson segja í Fréttablaðinu í dag að Morgunblaðiðið hafi birt einkabréf þeirra í óþökk þeirra. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, vildi ekki ræða þetta en segist munu gera það í Morgunblaðinu á morgun. Úrskurðir sem þessir eru í eðli sínu bráðabirgðaúrskurðir - það þarf að höfða staðfestingarmál fyrir dómstólum innan viku. Það verður væntanlega næsta skref Jónínu, sem sagði orðrétt þegar fréttastofa hafði samband við hana: "Ég vil ekki ræða við ykkur," og lagði á. Eftir henni var haft í fréttum Ríkisútvarpsins að allt stefni í að hún höfði mál á hendur 365 miðlum vegna birtingar á tölvupósti hennar. Jón Magnússon hæstarréttarlögmaður, sem rekur málið fyrir 365, sagði allar líkur á að kröfunni um lögbann verði hnekkt þegar málið komi til héraðsdóms þar sem tjáningarfrelsi fjölmiðla sé í þessu tilviki mikilvægara en persónuverndin.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fleiri fréttir „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Sjá meira