Þvers og kruss eða hvað? Hafliði Helgason skrifar 23. september 2005 00:01 Reglulega skjóta tvær kenningar um hlutabréfamarkað upp kollinum. Önnur er sú að krosseignarhald sér ríkjandi á markaðnum. Hin er sú að bankarnir haldi uppi verði hlutabréfa af því að þeir hafi mikla hagsmuni af því að halda því háu. Krosseignarhald felst í því að fyrirtæki A og B eiga afgerandi hlut í hvort öðru. Hækkun á gengi A kemur fram sem hagnaður í fyrirtæki B. B hækkar af þeim sökum í verði og við það verður til hagnaður í A sem hækkar þá af þeim sökum líka. Þetta getur myndað hækkunarspíral á bjartsýnum markaði og hruni á svartsýnum markaði. Þessum kenningum fylgir gjarnan sú ályktun að hátt verð hlutabréfa sé bóla og muni springa fljótlega. Þessi skoðun er búin að vera áberandi öðru hvoru vel á annað ár. Þeir sem hafa trúað kenningunni hafa misst af gullnum tækifærum til að ávaxta sitt pund vel á hlutabréfamarkaði undanfarin misser. Nýlega birti Blaðið leiðara þar sem spáð var hruni á hlutabréfamarkaði. Ekki voru færð rök fyrir þeirri fullyrðingu önnur en þau að verð hlutabréfa hefði hækkað mikið. Það sem hækkaði mikið hlyti að lækka. Þess vegna myndi hlutabréfaverð lækka. Hlutabréfamarkaðir sveiflast, svo mikið er víst. Sá sem alltaf spáir lækkun mun auðvitað hafa rétt fyrir sér á endanum, en hann mun líklega hafa oft rangt fyrir sér. Landsbankinn birti í vikunni efnahagsspá sína fyrir næstu ár. Það var fróðleg lesining og auk hagfræðings greiningardeildar bankans, Björns Rúnars Guðmundssonar hélt Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs bankans erindi á kynningarfundi hagspárinnar. Yngvi skoðaði kenningarnar um krosseignarhaldið og þá kenningu að bankarnir héldu uppi hlutabréfaverði með kaupum. . Yngvi skoðaði eignir fyrirtækja í Kauphöllinni hvert í öðru. Niðurstaðan er í stuttu máli sú að slíkt eignarhald er fremur lítið á íslenska markaðnum og hætta á ofrisi og hruni vegna krosseignarhalds er því óveruleg. Hin kenningin um að bankarnir hafi spennt upp verðið með miklum kaupum virðist heldur ekki halda vatni. Hlutdeild bankanna á markaði hefur ekki aukist. Bankarnir hafa reyndar hagnast vel á hækkandi markaði, en þeir hafa ekki verið að auka hlutfallsleg kaup sín. Helstu skýringar hækkana að undanförnu virðast vera aukinn hagnaður fyrirtækja og útrás í viðskiptalífinu. Ef útrásin tekst vel og fyrirtækin ná að láta hagnað sinn vaxa í takt við aukin umsvif, þá stendur núverandi gengi vel undir sér. Ef það tekst ekki, þá mun markaðurinn lækka. Hin ástæðan er líklega sú að við erum að nálgast topp þessrar hagsveiflu. Hlutabréfaverð nær gjarnan hápunkti áður en raunverulegum toppi hagsveiflu er náð og byrjar gjarnan að hækka á ný áður en hagsveiflan nær botni. Það sem hefur líklega áhrif á það hér á landi er að fyrirtæki í Kauphöllinni eru með stóran hluta tekna sinna erlendis. Afkoma þeirra ræðst því að töluverðu leyti af hagsveiflunni annars staðar en hér. Hlutabréf eru og verða áhættufjárfesting og þeir sem ekki eru búnir undir það að fá neikvæða ávöxtun yfir einhver tímabil er ráðið frá að kaupa hlutabréf. Menn geta auðvitað spáð því að markaður muni lækka, en þeir sem það gera verða að sækja sér rök fyrir því í annað en að krosseignarhald keyri upp markaðinn, eða að bankarnir séu að dunda sér við að hækka verðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Reglulega skjóta tvær kenningar um hlutabréfamarkað upp kollinum. Önnur er sú að krosseignarhald sér ríkjandi á markaðnum. Hin er sú að bankarnir haldi uppi verði hlutabréfa af því að þeir hafi mikla hagsmuni af því að halda því háu. Krosseignarhald felst í því að fyrirtæki A og B eiga afgerandi hlut í hvort öðru. Hækkun á gengi A kemur fram sem hagnaður í fyrirtæki B. B hækkar af þeim sökum í verði og við það verður til hagnaður í A sem hækkar þá af þeim sökum líka. Þetta getur myndað hækkunarspíral á bjartsýnum markaði og hruni á svartsýnum markaði. Þessum kenningum fylgir gjarnan sú ályktun að hátt verð hlutabréfa sé bóla og muni springa fljótlega. Þessi skoðun er búin að vera áberandi öðru hvoru vel á annað ár. Þeir sem hafa trúað kenningunni hafa misst af gullnum tækifærum til að ávaxta sitt pund vel á hlutabréfamarkaði undanfarin misser. Nýlega birti Blaðið leiðara þar sem spáð var hruni á hlutabréfamarkaði. Ekki voru færð rök fyrir þeirri fullyrðingu önnur en þau að verð hlutabréfa hefði hækkað mikið. Það sem hækkaði mikið hlyti að lækka. Þess vegna myndi hlutabréfaverð lækka. Hlutabréfamarkaðir sveiflast, svo mikið er víst. Sá sem alltaf spáir lækkun mun auðvitað hafa rétt fyrir sér á endanum, en hann mun líklega hafa oft rangt fyrir sér. Landsbankinn birti í vikunni efnahagsspá sína fyrir næstu ár. Það var fróðleg lesining og auk hagfræðings greiningardeildar bankans, Björns Rúnars Guðmundssonar hélt Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs bankans erindi á kynningarfundi hagspárinnar. Yngvi skoðaði kenningarnar um krosseignarhaldið og þá kenningu að bankarnir héldu uppi hlutabréfaverði með kaupum. . Yngvi skoðaði eignir fyrirtækja í Kauphöllinni hvert í öðru. Niðurstaðan er í stuttu máli sú að slíkt eignarhald er fremur lítið á íslenska markaðnum og hætta á ofrisi og hruni vegna krosseignarhalds er því óveruleg. Hin kenningin um að bankarnir hafi spennt upp verðið með miklum kaupum virðist heldur ekki halda vatni. Hlutdeild bankanna á markaði hefur ekki aukist. Bankarnir hafa reyndar hagnast vel á hækkandi markaði, en þeir hafa ekki verið að auka hlutfallsleg kaup sín. Helstu skýringar hækkana að undanförnu virðast vera aukinn hagnaður fyrirtækja og útrás í viðskiptalífinu. Ef útrásin tekst vel og fyrirtækin ná að láta hagnað sinn vaxa í takt við aukin umsvif, þá stendur núverandi gengi vel undir sér. Ef það tekst ekki, þá mun markaðurinn lækka. Hin ástæðan er líklega sú að við erum að nálgast topp þessrar hagsveiflu. Hlutabréfaverð nær gjarnan hápunkti áður en raunverulegum toppi hagsveiflu er náð og byrjar gjarnan að hækka á ný áður en hagsveiflan nær botni. Það sem hefur líklega áhrif á það hér á landi er að fyrirtæki í Kauphöllinni eru með stóran hluta tekna sinna erlendis. Afkoma þeirra ræðst því að töluverðu leyti af hagsveiflunni annars staðar en hér. Hlutabréf eru og verða áhættufjárfesting og þeir sem ekki eru búnir undir það að fá neikvæða ávöxtun yfir einhver tímabil er ráðið frá að kaupa hlutabréf. Menn geta auðvitað spáð því að markaður muni lækka, en þeir sem það gera verða að sækja sér rök fyrir því í annað en að krosseignarhald keyri upp markaðinn, eða að bankarnir séu að dunda sér við að hækka verðið.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun