Þvers og kruss eða hvað? Hafliði Helgason skrifar 23. september 2005 00:01 Reglulega skjóta tvær kenningar um hlutabréfamarkað upp kollinum. Önnur er sú að krosseignarhald sér ríkjandi á markaðnum. Hin er sú að bankarnir haldi uppi verði hlutabréfa af því að þeir hafi mikla hagsmuni af því að halda því háu. Krosseignarhald felst í því að fyrirtæki A og B eiga afgerandi hlut í hvort öðru. Hækkun á gengi A kemur fram sem hagnaður í fyrirtæki B. B hækkar af þeim sökum í verði og við það verður til hagnaður í A sem hækkar þá af þeim sökum líka. Þetta getur myndað hækkunarspíral á bjartsýnum markaði og hruni á svartsýnum markaði. Þessum kenningum fylgir gjarnan sú ályktun að hátt verð hlutabréfa sé bóla og muni springa fljótlega. Þessi skoðun er búin að vera áberandi öðru hvoru vel á annað ár. Þeir sem hafa trúað kenningunni hafa misst af gullnum tækifærum til að ávaxta sitt pund vel á hlutabréfamarkaði undanfarin misser. Nýlega birti Blaðið leiðara þar sem spáð var hruni á hlutabréfamarkaði. Ekki voru færð rök fyrir þeirri fullyrðingu önnur en þau að verð hlutabréfa hefði hækkað mikið. Það sem hækkaði mikið hlyti að lækka. Þess vegna myndi hlutabréfaverð lækka. Hlutabréfamarkaðir sveiflast, svo mikið er víst. Sá sem alltaf spáir lækkun mun auðvitað hafa rétt fyrir sér á endanum, en hann mun líklega hafa oft rangt fyrir sér. Landsbankinn birti í vikunni efnahagsspá sína fyrir næstu ár. Það var fróðleg lesining og auk hagfræðings greiningardeildar bankans, Björns Rúnars Guðmundssonar hélt Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs bankans erindi á kynningarfundi hagspárinnar. Yngvi skoðaði kenningarnar um krosseignarhaldið og þá kenningu að bankarnir héldu uppi hlutabréfaverði með kaupum. . Yngvi skoðaði eignir fyrirtækja í Kauphöllinni hvert í öðru. Niðurstaðan er í stuttu máli sú að slíkt eignarhald er fremur lítið á íslenska markaðnum og hætta á ofrisi og hruni vegna krosseignarhalds er því óveruleg. Hin kenningin um að bankarnir hafi spennt upp verðið með miklum kaupum virðist heldur ekki halda vatni. Hlutdeild bankanna á markaði hefur ekki aukist. Bankarnir hafa reyndar hagnast vel á hækkandi markaði, en þeir hafa ekki verið að auka hlutfallsleg kaup sín. Helstu skýringar hækkana að undanförnu virðast vera aukinn hagnaður fyrirtækja og útrás í viðskiptalífinu. Ef útrásin tekst vel og fyrirtækin ná að láta hagnað sinn vaxa í takt við aukin umsvif, þá stendur núverandi gengi vel undir sér. Ef það tekst ekki, þá mun markaðurinn lækka. Hin ástæðan er líklega sú að við erum að nálgast topp þessrar hagsveiflu. Hlutabréfaverð nær gjarnan hápunkti áður en raunverulegum toppi hagsveiflu er náð og byrjar gjarnan að hækka á ný áður en hagsveiflan nær botni. Það sem hefur líklega áhrif á það hér á landi er að fyrirtæki í Kauphöllinni eru með stóran hluta tekna sinna erlendis. Afkoma þeirra ræðst því að töluverðu leyti af hagsveiflunni annars staðar en hér. Hlutabréf eru og verða áhættufjárfesting og þeir sem ekki eru búnir undir það að fá neikvæða ávöxtun yfir einhver tímabil er ráðið frá að kaupa hlutabréf. Menn geta auðvitað spáð því að markaður muni lækka, en þeir sem það gera verða að sækja sér rök fyrir því í annað en að krosseignarhald keyri upp markaðinn, eða að bankarnir séu að dunda sér við að hækka verðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Reglulega skjóta tvær kenningar um hlutabréfamarkað upp kollinum. Önnur er sú að krosseignarhald sér ríkjandi á markaðnum. Hin er sú að bankarnir haldi uppi verði hlutabréfa af því að þeir hafi mikla hagsmuni af því að halda því háu. Krosseignarhald felst í því að fyrirtæki A og B eiga afgerandi hlut í hvort öðru. Hækkun á gengi A kemur fram sem hagnaður í fyrirtæki B. B hækkar af þeim sökum í verði og við það verður til hagnaður í A sem hækkar þá af þeim sökum líka. Þetta getur myndað hækkunarspíral á bjartsýnum markaði og hruni á svartsýnum markaði. Þessum kenningum fylgir gjarnan sú ályktun að hátt verð hlutabréfa sé bóla og muni springa fljótlega. Þessi skoðun er búin að vera áberandi öðru hvoru vel á annað ár. Þeir sem hafa trúað kenningunni hafa misst af gullnum tækifærum til að ávaxta sitt pund vel á hlutabréfamarkaði undanfarin misser. Nýlega birti Blaðið leiðara þar sem spáð var hruni á hlutabréfamarkaði. Ekki voru færð rök fyrir þeirri fullyrðingu önnur en þau að verð hlutabréfa hefði hækkað mikið. Það sem hækkaði mikið hlyti að lækka. Þess vegna myndi hlutabréfaverð lækka. Hlutabréfamarkaðir sveiflast, svo mikið er víst. Sá sem alltaf spáir lækkun mun auðvitað hafa rétt fyrir sér á endanum, en hann mun líklega hafa oft rangt fyrir sér. Landsbankinn birti í vikunni efnahagsspá sína fyrir næstu ár. Það var fróðleg lesining og auk hagfræðings greiningardeildar bankans, Björns Rúnars Guðmundssonar hélt Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs bankans erindi á kynningarfundi hagspárinnar. Yngvi skoðaði kenningarnar um krosseignarhaldið og þá kenningu að bankarnir héldu uppi hlutabréfaverði með kaupum. . Yngvi skoðaði eignir fyrirtækja í Kauphöllinni hvert í öðru. Niðurstaðan er í stuttu máli sú að slíkt eignarhald er fremur lítið á íslenska markaðnum og hætta á ofrisi og hruni vegna krosseignarhalds er því óveruleg. Hin kenningin um að bankarnir hafi spennt upp verðið með miklum kaupum virðist heldur ekki halda vatni. Hlutdeild bankanna á markaði hefur ekki aukist. Bankarnir hafa reyndar hagnast vel á hækkandi markaði, en þeir hafa ekki verið að auka hlutfallsleg kaup sín. Helstu skýringar hækkana að undanförnu virðast vera aukinn hagnaður fyrirtækja og útrás í viðskiptalífinu. Ef útrásin tekst vel og fyrirtækin ná að láta hagnað sinn vaxa í takt við aukin umsvif, þá stendur núverandi gengi vel undir sér. Ef það tekst ekki, þá mun markaðurinn lækka. Hin ástæðan er líklega sú að við erum að nálgast topp þessrar hagsveiflu. Hlutabréfaverð nær gjarnan hápunkti áður en raunverulegum toppi hagsveiflu er náð og byrjar gjarnan að hækka á ný áður en hagsveiflan nær botni. Það sem hefur líklega áhrif á það hér á landi er að fyrirtæki í Kauphöllinni eru með stóran hluta tekna sinna erlendis. Afkoma þeirra ræðst því að töluverðu leyti af hagsveiflunni annars staðar en hér. Hlutabréf eru og verða áhættufjárfesting og þeir sem ekki eru búnir undir það að fá neikvæða ávöxtun yfir einhver tímabil er ráðið frá að kaupa hlutabréf. Menn geta auðvitað spáð því að markaður muni lækka, en þeir sem það gera verða að sækja sér rök fyrir því í annað en að krosseignarhald keyri upp markaðinn, eða að bankarnir séu að dunda sér við að hækka verðið.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun