Innlent

Aðalmeðferð hafin í máli Ramseys

Aðalmeðferð hófst í morgun í máli Scotts Ramseys sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða manns. Ramsey er gefið að sök að hafa aðfaranótt 13. nóvember í fyrra á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík, slegið danska hermanninn, Flemming Tholstrup, í hálsinn hægra megin, með þeim afleiðingum að slagæðin rifnaði, sem leiddi til heilablæðingar sem dró hann til dauða. Ramsey er skoskur og hefur verið búsettur hérlendis, en hann lék meðal annars knattspyrnu með Grindavík og KR. Han á yfir höfði sér allt að 16 ára fangelsi en hann játaði sök við þingfestingu málsins fyrir héraðsdómi. Bótakröfur á hendur Ramsey nema tæpum þremur milljónum króna, en krafist er tveggja milljóna króna í miskabætur og tæprar milljónar í skaðabætur vegna greiðslu útfararkostnaðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×