Innlent

Þrír slösuðust í árekstri

Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur sendibíls og fólksbíls á Njarðarbraut í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Fólksbílinn ók aftan á sendibílinn á mikilli ferð við hraðahindrun. Fólksbílinn gjöreyðilagðist og þurfti að flytja hann burt með dráttarbíl. Bílstjórinn og farþegi slösuðust töluvert og ökumaður sendibílsins var líka fluttur á sjúkrahús. Tildrög slyssin eru óljós. Um klukkan hálfsex í morgun valt svo fólksbíll á Reykjanesbrautinni en enginn slasaðist. Bílstjórinn missti stjórn á bílnum sökum hálku og réð ekki neitt við neitt. Að sögn vegfarenda er Njarðarbrautin flughál núna og full ástæða til að fara að öllu með gát og aka hægt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×