Sigurjón,Súsanna og Gísli Marteinn 21. september 2005 00:01 Framboð Gísla Marteins Baldurssonar - Heimir Örn Herbertsson lögmaður Í Fréttablaðinu þann 15. september sl. deildu Sigurjón Egilsson og Súsanna Svavarsdóttir með lesendum blaðsins hugleiðingum sínum um Gísla Martein Baldursson, frambjóðanda til 1. sætis á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Af skrifum þeirra verður helst ráðið að þau glími við djúpstæðan vanda gagnvart persónu frambjóðandans, hvort á sinn hátt. Sigurjón lýsir áhyggjum af íslenskum fjölmiðlum og viðbrögðum þeirra við framboði Gísla Marteins. Hann telur frambjóðandann trana sér fram í fjölmiðlum meira en góðu hófi gegnir en segir fjölmiðla verða að spyrja sig hvort rétt sé að gefa honum þá miklu athygli sem þeir gera. Þarna virðist Sigurjón vera að tala við sjálfan sig enda hefur Fréttablaðið verið einkar duglegt við að birta alls kyns frásagnir af frambjóðandanum allt frá því hann tilkynnti um framboð sitt. Mér er nær að halda að Sigurjón lesi ekki blaðið sem hann ritstýrir. Í þessari umfjöllun Fréttablaðsins hafa þau málefni á vettvangi borgarmálanna sem frambjóðandinn hefur lagt áherslu á reyndar ekki endilega verið í forgrunni heldur hefur blaðinu orðið tíðrætt um persónu hans. Enda afgreiðir Sigurjón málefni frambjóðandans, sem hugsanlega gætu jú verið skýring á athyglinni, á þann málefnalega hátt að segja: "... einhvern veginn hefur mér virst sem hann sé ekki alltaf sá sem veit mest og best." Takk fyrir það Sigurjón. Aðalatriðið er þó að framboð Gísla Marteins heyrir til tíðinda og þau sjónarmið sem hann hefur sett fram um málefni Reykjavíkurborgar eiga erindi við fólkið í borginni. Ekkert er sjálfsagðara en að fluttar séu fréttir af þessu. Vandi Súsönnu er persónulegs eðlis. Henni líkar hvorki stíll Gísla Marteins né röddin. Neikvæðnin og niðurrifið er allsráðandi í skrifum hennar og hún hefur ekkert uppbyggilegt þar fram að færa. Mér er með öllu hulið hvaða erindi þessi geðvonska í gagnrýnandanum fyrrverandi á við lesendur Fréttablaðsins. Komandi borgarstjórnarkosningar og prófkjör Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda þess hafa allt til að bera til að verða sögulegir atburðir. Gísli Marteinn hefur með framboði sínu og þeirri umræðu sem hann hefur staðið fyrir blásið ferskum vindi í stjórnmálaumræðuna. Bæði Sigurjón og Súsanna hafa lengi verið viðloðandi fjölmiðla með einum eða öðrum hætti. Því verður ekki trúað að þau hafi ekki merkilegri hluti fram að færa um þessi atriði en ólundarlegt nöldur um aukaatriði og, í tilfelli Súsönnu, hatursfullt skítkast í garð frambjóðandans, sem á ekki erindi við neinn. Í leiðara Sigurjóns er lagt út af hugleiðingu um framboð og eftirspurn. Ég hygg að það sé eftirspurn eftir Gísla Marteini, þeim sjónarmiðum sem hann hefur lýst um málefni Reykjavíkurborgar og þeim áherslum sem hann leggur upp með í stjórnmálaumræðunni. Að fjalla um hagsmunamál Reykvíkinga á jákvæðan, gagnrýnan en uppbyggilegan hátt. Af slíkum stjórnmálamönnum er hins vegar lítið framboð. Öðru máli gegnir um framlag Sigurjóns og Súsönnu. Það er enginn skortur á neikvæðni og nöldri eins og því sem þau láta birta eftir sig en þegar upp er staðið held ég að eftirspurnin eftir þess háttar sjónarmiðum sé lítil. Kannski Fréttablaðið mætti velta því aðeins fyrir sér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Framboð Gísla Marteins Baldurssonar - Heimir Örn Herbertsson lögmaður Í Fréttablaðinu þann 15. september sl. deildu Sigurjón Egilsson og Súsanna Svavarsdóttir með lesendum blaðsins hugleiðingum sínum um Gísla Martein Baldursson, frambjóðanda til 1. sætis á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Af skrifum þeirra verður helst ráðið að þau glími við djúpstæðan vanda gagnvart persónu frambjóðandans, hvort á sinn hátt. Sigurjón lýsir áhyggjum af íslenskum fjölmiðlum og viðbrögðum þeirra við framboði Gísla Marteins. Hann telur frambjóðandann trana sér fram í fjölmiðlum meira en góðu hófi gegnir en segir fjölmiðla verða að spyrja sig hvort rétt sé að gefa honum þá miklu athygli sem þeir gera. Þarna virðist Sigurjón vera að tala við sjálfan sig enda hefur Fréttablaðið verið einkar duglegt við að birta alls kyns frásagnir af frambjóðandanum allt frá því hann tilkynnti um framboð sitt. Mér er nær að halda að Sigurjón lesi ekki blaðið sem hann ritstýrir. Í þessari umfjöllun Fréttablaðsins hafa þau málefni á vettvangi borgarmálanna sem frambjóðandinn hefur lagt áherslu á reyndar ekki endilega verið í forgrunni heldur hefur blaðinu orðið tíðrætt um persónu hans. Enda afgreiðir Sigurjón málefni frambjóðandans, sem hugsanlega gætu jú verið skýring á athyglinni, á þann málefnalega hátt að segja: "... einhvern veginn hefur mér virst sem hann sé ekki alltaf sá sem veit mest og best." Takk fyrir það Sigurjón. Aðalatriðið er þó að framboð Gísla Marteins heyrir til tíðinda og þau sjónarmið sem hann hefur sett fram um málefni Reykjavíkurborgar eiga erindi við fólkið í borginni. Ekkert er sjálfsagðara en að fluttar séu fréttir af þessu. Vandi Súsönnu er persónulegs eðlis. Henni líkar hvorki stíll Gísla Marteins né röddin. Neikvæðnin og niðurrifið er allsráðandi í skrifum hennar og hún hefur ekkert uppbyggilegt þar fram að færa. Mér er með öllu hulið hvaða erindi þessi geðvonska í gagnrýnandanum fyrrverandi á við lesendur Fréttablaðsins. Komandi borgarstjórnarkosningar og prófkjör Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda þess hafa allt til að bera til að verða sögulegir atburðir. Gísli Marteinn hefur með framboði sínu og þeirri umræðu sem hann hefur staðið fyrir blásið ferskum vindi í stjórnmálaumræðuna. Bæði Sigurjón og Súsanna hafa lengi verið viðloðandi fjölmiðla með einum eða öðrum hætti. Því verður ekki trúað að þau hafi ekki merkilegri hluti fram að færa um þessi atriði en ólundarlegt nöldur um aukaatriði og, í tilfelli Súsönnu, hatursfullt skítkast í garð frambjóðandans, sem á ekki erindi við neinn. Í leiðara Sigurjóns er lagt út af hugleiðingu um framboð og eftirspurn. Ég hygg að það sé eftirspurn eftir Gísla Marteini, þeim sjónarmiðum sem hann hefur lýst um málefni Reykjavíkurborgar og þeim áherslum sem hann leggur upp með í stjórnmálaumræðunni. Að fjalla um hagsmunamál Reykvíkinga á jákvæðan, gagnrýnan en uppbyggilegan hátt. Af slíkum stjórnmálamönnum er hins vegar lítið framboð. Öðru máli gegnir um framlag Sigurjóns og Súsönnu. Það er enginn skortur á neikvæðni og nöldri eins og því sem þau láta birta eftir sig en þegar upp er staðið held ég að eftirspurnin eftir þess háttar sjónarmiðum sé lítil. Kannski Fréttablaðið mætti velta því aðeins fyrir sér?
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar