Innlent

Sjónvarpið var sýknað

Ríkisútvarpið var sýknað af kröfum Tefra-Film um greiðslu á rúmlega 38 milljónum króna auk vaxta fyrir sýningarrétt á kennslumyndaröðinni "Viltu læra íslensku?" sem sýnd var í sjónvarpi á þessu og síðasta ári. Af hálfu Sjónvarpsins var því haldið fram að frá upphafi hafi legið fyrir að ekki stæði til að greiða sérstaklega fyrir sýningu þáttanna, en vilyrði fyrir sýningu hafði verið notað við öflun fjár til framleiðslunnar. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í gær á sjónarmið Sjónvarpsins og taldi gögn málsins sýna að aldrei hafi staðið til að greiða fyrir sýningarréttinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×