Innlent

Leit hefur ekki borið árangur

Víðtæk leit af Friðriki Ásgeiri Hermannssyni, sem saknað er eftir að bátur fórst á Viðeyarsundi, hefur staðið yfir í allan dag en hefur enn ekki borið árangur. Gengnar hafa verið fjörur frá Gróttu fram yfir Hofsvík á Kjalarnesi. Kafarar frá Björgunarsveitunum, slökkviliði höfuðborgarsvæðisinns og Landhelgisgæsluni hafa kafað á Viðeyjarsundi en einnig hefur verið notast við sónarleitartæki og neðansjávarmyndavél. Tvö björgunarskip og níu bátar frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu auk tveggja báta frá slökkviliði og lögreglu ásamt varðskipi hafa tekið þátt í leitinni. Samtals tóku um 150 björgunasveitarrmenn þátt í leitinni, þar af 30 kafarar. Leit í fjörum við Faxflóa er lokið en leit á sjó verður haldið áfram eitthvað fram á kvöld og þá verður tekin ákvörðun um framhald aðgerða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×