Taumhald á skepnum! 14. september 2005 00:01 Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, benti á það á morgunverðafundi Viðskiptaráðs Íslands að Seðlabankinn sæti einn að þvi að kæla Íslandsvélina meðan aðrir mokuðu kolum í ofnin. Svo virðist sem verðbólguskotið nú í september hafi vakið marga til umhugsnunar. Það er allavega ljóst að meiri þungi er í umræðunni um hætturnar í efnahagslífinu nú en það var fyrir hálfu ári þegar Viðskiptaráð eða Verslunarráð eins og það hét þá hélt sambærilegan fund. Sömu frummælendur voru á báðum þessum fundum: Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, Vilhjálmur Egilsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Skýrast mátti greina breytinguna milli þessara sex mánaða á máli Vilhjálms fyrir sex mánuðum var hann fremur gagnrýninn á Seðlabankann fyrir að hækka vextina og styrkja með því krónuna. Nú var tónninn annar, enda ljóst að þenslueinkennin eru skýrari nú og kjarasamningar í uppnámi. Sigurjón viðurkenndi að bankarnir eigi sinn þátt í þenslunni með íbúðalánum sínum. Þegar Íbúðalánasjóður hækkaði hámarkslán sín og hækkaði lánshlutfall sitt var ljóst að sjóðurinn myndi taka til sín umframfjármögnun frá bönkunum. Öllum hlaut að vera ljóst að bankarnir myndu leytast við að svara með einhverjum hætti. Niðurstaðan er auðvitað jákvæð fyrir almenning. Vextir af íbúðalánum hafa lækkað. Tímasetningin var hins vegar afleit og jók enn á þensluna í samfélaginu. Bankarnir kynda því einn ofninn í efnhagsvélinni. Almenningur leggur líka sitt að mörkum. Fyrst var endurfjármagnað og yfirdrátturinn greiddur. Síðan tók við sú tilhugsun að fáránlegt væri að vera með ónýttan yfirdrátt, þegar bílar voru á lágu verði og ódýrt að ferðast til útlanda. Eyðslan var því sett í botn á ný og yfirdrátturinn er nú jafn hár og hann var áður en nýju íbúðalánin komu á markaðinn. Ríkið var líka búið að senda mannskapnum greiðsluloforð í formi skattalækkana. Þá kjarabót ætlar fólk að nota til að lækka yfirdráttinn. Þegar þar að kemur. Maður á reyndar eftir að sjá það gerast. Sveitarfélög hafa svo einnig lagt sitt að mörkum til þenslunnar, enda erfitt að segja nei þegar meiri peningar streyma í kassann. Seðlabankinn stendur því einn í að draga niður í tónlistinni og hægja á partíinu. Hinir eru í miklu stuði, en einhverjir fara kannski að hægja á sér eftir síðasta skot. Kjarasamningar eru í hættu og verðbólguhræðslan gerir vart við sig. Hættulegasti tíminn er hins vegar ekki næstu mánuðir . Árið 2007 verður líklega mesti hættutíminn, en ef að mönnum tekst að hægja á nú og kjarasamningarnir reddast, þá verða sennilega allir búnir að gleyma því fyrir jól. Kyndararnir taka til starfa á ný og Seðlabankinn situr eftir einn á ný og talar út í tómið... Þangað til einhver ketillinn springur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, benti á það á morgunverðafundi Viðskiptaráðs Íslands að Seðlabankinn sæti einn að þvi að kæla Íslandsvélina meðan aðrir mokuðu kolum í ofnin. Svo virðist sem verðbólguskotið nú í september hafi vakið marga til umhugsnunar. Það er allavega ljóst að meiri þungi er í umræðunni um hætturnar í efnahagslífinu nú en það var fyrir hálfu ári þegar Viðskiptaráð eða Verslunarráð eins og það hét þá hélt sambærilegan fund. Sömu frummælendur voru á báðum þessum fundum: Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, Vilhjálmur Egilsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Skýrast mátti greina breytinguna milli þessara sex mánaða á máli Vilhjálms fyrir sex mánuðum var hann fremur gagnrýninn á Seðlabankann fyrir að hækka vextina og styrkja með því krónuna. Nú var tónninn annar, enda ljóst að þenslueinkennin eru skýrari nú og kjarasamningar í uppnámi. Sigurjón viðurkenndi að bankarnir eigi sinn þátt í þenslunni með íbúðalánum sínum. Þegar Íbúðalánasjóður hækkaði hámarkslán sín og hækkaði lánshlutfall sitt var ljóst að sjóðurinn myndi taka til sín umframfjármögnun frá bönkunum. Öllum hlaut að vera ljóst að bankarnir myndu leytast við að svara með einhverjum hætti. Niðurstaðan er auðvitað jákvæð fyrir almenning. Vextir af íbúðalánum hafa lækkað. Tímasetningin var hins vegar afleit og jók enn á þensluna í samfélaginu. Bankarnir kynda því einn ofninn í efnhagsvélinni. Almenningur leggur líka sitt að mörkum. Fyrst var endurfjármagnað og yfirdrátturinn greiddur. Síðan tók við sú tilhugsun að fáránlegt væri að vera með ónýttan yfirdrátt, þegar bílar voru á lágu verði og ódýrt að ferðast til útlanda. Eyðslan var því sett í botn á ný og yfirdrátturinn er nú jafn hár og hann var áður en nýju íbúðalánin komu á markaðinn. Ríkið var líka búið að senda mannskapnum greiðsluloforð í formi skattalækkana. Þá kjarabót ætlar fólk að nota til að lækka yfirdráttinn. Þegar þar að kemur. Maður á reyndar eftir að sjá það gerast. Sveitarfélög hafa svo einnig lagt sitt að mörkum til þenslunnar, enda erfitt að segja nei þegar meiri peningar streyma í kassann. Seðlabankinn stendur því einn í að draga niður í tónlistinni og hægja á partíinu. Hinir eru í miklu stuði, en einhverjir fara kannski að hægja á sér eftir síðasta skot. Kjarasamningar eru í hættu og verðbólguhræðslan gerir vart við sig. Hættulegasti tíminn er hins vegar ekki næstu mánuðir . Árið 2007 verður líklega mesti hættutíminn, en ef að mönnum tekst að hægja á nú og kjarasamningarnir reddast, þá verða sennilega allir búnir að gleyma því fyrir jól. Kyndararnir taka til starfa á ný og Seðlabankinn situr eftir einn á ný og talar út í tómið... Þangað til einhver ketillinn springur.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun