Kjarasamningar i stórhættu 13. september 2005 00:01 Undanfarin misseri hafa fjölmiðlar reglulega sagt fréttir af því að forsendur kjarasamninga séu að bresta. Nánast í hvert sinn sem Hagstofan hefur birt nýjar tölur um vísitölu neysluverðs hafa fjölmiðlarnir risið upp á aftufæturna og talað um að kjarasamningar séu í hættu. Það er fullkomlega skiljanlegt en þó innistæðan fyrir fréttunum hafi oft verið umdeilanleg er hún það ekki núna. Í síðustu kjaraviðræðum var samið til fjögurra ára til að reyna að tryggja stöðugleika í gegnum tímabil sem vegna stórframkvæmda, reyndar mestu framkvæmda Íslandssögunnar, er talið mjög viðkvæmt í efnahagslegu tilliti - tímabili þar sem hætta á þenslu í þjóðfélaginu er veruleg. Undanfarið hefur verðbólgan smám saman farið hækkandi. Það sem vekur ugg í brjóstum hagspekinga nú er að síðasta mæling Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs sýndi að það var ekki hækkun á eldsneyti og fasteignum sem hafði mest áhrif heldur hækkun á dagvöru, skóm og fatnaði. Þenslan er því orðin miklu raunverulegri en áður. Verðbólgan hækkaði um 1,9 prósent milli mánaða og hefur ekki hækkað jafnmikið milli mánaða síðan sumarið 2001. Á ársgrundvelli mælist verðbólgan 4,8 prósent og er hún þar með komin vel yfir efri þolmörk Seðlabankans sem eru fjögur prósent. Verkalýðshreyfingin samþykkti að gera þessa langtímakjarasamninga með því skilyrði að verðbólgan myndi haldast stöðug eða í kringum 2,5 prósent, sem er í takt við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Fram að þessu hefur verið umdeilanlegt hvort verðbólgan hafi verið umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans en nú er ekki lengur deilt um það. Í samræmi við síðustu kjarasamninga getur verkalýðshreyfingin því sagt samningunum upp í nóvember. Nefnd skipuð tveimur fulltrúm frá Samtökum atvinnulífsins og tveimur frá Alþýðusambandi Íslands funda nú um ástandið og ljóst er að tekist verður verulega á þeim fundum á næstu vikum ef marka má orð hagfræðinga SA og ASÍ í Fréttablaðinu í gær. Þá sagði Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, að mikill viðskiptahalli og mikill innflutningur neysluvarnings sýndi að kaupmátturinn væri einfaldlega of hár. Ólafur Darri Andrason hjá ASÍ sagði aftur á móti að kaupmáttur launatekna hefði verið að rýrna. Miðað við þessa ólíku sýn verður engin lognmolla við fundarborðið hjá þessum ágætu mönnum. En hvor þeirra hefur rétt fyrir sér? Ég hallast að því að báðir hafi þeir mikið til síns máls. Innflutningur neysluvarnings hefur aukist gríðarlega þar tala staðreyndir einfaldlega sínu máli. Það er hins vegar líka staðreynd að stærsti hópur launafólks hefur fengið þriggja prósenta launahækkun á síðustu tólf mánuðum en nú mælist verðbólgan 4,8 prósent á ársgrundvelli. Maður freistast til þess að halda að aukinn kaupmáttur fólks tengist ekki að öllu leyti launum eða skorti á vinnuafli heldur nýjum fasteignalánum bankanna. Lánin hafa ýtt fasteignaverði upp. Fólk hefur endurfjármagnað óhagstæð lán og margir átt góðan skilding aflögu sem líklega hefur ekki nema að litlu leyti farið í sparnað. Kannski eiga bankarnir einhverja sök á ástandinu. Þá á ég ekki við það að fasteignalánin sem slík hafi verið glapræði. Alls ekki - þau voru löngu tímabær kjarabót því vextir hér voru allt of háir. Ég við það að allir þessir ágætu þjónustufulltrúar sem tekið hafa við lánabeiðnum fólks síðustu mánuði hefðu kannski átt að eyða aðeins meiri tíma í að upplýsa fólk um sparnaðarleiðir. Tölurnar tala sínu máli í þeim efnum. Skyndilega lækkuðu yfirdrættir landsmanna verulega þegar byrjað var að bjóða upp á nýju lánin en nú eru þeir aftur að hækka. Mjög áhugavert verður að fylgjast með þróun viðræðna ofangreindrar nefndar á næstunni. Fulltrúum atvinnulífsins bíður ekki auðvelt verk. Að mínu viti væri fjarstæða hjá verkalýðshreyfingunni að fara fram á launahækkanir. Þær myndu auka þensluna. Miklu nær væri að semja um lækkun á matarskatti, aukin lífeyrisréttindi eða eitthvað í þá veruna. Almennt launafólk má hins vegar ekki standa eitt að því að varðveita stöðugleikann. Hið opinbera verður líka að koma þar að. Eins og ástandið er núna virðist sem útdeiling hinna svokölluðu Símapeninga í hinar ýmsu stórframkvæmdir muni verka eins og olía á eld. Jafnvel þó það eigi ekki að leggja í þær framkvæmdir fyrr en eftir einhvern tíma verður hið opinbera að fara varlega. Trausti Hafliðason - trausti@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Trausti Hafliðason Mest lesið Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa fjölmiðlar reglulega sagt fréttir af því að forsendur kjarasamninga séu að bresta. Nánast í hvert sinn sem Hagstofan hefur birt nýjar tölur um vísitölu neysluverðs hafa fjölmiðlarnir risið upp á aftufæturna og talað um að kjarasamningar séu í hættu. Það er fullkomlega skiljanlegt en þó innistæðan fyrir fréttunum hafi oft verið umdeilanleg er hún það ekki núna. Í síðustu kjaraviðræðum var samið til fjögurra ára til að reyna að tryggja stöðugleika í gegnum tímabil sem vegna stórframkvæmda, reyndar mestu framkvæmda Íslandssögunnar, er talið mjög viðkvæmt í efnahagslegu tilliti - tímabili þar sem hætta á þenslu í þjóðfélaginu er veruleg. Undanfarið hefur verðbólgan smám saman farið hækkandi. Það sem vekur ugg í brjóstum hagspekinga nú er að síðasta mæling Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs sýndi að það var ekki hækkun á eldsneyti og fasteignum sem hafði mest áhrif heldur hækkun á dagvöru, skóm og fatnaði. Þenslan er því orðin miklu raunverulegri en áður. Verðbólgan hækkaði um 1,9 prósent milli mánaða og hefur ekki hækkað jafnmikið milli mánaða síðan sumarið 2001. Á ársgrundvelli mælist verðbólgan 4,8 prósent og er hún þar með komin vel yfir efri þolmörk Seðlabankans sem eru fjögur prósent. Verkalýðshreyfingin samþykkti að gera þessa langtímakjarasamninga með því skilyrði að verðbólgan myndi haldast stöðug eða í kringum 2,5 prósent, sem er í takt við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Fram að þessu hefur verið umdeilanlegt hvort verðbólgan hafi verið umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans en nú er ekki lengur deilt um það. Í samræmi við síðustu kjarasamninga getur verkalýðshreyfingin því sagt samningunum upp í nóvember. Nefnd skipuð tveimur fulltrúm frá Samtökum atvinnulífsins og tveimur frá Alþýðusambandi Íslands funda nú um ástandið og ljóst er að tekist verður verulega á þeim fundum á næstu vikum ef marka má orð hagfræðinga SA og ASÍ í Fréttablaðinu í gær. Þá sagði Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, að mikill viðskiptahalli og mikill innflutningur neysluvarnings sýndi að kaupmátturinn væri einfaldlega of hár. Ólafur Darri Andrason hjá ASÍ sagði aftur á móti að kaupmáttur launatekna hefði verið að rýrna. Miðað við þessa ólíku sýn verður engin lognmolla við fundarborðið hjá þessum ágætu mönnum. En hvor þeirra hefur rétt fyrir sér? Ég hallast að því að báðir hafi þeir mikið til síns máls. Innflutningur neysluvarnings hefur aukist gríðarlega þar tala staðreyndir einfaldlega sínu máli. Það er hins vegar líka staðreynd að stærsti hópur launafólks hefur fengið þriggja prósenta launahækkun á síðustu tólf mánuðum en nú mælist verðbólgan 4,8 prósent á ársgrundvelli. Maður freistast til þess að halda að aukinn kaupmáttur fólks tengist ekki að öllu leyti launum eða skorti á vinnuafli heldur nýjum fasteignalánum bankanna. Lánin hafa ýtt fasteignaverði upp. Fólk hefur endurfjármagnað óhagstæð lán og margir átt góðan skilding aflögu sem líklega hefur ekki nema að litlu leyti farið í sparnað. Kannski eiga bankarnir einhverja sök á ástandinu. Þá á ég ekki við það að fasteignalánin sem slík hafi verið glapræði. Alls ekki - þau voru löngu tímabær kjarabót því vextir hér voru allt of háir. Ég við það að allir þessir ágætu þjónustufulltrúar sem tekið hafa við lánabeiðnum fólks síðustu mánuði hefðu kannski átt að eyða aðeins meiri tíma í að upplýsa fólk um sparnaðarleiðir. Tölurnar tala sínu máli í þeim efnum. Skyndilega lækkuðu yfirdrættir landsmanna verulega þegar byrjað var að bjóða upp á nýju lánin en nú eru þeir aftur að hækka. Mjög áhugavert verður að fylgjast með þróun viðræðna ofangreindrar nefndar á næstunni. Fulltrúum atvinnulífsins bíður ekki auðvelt verk. Að mínu viti væri fjarstæða hjá verkalýðshreyfingunni að fara fram á launahækkanir. Þær myndu auka þensluna. Miklu nær væri að semja um lækkun á matarskatti, aukin lífeyrisréttindi eða eitthvað í þá veruna. Almennt launafólk má hins vegar ekki standa eitt að því að varðveita stöðugleikann. Hið opinbera verður líka að koma þar að. Eins og ástandið er núna virðist sem útdeiling hinna svokölluðu Símapeninga í hinar ýmsu stórframkvæmdir muni verka eins og olía á eld. Jafnvel þó það eigi ekki að leggja í þær framkvæmdir fyrr en eftir einhvern tíma verður hið opinbera að fara varlega. Trausti Hafliðason - trausti@frettabladid.is
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar