Mikill erill eftir Ljósanótt 4. september 2005 00:01 Mikill erill var hjá lögreglunni Keflavík í gærkvöld eftir að formlegri dagskrá Ljósanætur lauk í Reykjanesbæ en nokkuð var um unglingadrykkju og ólæti í bænum. Ljósanótt í Reykjaensbæ lauk í gærkvöld klukkan tíu eftir þriggja daga hátíðahöld með flugeldasýningu og skemmtiatriðum um leið og kveikt var á lýsingu Bergsins við Keflavík, en nafn ljósanætur er dregið af þeim árvissa viðburði. Talið er að um 30 þúsund manns hafi verið þar saman komnir en stór hluti hópsins fór heim að loknum hátíðahöldunum. Ekki voru þó allir unglingar sátti við að halda heim klukkan tíu og þurftu lögregla og útideild að hafa afskipti af um 50 ungmennum sem höfðu áfengi um hönd án þess að hafa til þess aldur. Þau voru flutt í svokallaða Öryggis- og upplýsingamiðstöð þaðan sem hringt var í foreldra þeirra og þeir beðnir um að sækja unglingana. Þá komu þrjú fíkniefnamál upp þar sem fimm voru handteknir en málin teljast öll upplýst. Auk þess voru sjö handteknir og færðir í fangageymslur fyrir ölvun og ólæti og voru fimm enn í fangageymslum lögreglunnar klukkan níu í morgun. Þá voru tvö útköll vegna heimilisofbeldis. Í tilkynningu frá Reykjanesbæ segir að lögð hafi verið rík áhersla á samstarf lögreglu, starfsmanna Reykjanesbæjar og hjálparsveita til að koma í veg fyrir alvarlega árekstra. Þessir aðilar séu sammála um að samstarfið hafi tekist einstaklega vel. Nóttin hafi gengið stóráfallalaust fyrir sig og þótt í nokkrum tilvikum hafi fáeinir einstaklingar reynt að kasta rýrð á hátðíðahöldin með drykkjulátum og óspektum á aðfararnótt sunnudags hafi tekist að hafa hemil á þeim þannig að einstaklingar og fjölskyldur skemmtu sér vel alla helgina. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Sjá meira
Mikill erill var hjá lögreglunni Keflavík í gærkvöld eftir að formlegri dagskrá Ljósanætur lauk í Reykjanesbæ en nokkuð var um unglingadrykkju og ólæti í bænum. Ljósanótt í Reykjaensbæ lauk í gærkvöld klukkan tíu eftir þriggja daga hátíðahöld með flugeldasýningu og skemmtiatriðum um leið og kveikt var á lýsingu Bergsins við Keflavík, en nafn ljósanætur er dregið af þeim árvissa viðburði. Talið er að um 30 þúsund manns hafi verið þar saman komnir en stór hluti hópsins fór heim að loknum hátíðahöldunum. Ekki voru þó allir unglingar sátti við að halda heim klukkan tíu og þurftu lögregla og útideild að hafa afskipti af um 50 ungmennum sem höfðu áfengi um hönd án þess að hafa til þess aldur. Þau voru flutt í svokallaða Öryggis- og upplýsingamiðstöð þaðan sem hringt var í foreldra þeirra og þeir beðnir um að sækja unglingana. Þá komu þrjú fíkniefnamál upp þar sem fimm voru handteknir en málin teljast öll upplýst. Auk þess voru sjö handteknir og færðir í fangageymslur fyrir ölvun og ólæti og voru fimm enn í fangageymslum lögreglunnar klukkan níu í morgun. Þá voru tvö útköll vegna heimilisofbeldis. Í tilkynningu frá Reykjanesbæ segir að lögð hafi verið rík áhersla á samstarf lögreglu, starfsmanna Reykjanesbæjar og hjálparsveita til að koma í veg fyrir alvarlega árekstra. Þessir aðilar séu sammála um að samstarfið hafi tekist einstaklega vel. Nóttin hafi gengið stóráfallalaust fyrir sig og þótt í nokkrum tilvikum hafi fáeinir einstaklingar reynt að kasta rýrð á hátðíðahöldin með drykkjulátum og óspektum á aðfararnótt sunnudags hafi tekist að hafa hemil á þeim þannig að einstaklingar og fjölskyldur skemmtu sér vel alla helgina.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Sjá meira