Höfuðpaur nýsloppinn úr varðhaldi 3. september 2005 00:01 Fimm ungir piltar voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í dag fyrir mannrán á Seltjarnarnesi í gær. Meintur höfuðpaur losnaði úr gæsluvarðhaldi vegna annarra mála í gær. Fimm menn komu að verslun Bónus á Seltjarnarnesi á bíl í gær. Þrír þeirra fóru inn og tóku þar starfsmann með sér og neyddu hann með sér út í bíl. Þar lokuðu þeir hann ífarangrusgeymslu bifreiðarinnar og óku á brott. Skammt þar frá höfðu þeir í hótunum við hann og segir fórnarlambið að byssa hafi verið notuð við þær hótanir. Maðurinn var síðan neyddur til að taka um 30 þúsund krónur af reikningi sínum og láta ræningjanna fá féð. Þetta gerðist um hábjartan dag og að sögn vitna tók þetta mjög fljótt af, eða um 20 sekúndur. Hópur viðskiptavina var í verlsuninni en enginn aðhafðist nokkuð þar sem fólk áttaði sig ekki á því hvað var á seyði. Reyndar virðist sem einhver í versluninni hafi áttað sig á að ekki var allt með felldu því einhver þeirra hringdi í lögregluna. Þegar frekari upplýsingar lágu fyrir var lögreglan orðin viss hverjir þarna voru að verki og voru þeir handteknir hver af öðrum. Þeir voru síðan leiddir fyrir dómara í dag, sem úrskurðaði þá alla í sex daga gæsluvarðhald. Reyndar er sá sem talinn er höfuðpaurinn í málinu nýlaus úr gæsluvarðhaldi. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi vikum saman vegna auðgunarbrota. Hann hafði átt þátt í fjölda þjófnaða í vesturbæ Reykjavíkur og á Seltjarnarnesi. Í gær hlaut hann síðan dóm fyrir þau mál og dróst gæsluvarðhaldið frá. Með dóminum voru forsendur fyrir frekari gæslu brostnar og honum því sleppt. Hann var hins vegar ekki búinn að ganga lengi laus þegar hann var handtekinn að nýju vegna mannránsins. Samkvæmt upplýsingum tengjast tveir bræðra hans þessum málum. Meintir brotamenn eru á aldrinum 16 til 26 ára, en sá sem rænt var er tæplega tvítugur. Unnið er að rannsókn á mannráninu og miðast hún að því að upplýsa þátt hvers og eins meints mannræningja í því. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir Sérsveit tók þátt í aðgerð lögreglu á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Fimm ungir piltar voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í dag fyrir mannrán á Seltjarnarnesi í gær. Meintur höfuðpaur losnaði úr gæsluvarðhaldi vegna annarra mála í gær. Fimm menn komu að verslun Bónus á Seltjarnarnesi á bíl í gær. Þrír þeirra fóru inn og tóku þar starfsmann með sér og neyddu hann með sér út í bíl. Þar lokuðu þeir hann ífarangrusgeymslu bifreiðarinnar og óku á brott. Skammt þar frá höfðu þeir í hótunum við hann og segir fórnarlambið að byssa hafi verið notuð við þær hótanir. Maðurinn var síðan neyddur til að taka um 30 þúsund krónur af reikningi sínum og láta ræningjanna fá féð. Þetta gerðist um hábjartan dag og að sögn vitna tók þetta mjög fljótt af, eða um 20 sekúndur. Hópur viðskiptavina var í verlsuninni en enginn aðhafðist nokkuð þar sem fólk áttaði sig ekki á því hvað var á seyði. Reyndar virðist sem einhver í versluninni hafi áttað sig á að ekki var allt með felldu því einhver þeirra hringdi í lögregluna. Þegar frekari upplýsingar lágu fyrir var lögreglan orðin viss hverjir þarna voru að verki og voru þeir handteknir hver af öðrum. Þeir voru síðan leiddir fyrir dómara í dag, sem úrskurðaði þá alla í sex daga gæsluvarðhald. Reyndar er sá sem talinn er höfuðpaurinn í málinu nýlaus úr gæsluvarðhaldi. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi vikum saman vegna auðgunarbrota. Hann hafði átt þátt í fjölda þjófnaða í vesturbæ Reykjavíkur og á Seltjarnarnesi. Í gær hlaut hann síðan dóm fyrir þau mál og dróst gæsluvarðhaldið frá. Með dóminum voru forsendur fyrir frekari gæslu brostnar og honum því sleppt. Hann var hins vegar ekki búinn að ganga lengi laus þegar hann var handtekinn að nýju vegna mannránsins. Samkvæmt upplýsingum tengjast tveir bræðra hans þessum málum. Meintir brotamenn eru á aldrinum 16 til 26 ára, en sá sem rænt var er tæplega tvítugur. Unnið er að rannsókn á mannráninu og miðast hún að því að upplýsa þátt hvers og eins meints mannræningja í því.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir Sérsveit tók þátt í aðgerð lögreglu á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira