Innlent

Lítil yfirsýn yfir hættuleg efni

Ekkert eftirlit er með brennisteinssýru sem berst til landsins. Tugir einstaklinga og fyrirtækja flytja sýruna inn en hún er nauðsynleg við lokavinnslu amfetamíns. Deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun segir litla yfirsýn vera yfir notkun hættulegra efna í landinu. Brennisteinssýra fellur undir reglugerð um ávana- og fíkniefni og er eftirlits- og leyfisskylt efni, en það er heilbrigðisráðuneytið sem á að gefa út leyfi til innflutningsins. Þrátt fyrir þetta kemur engin flöggun upp hjá tollinum þegar tollaflokki efnisins er flett upp og gæti því hver sem er flutt efnið til landsins. Embættismaður í heilbrigðisráðuneytinu segir vinnuferli vanta hvað varðar reglur um innflutning á brennisteinssýru, þrátt fyrir að það sé leyfis- og eftirlitsskilt. Nú sé unnið að því innan ráðuneytisins að bæta úr þessum málum. Það sem af er árinu 2005 hafa sjö fyrirtæki flutt inn 164 lítra af brennisteinssýru til landsins og er ekkert eftirlit með efnunum eftir að þau eru komin í hendur þeirra aðila sem þarfnast þeirra, en sýran er mikið notuð í hverskyns iðnaði. Deildarstjóri hjá umhverfisstofnun segir litla yfirsýn vera yfir notkun hættulegra efna í landinu. Sigurbjörg segir að verið sé að vinna að nýjum lögum um efni og efnavörur. Hún vonast til að reglurnar verði skýrar með þeim lögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×