Hálfunnið amfetamín frá Póllandi 30. ágúst 2005 00:01 Hálfunnið amfetamín frá Póllandi er sent til landa víða um heim og fullunnið þar. Til þess þarf brennisteinssýru eins og fannst í farangri Litháa á mánudaginn. Lögreglan telur að fíkniefnahundar myndu finna slíkt efni og segja að hægt sé að þjálfa þá til að finna brennisteinssýru. Brennisteinssýran sem fannst í farangri Litháans nægir til að fullvinna um fjögur kíló af amfetamíni. Lögreglumenn og tollverðir á Keflavíkurflugvelli sem fréttastofa Stöðvar 2 hefur rætt við í dag segja það færast í aukana að hálfunnið amfetamín sem framleitt sé í Póllandi sé sent víða og fullunnið í þeim löndum þar sem selja eigi efnið. Til þess að fullvinna efnið þarf brennisteinssýru sem er notuð töluvert á rannsóknarstofum og í kennslustofum grunn- og framhaldsskóla. Í skólavörubúðinni fæst 98 prósenta brennisteinssýra. Rafn B. Rafnsson, framkvæmdstjóri Skólavörubúðarinnar, segir búðina hafa þjónustað skólana í áratugi og þá eingöngu. Sýran sé geymd í traustum hirslum og hún sé afgreidd til efnafræðikennslu í skólum. Guðmundur Baldursson rannsóknarlögreglumaður bar fyrir dómi í dag í máli Litháans, sem tekinn var með tvær flöskur af brennisteinssýru, að hálfunnu amfetamíni frá Póllandi væri dreift víða um Evrópu. Aðspurður hvort fíkniefnaleitarhundar hér á landi finni slíkt efni í farangri fólks segist Þorsteinn Hraundal lögreglumaður frekar eiga von á því að hundarnir finni öll þau efni sem notuð séu til framleiðslu á fíkniefnum. Aðspurður hvort reynt hafi á það hér á landi neitar Þorsteinn því og segir að ef hundar finni t.d. ekki brennisteinssýru sé mjög auðvelt að kenna þeim það. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Hálfunnið amfetamín frá Póllandi er sent til landa víða um heim og fullunnið þar. Til þess þarf brennisteinssýru eins og fannst í farangri Litháa á mánudaginn. Lögreglan telur að fíkniefnahundar myndu finna slíkt efni og segja að hægt sé að þjálfa þá til að finna brennisteinssýru. Brennisteinssýran sem fannst í farangri Litháans nægir til að fullvinna um fjögur kíló af amfetamíni. Lögreglumenn og tollverðir á Keflavíkurflugvelli sem fréttastofa Stöðvar 2 hefur rætt við í dag segja það færast í aukana að hálfunnið amfetamín sem framleitt sé í Póllandi sé sent víða og fullunnið í þeim löndum þar sem selja eigi efnið. Til þess að fullvinna efnið þarf brennisteinssýru sem er notuð töluvert á rannsóknarstofum og í kennslustofum grunn- og framhaldsskóla. Í skólavörubúðinni fæst 98 prósenta brennisteinssýra. Rafn B. Rafnsson, framkvæmdstjóri Skólavörubúðarinnar, segir búðina hafa þjónustað skólana í áratugi og þá eingöngu. Sýran sé geymd í traustum hirslum og hún sé afgreidd til efnafræðikennslu í skólum. Guðmundur Baldursson rannsóknarlögreglumaður bar fyrir dómi í dag í máli Litháans, sem tekinn var með tvær flöskur af brennisteinssýru, að hálfunnu amfetamíni frá Póllandi væri dreift víða um Evrópu. Aðspurður hvort fíkniefnaleitarhundar hér á landi finni slíkt efni í farangri fólks segist Þorsteinn Hraundal lögreglumaður frekar eiga von á því að hundarnir finni öll þau efni sem notuð séu til framleiðslu á fíkniefnum. Aðspurður hvort reynt hafi á það hér á landi neitar Þorsteinn því og segir að ef hundar finni t.d. ekki brennisteinssýru sé mjög auðvelt að kenna þeim það.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira