Tuttugu nauðganir kærðar 26. ágúst 2005 00:01 Tuttugu kærur vegna nauðgunar hafa borist til lögreglunnar í Reykjavík það sem af er þessu ári, að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns. Rannsókn fimm þessara mála er lokið hjá lögreglu og þau farin til saksóknara. Fimmtán eru enn til rannsóknar. Fjöldi slíkra kæra undanfarin ár hefur verið á bilinu 20 - 40. "Af þessum tuttugu kærum eru tvær sem við tókum við utan af landi," segir Hörður. "Að minnsta kosti í tveimur tilvikum er ekki vitað um geranda. Í þeim málum kæra stúlkur nauðgun inni á veitingastað og það er engin lýsing á því hver gerandinn er. Í flestum hinna málanna er gerandinn þekktur. Áður fyrr áttu svona atvik sér yfirleitt stað í heimahúsum eða annars staðar þar sem fólk var saman komið. En á undanförnum árum hafa alltaf komið nokkur mál þar sem nauðgun er sögð hafa átt sér stað inni á salernum á veitingastað." Hann segir allan gang á því hvernig þessi mál fari af stað. Sá sem verði fyrir nauðgun geti leitað til neyðarmóttöku vegna nauðgunarmála í Fossvogi og fengið aðstoð þar. Þaðan sé svo haft samband við lögreglu. Þá geti viðkomandi hringt beint í lögregluna. Fyrstu viðbrögð hennar séu að koma manneskjunni í neyðarmóttökuna, eftir að hafa tekið niður upplýsingar í því skyni að tryggja sönnunargögn og að viðkomandi fái þá aðstoð sem í boði sé. "Svo eru hin dæmin, þar sem tilkynnt er um nauðgun nokkru eftir að hún hefur átt sér stað," segir Hörður. "Þá er hugsanlegt að viðkomandi hafi farið á neyðarmóttökuna á sínum tíma. Reglan er nokkurn veginn sú, að ekki er kallað í lögreglu nema að viðkomandi ætli að kæra." Eyrún Jónsdóttir umsjónarhjúkrunarfræðingur neyðarmóttöku Landspítala-háskólasjúkrahúss í Fossvogi segir að þangað hafi komið 81 kynferðisbrotamál það sem af sé árinu. 34 þeirra hafi verið kærð til lögreglu, auk þess sem lögregla hafi haft afskipti af þremur sem ekki hafi enn verið kærð. FJÖLDI KÆRA TIL LÖGREGLU VEGNA NAUÐGANA 2004 - 24 2003 - 33 2002- 41 2001 - 30 2000 - 22 1999 - 30 SKIPTING FJÖLDA KÆRA MILLI MÁNAÐA 2005 Janúar 3 febrúar 3 mars 2 apríl 4 maí 2 júní 3 júlí 0 ágúst 3 Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira
Tuttugu kærur vegna nauðgunar hafa borist til lögreglunnar í Reykjavík það sem af er þessu ári, að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns. Rannsókn fimm þessara mála er lokið hjá lögreglu og þau farin til saksóknara. Fimmtán eru enn til rannsóknar. Fjöldi slíkra kæra undanfarin ár hefur verið á bilinu 20 - 40. "Af þessum tuttugu kærum eru tvær sem við tókum við utan af landi," segir Hörður. "Að minnsta kosti í tveimur tilvikum er ekki vitað um geranda. Í þeim málum kæra stúlkur nauðgun inni á veitingastað og það er engin lýsing á því hver gerandinn er. Í flestum hinna málanna er gerandinn þekktur. Áður fyrr áttu svona atvik sér yfirleitt stað í heimahúsum eða annars staðar þar sem fólk var saman komið. En á undanförnum árum hafa alltaf komið nokkur mál þar sem nauðgun er sögð hafa átt sér stað inni á salernum á veitingastað." Hann segir allan gang á því hvernig þessi mál fari af stað. Sá sem verði fyrir nauðgun geti leitað til neyðarmóttöku vegna nauðgunarmála í Fossvogi og fengið aðstoð þar. Þaðan sé svo haft samband við lögreglu. Þá geti viðkomandi hringt beint í lögregluna. Fyrstu viðbrögð hennar séu að koma manneskjunni í neyðarmóttökuna, eftir að hafa tekið niður upplýsingar í því skyni að tryggja sönnunargögn og að viðkomandi fái þá aðstoð sem í boði sé. "Svo eru hin dæmin, þar sem tilkynnt er um nauðgun nokkru eftir að hún hefur átt sér stað," segir Hörður. "Þá er hugsanlegt að viðkomandi hafi farið á neyðarmóttökuna á sínum tíma. Reglan er nokkurn veginn sú, að ekki er kallað í lögreglu nema að viðkomandi ætli að kæra." Eyrún Jónsdóttir umsjónarhjúkrunarfræðingur neyðarmóttöku Landspítala-háskólasjúkrahúss í Fossvogi segir að þangað hafi komið 81 kynferðisbrotamál það sem af sé árinu. 34 þeirra hafi verið kærð til lögreglu, auk þess sem lögregla hafi haft afskipti af þremur sem ekki hafi enn verið kærð. FJÖLDI KÆRA TIL LÖGREGLU VEGNA NAUÐGANA 2004 - 24 2003 - 33 2002- 41 2001 - 30 2000 - 22 1999 - 30 SKIPTING FJÖLDA KÆRA MILLI MÁNAÐA 2005 Janúar 3 febrúar 3 mars 2 apríl 4 maí 2 júní 3 júlí 0 ágúst 3
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira