Tuttugu nauðganir kærðar 26. ágúst 2005 00:01 Tuttugu kærur vegna nauðgunar hafa borist til lögreglunnar í Reykjavík það sem af er þessu ári, að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns. Rannsókn fimm þessara mála er lokið hjá lögreglu og þau farin til saksóknara. Fimmtán eru enn til rannsóknar. Fjöldi slíkra kæra undanfarin ár hefur verið á bilinu 20 - 40. "Af þessum tuttugu kærum eru tvær sem við tókum við utan af landi," segir Hörður. "Að minnsta kosti í tveimur tilvikum er ekki vitað um geranda. Í þeim málum kæra stúlkur nauðgun inni á veitingastað og það er engin lýsing á því hver gerandinn er. Í flestum hinna málanna er gerandinn þekktur. Áður fyrr áttu svona atvik sér yfirleitt stað í heimahúsum eða annars staðar þar sem fólk var saman komið. En á undanförnum árum hafa alltaf komið nokkur mál þar sem nauðgun er sögð hafa átt sér stað inni á salernum á veitingastað." Hann segir allan gang á því hvernig þessi mál fari af stað. Sá sem verði fyrir nauðgun geti leitað til neyðarmóttöku vegna nauðgunarmála í Fossvogi og fengið aðstoð þar. Þaðan sé svo haft samband við lögreglu. Þá geti viðkomandi hringt beint í lögregluna. Fyrstu viðbrögð hennar séu að koma manneskjunni í neyðarmóttökuna, eftir að hafa tekið niður upplýsingar í því skyni að tryggja sönnunargögn og að viðkomandi fái þá aðstoð sem í boði sé. "Svo eru hin dæmin, þar sem tilkynnt er um nauðgun nokkru eftir að hún hefur átt sér stað," segir Hörður. "Þá er hugsanlegt að viðkomandi hafi farið á neyðarmóttökuna á sínum tíma. Reglan er nokkurn veginn sú, að ekki er kallað í lögreglu nema að viðkomandi ætli að kæra." Eyrún Jónsdóttir umsjónarhjúkrunarfræðingur neyðarmóttöku Landspítala-háskólasjúkrahúss í Fossvogi segir að þangað hafi komið 81 kynferðisbrotamál það sem af sé árinu. 34 þeirra hafi verið kærð til lögreglu, auk þess sem lögregla hafi haft afskipti af þremur sem ekki hafi enn verið kærð. FJÖLDI KÆRA TIL LÖGREGLU VEGNA NAUÐGANA 2004 - 24 2003 - 33 2002- 41 2001 - 30 2000 - 22 1999 - 30 SKIPTING FJÖLDA KÆRA MILLI MÁNAÐA 2005 Janúar 3 febrúar 3 mars 2 apríl 4 maí 2 júní 3 júlí 0 ágúst 3 Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Tuttugu kærur vegna nauðgunar hafa borist til lögreglunnar í Reykjavík það sem af er þessu ári, að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns. Rannsókn fimm þessara mála er lokið hjá lögreglu og þau farin til saksóknara. Fimmtán eru enn til rannsóknar. Fjöldi slíkra kæra undanfarin ár hefur verið á bilinu 20 - 40. "Af þessum tuttugu kærum eru tvær sem við tókum við utan af landi," segir Hörður. "Að minnsta kosti í tveimur tilvikum er ekki vitað um geranda. Í þeim málum kæra stúlkur nauðgun inni á veitingastað og það er engin lýsing á því hver gerandinn er. Í flestum hinna málanna er gerandinn þekktur. Áður fyrr áttu svona atvik sér yfirleitt stað í heimahúsum eða annars staðar þar sem fólk var saman komið. En á undanförnum árum hafa alltaf komið nokkur mál þar sem nauðgun er sögð hafa átt sér stað inni á salernum á veitingastað." Hann segir allan gang á því hvernig þessi mál fari af stað. Sá sem verði fyrir nauðgun geti leitað til neyðarmóttöku vegna nauðgunarmála í Fossvogi og fengið aðstoð þar. Þaðan sé svo haft samband við lögreglu. Þá geti viðkomandi hringt beint í lögregluna. Fyrstu viðbrögð hennar séu að koma manneskjunni í neyðarmóttökuna, eftir að hafa tekið niður upplýsingar í því skyni að tryggja sönnunargögn og að viðkomandi fái þá aðstoð sem í boði sé. "Svo eru hin dæmin, þar sem tilkynnt er um nauðgun nokkru eftir að hún hefur átt sér stað," segir Hörður. "Þá er hugsanlegt að viðkomandi hafi farið á neyðarmóttökuna á sínum tíma. Reglan er nokkurn veginn sú, að ekki er kallað í lögreglu nema að viðkomandi ætli að kæra." Eyrún Jónsdóttir umsjónarhjúkrunarfræðingur neyðarmóttöku Landspítala-háskólasjúkrahúss í Fossvogi segir að þangað hafi komið 81 kynferðisbrotamál það sem af sé árinu. 34 þeirra hafi verið kærð til lögreglu, auk þess sem lögregla hafi haft afskipti af þremur sem ekki hafi enn verið kærð. FJÖLDI KÆRA TIL LÖGREGLU VEGNA NAUÐGANA 2004 - 24 2003 - 33 2002- 41 2001 - 30 2000 - 22 1999 - 30 SKIPTING FJÖLDA KÆRA MILLI MÁNAÐA 2005 Janúar 3 febrúar 3 mars 2 apríl 4 maí 2 júní 3 júlí 0 ágúst 3
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira