Eftirsóknarverð einkavæðing? 25. ágúst 2005 00:01 Fyrir þrifum stendur að einkavæða nokkur stærstu fyrirtæki Færeyja en stór hluti færeysks efnahagslíf er í eigu ríkisins eða Landsstýrisins eins og það heitir í Færeyjum enn sem komið er. Fyrirtækin sem stendur til að einkavæða eru Föroya Tele, sem er eitt af tveimur símafyrirtækjunum í Færeyjum, Atlantic Airways, flugfélag Færeyinga, Föroya Banki sem er stærsti banki Færeyja og Lív, tryggingafélag í Færeyjum. Færeyingar eru rúmlega 50 þúsund og eru mikil sjávarútvegsþjóð. Nánast allur útflutningur er tengdur sjávarútvegi, bæði fiskur og unnar fiskafurðir. Einnig eru samgöngur, fjarskipti og bankar stór hluti af færeysku efnahagslífi. Hagvöxtur var mestur árið 2002 eða fimm prósent en svo fór að ára verr og dróst landframleiðsla saman árið 2003. Ef aðstæður í kjölfar einkavæðingar verða svipaðar og hér á landi má búast við uppgangi í kjölfar einkavæðingar. Peningamagn í umferð eykst, aukinn kraftur verður settur í fjárfestingar og viðskiptaumhverfið í Færeyjum verður mun alþjóðlegra. Olíuleit hefur skapað atvinnu og miklar vonir eru bundnar við olíuvinnslu Færeyinga. Skýrasta dæmið um það er fyrsta færeyska félagið skráð á markað hér á landi, Atlantic Petroleum. Færeyska stjórnin hefur tilkynnt að fyrir dyrum standi að einkavæða fjögur fyrirtæki, Atlantic Airways, Föroya Banki, Lív og Föroya Tele. Líkt og hefur átt sér stað hér á landi í kringum einkavæðingu eru ýmis atriði sem þarf að huga að áður en fyrirtækin eru seld. Ein af stærstu spurningunum sem velt hefur verið upp er hversu mikinn hlut erlendir fjárfestar eigi að geta keypt. Það sem ýtir undir væntingar um að Íslendingar verði áhrifamiklir í Færeyjum á komandi árum er lítill áhugi erlendra fjárfesta á íslenskum fyrirtækjum. Áhuginn er þó að aukast en gera ráð fyrir að enn minni áhugi sé hjá þeim á Færeyjum, að undanskildum Dönum þó en þeir hafa til þessa ekki verið mikið að koma sér fyrir í Færeyjum. Íslendingar hafa nú þegar komið sér ágætlega fyrir í Færeyjum og eiga þar hlut í ýmsum fyrirtækjum. Dæmi um það eru nýleg kaup Og fjarskipta á 68 prósenta hlut í P/f Kall en fyrirtækið hefur náð ágætri markaðshlutdeild á færeyska fjarskiptamarkaðinum. Eimskip sameinaðist Föroya Ship á síðasta ári og hefur einnig nýlega fest kaup á færeysku flutningafélagi. Eimskip stefnir að því að byggja upp alhliða flutningafélag í Færeyjum og á borð við það sem hefur verið gert hér á landi. KB banki er með starfsemi í Færeyjum og hefur á skömmum tíma náð að hasla sér völl á sviðum sem færeysku bankarnir hafa sinnt lítið, verðbréfaviðskiptum og fjárfestingarbankasviði. Baugur á 50 prósenta hlut í SMS sem er stærsta matvörukeðja í Færeyjum með átta verslanir, þarf af sex Bónusverslanir og tvo stórmarkaði. Samherji hefur einnig komið sér fyrir í Færeyjum en félagið á hluti í sjávarútvegsfyrirtækjum þar, bæði í útgerðum frystiskipa og uppsjávarveiðiskipa. Þegar færeysk fyrirtæki verða einkavædd og skráð á hlutabréfamarkað verða þau skráð hér á landi. Íslenskir fjárfestar eru því líklegri til þess að hafa áhuga á hlutum í færeyskum félögum. Ástæða þess að íslenska Kauphöllin varð fyrir valinu um skráningu færeyskra fyrirtækja en ekki sú danska er sú að aðstæður hér á landi til skráningar voru fýsilegri þegar Færeyingar skoðuðu málin. Því er búið að leggja traustan grunn að viðskiptum með færeysk verðbréf þegar að skráningu fleiri félaga verður. Líklega verða áhugasamir kaupendur frá Íslandi boðnir velkomnir til að koma að rekstri fyrirtækja í Færeyjum með reynslu frá svipaðri en aðeins stærri þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dögg Hjaltalín Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Fyrir þrifum stendur að einkavæða nokkur stærstu fyrirtæki Færeyja en stór hluti færeysks efnahagslíf er í eigu ríkisins eða Landsstýrisins eins og það heitir í Færeyjum enn sem komið er. Fyrirtækin sem stendur til að einkavæða eru Föroya Tele, sem er eitt af tveimur símafyrirtækjunum í Færeyjum, Atlantic Airways, flugfélag Færeyinga, Föroya Banki sem er stærsti banki Færeyja og Lív, tryggingafélag í Færeyjum. Færeyingar eru rúmlega 50 þúsund og eru mikil sjávarútvegsþjóð. Nánast allur útflutningur er tengdur sjávarútvegi, bæði fiskur og unnar fiskafurðir. Einnig eru samgöngur, fjarskipti og bankar stór hluti af færeysku efnahagslífi. Hagvöxtur var mestur árið 2002 eða fimm prósent en svo fór að ára verr og dróst landframleiðsla saman árið 2003. Ef aðstæður í kjölfar einkavæðingar verða svipaðar og hér á landi má búast við uppgangi í kjölfar einkavæðingar. Peningamagn í umferð eykst, aukinn kraftur verður settur í fjárfestingar og viðskiptaumhverfið í Færeyjum verður mun alþjóðlegra. Olíuleit hefur skapað atvinnu og miklar vonir eru bundnar við olíuvinnslu Færeyinga. Skýrasta dæmið um það er fyrsta færeyska félagið skráð á markað hér á landi, Atlantic Petroleum. Færeyska stjórnin hefur tilkynnt að fyrir dyrum standi að einkavæða fjögur fyrirtæki, Atlantic Airways, Föroya Banki, Lív og Föroya Tele. Líkt og hefur átt sér stað hér á landi í kringum einkavæðingu eru ýmis atriði sem þarf að huga að áður en fyrirtækin eru seld. Ein af stærstu spurningunum sem velt hefur verið upp er hversu mikinn hlut erlendir fjárfestar eigi að geta keypt. Það sem ýtir undir væntingar um að Íslendingar verði áhrifamiklir í Færeyjum á komandi árum er lítill áhugi erlendra fjárfesta á íslenskum fyrirtækjum. Áhuginn er þó að aukast en gera ráð fyrir að enn minni áhugi sé hjá þeim á Færeyjum, að undanskildum Dönum þó en þeir hafa til þessa ekki verið mikið að koma sér fyrir í Færeyjum. Íslendingar hafa nú þegar komið sér ágætlega fyrir í Færeyjum og eiga þar hlut í ýmsum fyrirtækjum. Dæmi um það eru nýleg kaup Og fjarskipta á 68 prósenta hlut í P/f Kall en fyrirtækið hefur náð ágætri markaðshlutdeild á færeyska fjarskiptamarkaðinum. Eimskip sameinaðist Föroya Ship á síðasta ári og hefur einnig nýlega fest kaup á færeysku flutningafélagi. Eimskip stefnir að því að byggja upp alhliða flutningafélag í Færeyjum og á borð við það sem hefur verið gert hér á landi. KB banki er með starfsemi í Færeyjum og hefur á skömmum tíma náð að hasla sér völl á sviðum sem færeysku bankarnir hafa sinnt lítið, verðbréfaviðskiptum og fjárfestingarbankasviði. Baugur á 50 prósenta hlut í SMS sem er stærsta matvörukeðja í Færeyjum með átta verslanir, þarf af sex Bónusverslanir og tvo stórmarkaði. Samherji hefur einnig komið sér fyrir í Færeyjum en félagið á hluti í sjávarútvegsfyrirtækjum þar, bæði í útgerðum frystiskipa og uppsjávarveiðiskipa. Þegar færeysk fyrirtæki verða einkavædd og skráð á hlutabréfamarkað verða þau skráð hér á landi. Íslenskir fjárfestar eru því líklegri til þess að hafa áhuga á hlutum í færeyskum félögum. Ástæða þess að íslenska Kauphöllin varð fyrir valinu um skráningu færeyskra fyrirtækja en ekki sú danska er sú að aðstæður hér á landi til skráningar voru fýsilegri þegar Færeyingar skoðuðu málin. Því er búið að leggja traustan grunn að viðskiptum með færeysk verðbréf þegar að skráningu fleiri félaga verður. Líklega verða áhugasamir kaupendur frá Íslandi boðnir velkomnir til að koma að rekstri fyrirtækja í Færeyjum með reynslu frá svipaðri en aðeins stærri þjóð.
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun