Innlent

Framlengja varðhald vegna morðs

Gæsluvarðhald yfir Phu Tién Nguyen sem grunaður er um að hafa orðið Vu Van Pong að bana í Kópavogi í maí hefur verið framlengt til 5. október næstkomandi. Hann hefur játað á sig morðið og telur lögreglan í Kópavogi sig hafa lokið rannsókn málsins og verður það sent ríkissaksóknara til umfjöllunar á morgun eða í næstu viku. Morðið var framið í íbúð í Hlíðarhjalla í Kópavogi þann 15. maí síðastliðinn þar sem hinn grunaði og sá látni voru gestkomandi. Nguygen hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því 16. maí.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×