Innlent

Játningar liggja fyrir

Játningar liggja nú fyrir í þeim tveimur alvarlegu málum sem upp komu í Reykjavík um síðustu helgi. Annars vegar var maður handtekinn grunaður um morð í húsi á Hverfisgötu snemma á laugardaginn og annar maður var handtekinn grunaður um að hafa stungið annan mann í bakið með hníf á Menningarnótt. Gunnleifur Kjartansson, lögreglufulltrúi í Reykjavík, staðfesti að báðir hinna grunuðu hefðu játað brot sín og gengi rannsókn beggja mála vel. Hann áréttaði þó að rannsókn allra alvarlegri mála tæki sinn tíma og viðkomandi menn yrðu í gæsluvarðhaldi á meðan. Hann vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Upplýsingar um líðan mannsins sem varð fyrir tveimur hnífsstungum í Tryggvagötu á Menningarnótt lágu ekki á lausu hjá Landsspítala-Háskólasjúkrahúsi en annað lunga hans féll saman eftir árásina. Fékkst þó staðfest að hann er ekki í gjörgæslu lengur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×