Óvissuferðir með strætó Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 18. ágúst 2005 00:01 Í flestum þeim borgum sem við Íslendingar viljum bera okkur saman við er auðvelt að komast ferða sinna með strætó. Jafnvel fyrir ferðamenn. Oftast þarftu ekki annað en rölta út að næstu strætóstoppistöð og þá sérðu strax hvar þú er staddur, hvenær næsti vagn kemur og hvert hann fer. Yfirleitt er kerfið svo vel upp sett að maður lendir ekki í nokkrum vandræðum. Maður þarf ekki einu sinni að fylgjast neitt sérstaklega vel með akstursleiðinni því nafnið á næstu stoppistöð er oft kallað upp í hátalarakerfi eða þá að það birtist á skjá í vagninum. Ég hef ferðast með strætó í ýmsum borgum og hvergi lent í vandræðum. Hins vegar lenti ég í mesta basli þegar ég var nýflutt til Reykjavíkur og ætlaði að taka strætó úr Vesturbænum og upp í Breiðholt. Í strætóskýlinu sá ég ýmsar upplýsingar um ferðir strætó en samt gat ég ekki áttað mig á því hvaða vagn ég ætti að taka eða hvenær. Hvers vegna ekki? Jú vegna þess að stöðin sem ég var á hét ekki neitt. Ekki nóg með það að íslenskar strætóstoppistöðvar skuli upp til hópa vera nafnlausar heldur er tímataflan yfirleitt meingölluð. Á henni sérðu klukkan hvað vagninn fer frá ýmsum stórum stoppistöðvum en þú sérð hins vegar ekki klukkan hvað hann kemur á stöðina þína. Er það ekki dálítið undarlegt? Við sem þekkjum ágætlega til í Reykjavík getum reiknað í huganum hvað það tekur vagninn langan tíma að komast á milli staða. En hvað með þá sem þekkja borgina lítið sem ekkert? Útlendingur getur rölt út af Hótel Sögu og tekið strætó í bæinn. Fyrir framan hótelið er stórt skýli og þar er stærðarinnar kort af leiðakerfi strætó. Á kortinu er hins vegar enginn punktur sem sýnir hvar maður er staddur og þar sem strætóstöðin heitir heldur ekki neitt þá er ansi erfitt að átta sig á staðsetningunni. Þegar komið er upp í vagninn er ekkert kort af leiðinni sem ekin er og hvorki skilti né upphrópun sem gefur til kynna hvar vagninn stoppar næst. Ferð með strætó fyrir útlendinga eða utanbæjarfólk getur því breyst í sannkallaða óvissuferð. Það getur vissulega verið spennandi en er kannski ekki endilega það sem óskað var eftir. Það vekur furðu að á sama tíma og strætókerfið er tekið til algjörrar endurskoðunar, leiðum breytt, tímasetningar lagaðar til og stoppistöðvar færðar skuli þetta einkennilega fyrirkomulag með nafnlausu strætóstoppistöðvunum enn vera við lýði. Það getur varla verið mikið vandamál að setja nafn á stöðvarnar. Eitthvað verða þær að heita! Þú þarft að vita hvar þú ert þegar þú tekur vagninn og eins þarftu að sjá einhverja merkingu sem gefur til kynna að þú sért kominn á áfangastað. Ósjálfrátt fer maður að velta því fyrir sér hvort strætókerfið sé eingöngu hannað fyrir þá sem kunna á það og þekkja staðhætti í borginni út og inn. Á Íslandi virðist fólk skiptast í tvo hópa. Þá sem taka strætó og þá sem taka aldrei strætó. Það eru sárafáir sem taka strætó endrum og eins. Annað hvort nýtir fólk sér þessa þjónustu eða ekki. Auðvitað getur maður sökkt sér niður í leiðakerfið, aflað sér upplýsinga og lært á kerfið – ef maður nennir. Það hlýtur samt að vera æskilegt að allir, bæði Reykvíkingar og aðrir, geti stokkið upp í strætó af og til og komist á áfangastað án þess að þurfa að leggjast í mikla rannsóknarvinnu fyrst. Þegar maður röltir út á strætóstöð og ætlar taka strætó er þrennt sem maður þarf að vita: Hvar er ég? Klukkan hvað kemur næsti vagn og hvað heitir stöðin þar sem ég ætla úr? Þessar upplýsingar eru ekki til staðar í strætóskýlum borgarinnar. Þórgunnur Oddsdóttir - thorgunnur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Í flestum þeim borgum sem við Íslendingar viljum bera okkur saman við er auðvelt að komast ferða sinna með strætó. Jafnvel fyrir ferðamenn. Oftast þarftu ekki annað en rölta út að næstu strætóstoppistöð og þá sérðu strax hvar þú er staddur, hvenær næsti vagn kemur og hvert hann fer. Yfirleitt er kerfið svo vel upp sett að maður lendir ekki í nokkrum vandræðum. Maður þarf ekki einu sinni að fylgjast neitt sérstaklega vel með akstursleiðinni því nafnið á næstu stoppistöð er oft kallað upp í hátalarakerfi eða þá að það birtist á skjá í vagninum. Ég hef ferðast með strætó í ýmsum borgum og hvergi lent í vandræðum. Hins vegar lenti ég í mesta basli þegar ég var nýflutt til Reykjavíkur og ætlaði að taka strætó úr Vesturbænum og upp í Breiðholt. Í strætóskýlinu sá ég ýmsar upplýsingar um ferðir strætó en samt gat ég ekki áttað mig á því hvaða vagn ég ætti að taka eða hvenær. Hvers vegna ekki? Jú vegna þess að stöðin sem ég var á hét ekki neitt. Ekki nóg með það að íslenskar strætóstoppistöðvar skuli upp til hópa vera nafnlausar heldur er tímataflan yfirleitt meingölluð. Á henni sérðu klukkan hvað vagninn fer frá ýmsum stórum stoppistöðvum en þú sérð hins vegar ekki klukkan hvað hann kemur á stöðina þína. Er það ekki dálítið undarlegt? Við sem þekkjum ágætlega til í Reykjavík getum reiknað í huganum hvað það tekur vagninn langan tíma að komast á milli staða. En hvað með þá sem þekkja borgina lítið sem ekkert? Útlendingur getur rölt út af Hótel Sögu og tekið strætó í bæinn. Fyrir framan hótelið er stórt skýli og þar er stærðarinnar kort af leiðakerfi strætó. Á kortinu er hins vegar enginn punktur sem sýnir hvar maður er staddur og þar sem strætóstöðin heitir heldur ekki neitt þá er ansi erfitt að átta sig á staðsetningunni. Þegar komið er upp í vagninn er ekkert kort af leiðinni sem ekin er og hvorki skilti né upphrópun sem gefur til kynna hvar vagninn stoppar næst. Ferð með strætó fyrir útlendinga eða utanbæjarfólk getur því breyst í sannkallaða óvissuferð. Það getur vissulega verið spennandi en er kannski ekki endilega það sem óskað var eftir. Það vekur furðu að á sama tíma og strætókerfið er tekið til algjörrar endurskoðunar, leiðum breytt, tímasetningar lagaðar til og stoppistöðvar færðar skuli þetta einkennilega fyrirkomulag með nafnlausu strætóstoppistöðvunum enn vera við lýði. Það getur varla verið mikið vandamál að setja nafn á stöðvarnar. Eitthvað verða þær að heita! Þú þarft að vita hvar þú ert þegar þú tekur vagninn og eins þarftu að sjá einhverja merkingu sem gefur til kynna að þú sért kominn á áfangastað. Ósjálfrátt fer maður að velta því fyrir sér hvort strætókerfið sé eingöngu hannað fyrir þá sem kunna á það og þekkja staðhætti í borginni út og inn. Á Íslandi virðist fólk skiptast í tvo hópa. Þá sem taka strætó og þá sem taka aldrei strætó. Það eru sárafáir sem taka strætó endrum og eins. Annað hvort nýtir fólk sér þessa þjónustu eða ekki. Auðvitað getur maður sökkt sér niður í leiðakerfið, aflað sér upplýsinga og lært á kerfið – ef maður nennir. Það hlýtur samt að vera æskilegt að allir, bæði Reykvíkingar og aðrir, geti stokkið upp í strætó af og til og komist á áfangastað án þess að þurfa að leggjast í mikla rannsóknarvinnu fyrst. Þegar maður röltir út á strætóstöð og ætlar taka strætó er þrennt sem maður þarf að vita: Hvar er ég? Klukkan hvað kemur næsti vagn og hvað heitir stöðin þar sem ég ætla úr? Þessar upplýsingar eru ekki til staðar í strætóskýlum borgarinnar. Þórgunnur Oddsdóttir - thorgunnur@frettabladid.is
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun