Öfugsnúinn sannleikur 17. ágúst 2005 00:01 Stundum þegar þrengir að mönnum þá gera þeir ýmislegt í fljótfærni og ógrundað.Það er óskiljanlegt að greinin okkar í Fréttablaðinu föstudaginn 29. júlí sl. "Er Garðasókn í gíslingu" skuli framkalla svona sterk viðbrögð eins og gerðist í grein Helga K. Hjálmssonar í Fréttablaðinu föstudaginn 5. ágúst sl. Það er miður að maður í hans stöðu sem gjaldkeri sóknarnefndar skuli misnota aðstöðu sína á þennan hátt með orðum sem erfitt er að taka til baka.Kom greinin okkar eitthvað illa við hluta sóknarnefndar, djákna og prest? Eða hafa menn slæma samvisku? Undrast einhvern þótt svo sé, miðað við hversu óvægin aðför þeirra hefur verið að sóknarprestinum? Djákninn Nanna Guðrún sá sig knúna til að mæta á heimili annarar okkar án þess að boða komu sína til að ræða skrif okkar í Fréttablaðið. Getur verið að fleiri sóknarbörn hafi fengið slíkar heimsóknir? Geta sóknarbörn átt von á því að fá svona heimsóknir í hvert sinn sem þau segja skoðun sína? Heimili okkar er ekki vettvangur þessarar deilu. Helgi fullyrðir í grein sinni "að allir sem að málinu komu, vildu sættir og að því yrði lokið á eðlilegan hátt’". Af hverju er ekki svo? Helgi segir jafnframt að staðreynd málsins hafi verið að sóknarprestur hafi kært samstarfmenn sína og krafist þess að djákninn yrði rekinn en reyndin er sú að sóknarnefnd leitaði til biskups 23. maí 2004 eftir hinn svokallaða hesthúsafund og óskaði eftir að sóknarprestur yrði sagt upp störfum. Biskup svaraði bréfi sóknarnefndar 14. júlí 2004 þar sem hann segir m.a. "ekki eru þau skilyrði fyrir hendi sem réttlætt geta breytingu á starfi sóknarprestsins". Í beinu framhaldi af bréfi biskups voru aðilar innan sóknarnefndar að senda biskupi bréf gegn sóknarpresti. Því spyrjum við; Hvað er að þegar ekkert er að? Var ekki einhugur hjá hluta sóknarnefndar, djákna og presti? Ef svo var, af hverju skrifuðu þau biskupi bréf? Á fundi stuðningsmanna sóknarprestsins sem haldinn var 13. júlí sl. rakti lögmaður hans, Sveinn Andri Sveinsson málið og sagði m.a. að sóknarpresturinn hafi alltaf viljað sættir, samanber svarbréf Daggar Pálsdóttur hrl. formann úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar 5. nóv. 2004 til sr. Hans Markúsar, þar sem hún segir m.a. "Tilefni bréfs þessa eru þau að í erindi yðar óskið þér sérstaklega eftir því að nefndin leiti sátta." Sóknarprestur er ekki að kæra neinn heldur að leita sátta. Á öllum stigum málsins hefur hann leitað eftir sáttum og síðast þegar málið var hjá áfrýjunarnefnd en gagnaðilar höfnuðu öllum sáttum þar. Það hafa aldrei verið lagðar fram sáttatillögur í máli þessu, hvorki frá hendi prófasts né biskupsstofu. Fjórmenningarnir, formaður, varaformaður, djákni og prestur höfnuðu svo alfarið sáttum hjá áfrýjunarnefnd. Hvar er viðsnúningurinn á sannleikanum? Það er líka með ólíkindum að lesa svo í grein Helga K. Hjálmssonar að allan tímann hafi þau þ.e. hluti sóknarnefndar, vitað að aðalsafnaðarfundurinn yrði ekki haldinn fyrr en eftir tilfærslu sóknarprestsins. Deilurnar í Garðasókn - Helena Guðmundsdóttir og Oddný Þóra Helgadóttir Er það ekki undarlegt að sóknarnefnd viti um tilfærslu sóknarprests þegar í mars sl. löngu fyrir úrskurð úrskurðarnefndar og líka fyrir úrskurð áfrýjunarnefndar? Getur verið að tengsl sóknarnefndar séu meiri við biskupsstofu þar sem Helgi, gjaldkeri sóknarnefndar er formaður leikmannaráðs þjóðkirkjunnar og varaformaður sóknarnefndar er í stjórn leikmannaskóla þjóðkirkjunnar? Var þá búið að ákveða niðurstöður málsins? Ef svo er til hvers voru þá nefndirnar? Einu gleymdi Helgi að svara, hvað með áminningarnar á fjórmenningana, af hverju fengu þau þær? Fengu þau áminningu fyrir að sóknarprestur legði þau í einelti? NEI! Fengu þau áminningu fyrir að sóknarprestur og ,,svokallaði stuðningsmenn sem eru á villigötum’’ héldu sókninni í gíslingu? NEI! Ef menn fá áminningu þá er það nokkuð ljóst að þau hafa brotið eitthvað af sér. Dapurt var hve hann talaði mikið niður til okkar og kallaði okkur "svokallaða stuðningsmenn". Kurteisi kostar ekki neitt! Eitt erum við þó sammála Helga með "þetta er allt ein sorgarsaga". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Sjá meira
Stundum þegar þrengir að mönnum þá gera þeir ýmislegt í fljótfærni og ógrundað.Það er óskiljanlegt að greinin okkar í Fréttablaðinu föstudaginn 29. júlí sl. "Er Garðasókn í gíslingu" skuli framkalla svona sterk viðbrögð eins og gerðist í grein Helga K. Hjálmssonar í Fréttablaðinu föstudaginn 5. ágúst sl. Það er miður að maður í hans stöðu sem gjaldkeri sóknarnefndar skuli misnota aðstöðu sína á þennan hátt með orðum sem erfitt er að taka til baka.Kom greinin okkar eitthvað illa við hluta sóknarnefndar, djákna og prest? Eða hafa menn slæma samvisku? Undrast einhvern þótt svo sé, miðað við hversu óvægin aðför þeirra hefur verið að sóknarprestinum? Djákninn Nanna Guðrún sá sig knúna til að mæta á heimili annarar okkar án þess að boða komu sína til að ræða skrif okkar í Fréttablaðið. Getur verið að fleiri sóknarbörn hafi fengið slíkar heimsóknir? Geta sóknarbörn átt von á því að fá svona heimsóknir í hvert sinn sem þau segja skoðun sína? Heimili okkar er ekki vettvangur þessarar deilu. Helgi fullyrðir í grein sinni "að allir sem að málinu komu, vildu sættir og að því yrði lokið á eðlilegan hátt’". Af hverju er ekki svo? Helgi segir jafnframt að staðreynd málsins hafi verið að sóknarprestur hafi kært samstarfmenn sína og krafist þess að djákninn yrði rekinn en reyndin er sú að sóknarnefnd leitaði til biskups 23. maí 2004 eftir hinn svokallaða hesthúsafund og óskaði eftir að sóknarprestur yrði sagt upp störfum. Biskup svaraði bréfi sóknarnefndar 14. júlí 2004 þar sem hann segir m.a. "ekki eru þau skilyrði fyrir hendi sem réttlætt geta breytingu á starfi sóknarprestsins". Í beinu framhaldi af bréfi biskups voru aðilar innan sóknarnefndar að senda biskupi bréf gegn sóknarpresti. Því spyrjum við; Hvað er að þegar ekkert er að? Var ekki einhugur hjá hluta sóknarnefndar, djákna og presti? Ef svo var, af hverju skrifuðu þau biskupi bréf? Á fundi stuðningsmanna sóknarprestsins sem haldinn var 13. júlí sl. rakti lögmaður hans, Sveinn Andri Sveinsson málið og sagði m.a. að sóknarpresturinn hafi alltaf viljað sættir, samanber svarbréf Daggar Pálsdóttur hrl. formann úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar 5. nóv. 2004 til sr. Hans Markúsar, þar sem hún segir m.a. "Tilefni bréfs þessa eru þau að í erindi yðar óskið þér sérstaklega eftir því að nefndin leiti sátta." Sóknarprestur er ekki að kæra neinn heldur að leita sátta. Á öllum stigum málsins hefur hann leitað eftir sáttum og síðast þegar málið var hjá áfrýjunarnefnd en gagnaðilar höfnuðu öllum sáttum þar. Það hafa aldrei verið lagðar fram sáttatillögur í máli þessu, hvorki frá hendi prófasts né biskupsstofu. Fjórmenningarnir, formaður, varaformaður, djákni og prestur höfnuðu svo alfarið sáttum hjá áfrýjunarnefnd. Hvar er viðsnúningurinn á sannleikanum? Það er líka með ólíkindum að lesa svo í grein Helga K. Hjálmssonar að allan tímann hafi þau þ.e. hluti sóknarnefndar, vitað að aðalsafnaðarfundurinn yrði ekki haldinn fyrr en eftir tilfærslu sóknarprestsins. Deilurnar í Garðasókn - Helena Guðmundsdóttir og Oddný Þóra Helgadóttir Er það ekki undarlegt að sóknarnefnd viti um tilfærslu sóknarprests þegar í mars sl. löngu fyrir úrskurð úrskurðarnefndar og líka fyrir úrskurð áfrýjunarnefndar? Getur verið að tengsl sóknarnefndar séu meiri við biskupsstofu þar sem Helgi, gjaldkeri sóknarnefndar er formaður leikmannaráðs þjóðkirkjunnar og varaformaður sóknarnefndar er í stjórn leikmannaskóla þjóðkirkjunnar? Var þá búið að ákveða niðurstöður málsins? Ef svo er til hvers voru þá nefndirnar? Einu gleymdi Helgi að svara, hvað með áminningarnar á fjórmenningana, af hverju fengu þau þær? Fengu þau áminningu fyrir að sóknarprestur legði þau í einelti? NEI! Fengu þau áminningu fyrir að sóknarprestur og ,,svokallaði stuðningsmenn sem eru á villigötum’’ héldu sókninni í gíslingu? NEI! Ef menn fá áminningu þá er það nokkuð ljóst að þau hafa brotið eitthvað af sér. Dapurt var hve hann talaði mikið niður til okkar og kallaði okkur "svokallaða stuðningsmenn". Kurteisi kostar ekki neitt! Eitt erum við þó sammála Helga með "þetta er allt ein sorgarsaga".
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar