Innlent

Eitt stærsta mál dómsins

"Það má leiða líkum að því að þetta verði eitt stærsta málið sem farið hefur hér fram," segir Helgi I. Jónsson, dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. Eftir hádegi í dag verður þingfest mál ákæruvaldsins á hendur helstu forsvígsmönnum Baugs en alls eru sex manns ákærðir í málinu. Jón Ásgeir Jóhannesson, Jóhannes Jónsson, Kristín Jóhannesdóttir, Tryggvi Jónsson, Stefán Hilmar Stefánsson og Anna Þórðardóttir. Dómari í málinu verður Pétur Guðgeirsson en honum til aðstoðar verða tveir meðdómarar en ákvörðun um hvenær málsmeðferðin mun hefjast verður tekin að þingfestingu lokinni. Búast má við að fjölmenni verði í dómsal númer eitt enda er sá ekki ýkja stór. Helgi segir engar sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar en hann á þó von á að pláss verði fyrir alla. Um er að ræða sakborningana sex, verjendur þeirra, teymi saksóknara, dómsvörð auk fjölda fjölmiðlafólks.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×