Spreiuðu slagorð á Alþingishúsið 12. ágúst 2005 00:01 Virkjanamótmælendur létu til skarar skríða í miðborg Reykjavíkur í nótt. Alþingishúsið og styttan af Jóni Sigurðssyni var meðal þess sem varð fyrir barðinu á spreibrúsum mótmælendanna. Lögreglunni var tilkynnt um tvo menn sem spreiuðu slagorð í miðbænum um tvöleytið í nótt. Spreiuðu þeir slagorð gegn virkjunarframkvæmdum meðal annars á Alþingishúsið, styttu Jóns Sigurðssonar og Landssímahúsið við Austurvöll auk húsa við Laugaveg og í Bankastræti. Annar mannanna var handtekinn í nótt og yfirheyrður í morgun, en honum var sleppt úr haldi síðdegis í dag. Hann neitar allri sök, en ekki er vitað hvort hann hafi tekið þátt í mótmælaaðgerðum við Kárahnjúka í sumar. Ú tlendingastofnun íhugar nú að vísa 21 mótmælanda úr landi og hóf embætti Ríkislögreglustjóra í dag að birta rúmlega tuttugu mótmælendum bréf þar sem þeim er gefinn kostur á að andmæla brottvísun. Hildur Dungal, forstjóri Útlendingastofnunar, segir enga ákvörðun um brottvísun liggja fyrir fyrr en andmæli mótmælendanna hafa komið fram. Í júlí fór sýslumaðurinn á Seyðisfirði fram á að þremur mótmælendum yrði vísað úr landi en Útlendingastofnun taldi stofnunina skorta lagaheimildir í því tilviki. Aðspurð hvað hafi breyst segir Hildur að margt hafi gerst síðan þá og fleiri tilvik tengd mótmælendunum hafi komið upp. Þar sé komin ítrekun og einnig hafi borist mat frá ríkislögreglustjóra og gögn frá lögreglu sem gefi kost á skoða málið betur. Fréttastofa Stöðvar 2 reyndi í dag að ná tali af erlendum mótmælendum í húsnæði þeirra við Laugaveg. Þrjár erlendar konur voru á staðnum og var engin þeirra tilbúin að tjá sig við fjölmiðla - reyndar var þeim illa við nærveru myndavélanna. Birgitta Jónsdóttir, talsmaður mótmælendanna, segir þá hrædda við aðgerðir lögreglunnar. Þá séu þeir hissa á brottvísununum. Hún segist sjálf telja að ef vísa ætti fólki úr landi þyrftu brotin að vera alvarleg, eins og ofbeldi, en mótmælendurnir hafi engin plögg séð þar sem sannað sé glæpsamlegt athæfi fyrir utan það að hengja upp borða. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Virkjanamótmælendur létu til skarar skríða í miðborg Reykjavíkur í nótt. Alþingishúsið og styttan af Jóni Sigurðssyni var meðal þess sem varð fyrir barðinu á spreibrúsum mótmælendanna. Lögreglunni var tilkynnt um tvo menn sem spreiuðu slagorð í miðbænum um tvöleytið í nótt. Spreiuðu þeir slagorð gegn virkjunarframkvæmdum meðal annars á Alþingishúsið, styttu Jóns Sigurðssonar og Landssímahúsið við Austurvöll auk húsa við Laugaveg og í Bankastræti. Annar mannanna var handtekinn í nótt og yfirheyrður í morgun, en honum var sleppt úr haldi síðdegis í dag. Hann neitar allri sök, en ekki er vitað hvort hann hafi tekið þátt í mótmælaaðgerðum við Kárahnjúka í sumar. Ú tlendingastofnun íhugar nú að vísa 21 mótmælanda úr landi og hóf embætti Ríkislögreglustjóra í dag að birta rúmlega tuttugu mótmælendum bréf þar sem þeim er gefinn kostur á að andmæla brottvísun. Hildur Dungal, forstjóri Útlendingastofnunar, segir enga ákvörðun um brottvísun liggja fyrir fyrr en andmæli mótmælendanna hafa komið fram. Í júlí fór sýslumaðurinn á Seyðisfirði fram á að þremur mótmælendum yrði vísað úr landi en Útlendingastofnun taldi stofnunina skorta lagaheimildir í því tilviki. Aðspurð hvað hafi breyst segir Hildur að margt hafi gerst síðan þá og fleiri tilvik tengd mótmælendunum hafi komið upp. Þar sé komin ítrekun og einnig hafi borist mat frá ríkislögreglustjóra og gögn frá lögreglu sem gefi kost á skoða málið betur. Fréttastofa Stöðvar 2 reyndi í dag að ná tali af erlendum mótmælendum í húsnæði þeirra við Laugaveg. Þrjár erlendar konur voru á staðnum og var engin þeirra tilbúin að tjá sig við fjölmiðla - reyndar var þeim illa við nærveru myndavélanna. Birgitta Jónsdóttir, talsmaður mótmælendanna, segir þá hrædda við aðgerðir lögreglunnar. Þá séu þeir hissa á brottvísununum. Hún segist sjálf telja að ef vísa ætti fólki úr landi þyrftu brotin að vera alvarleg, eins og ofbeldi, en mótmælendurnir hafi engin plögg séð þar sem sannað sé glæpsamlegt athæfi fyrir utan það að hengja upp borða.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira