Spreiuðu slagorð á Alþingishúsið 12. ágúst 2005 00:01 Virkjanamótmælendur létu til skarar skríða í miðborg Reykjavíkur í nótt. Alþingishúsið og styttan af Jóni Sigurðssyni var meðal þess sem varð fyrir barðinu á spreibrúsum mótmælendanna. Lögreglunni var tilkynnt um tvo menn sem spreiuðu slagorð í miðbænum um tvöleytið í nótt. Spreiuðu þeir slagorð gegn virkjunarframkvæmdum meðal annars á Alþingishúsið, styttu Jóns Sigurðssonar og Landssímahúsið við Austurvöll auk húsa við Laugaveg og í Bankastræti. Annar mannanna var handtekinn í nótt og yfirheyrður í morgun, en honum var sleppt úr haldi síðdegis í dag. Hann neitar allri sök, en ekki er vitað hvort hann hafi tekið þátt í mótmælaaðgerðum við Kárahnjúka í sumar. Ú tlendingastofnun íhugar nú að vísa 21 mótmælanda úr landi og hóf embætti Ríkislögreglustjóra í dag að birta rúmlega tuttugu mótmælendum bréf þar sem þeim er gefinn kostur á að andmæla brottvísun. Hildur Dungal, forstjóri Útlendingastofnunar, segir enga ákvörðun um brottvísun liggja fyrir fyrr en andmæli mótmælendanna hafa komið fram. Í júlí fór sýslumaðurinn á Seyðisfirði fram á að þremur mótmælendum yrði vísað úr landi en Útlendingastofnun taldi stofnunina skorta lagaheimildir í því tilviki. Aðspurð hvað hafi breyst segir Hildur að margt hafi gerst síðan þá og fleiri tilvik tengd mótmælendunum hafi komið upp. Þar sé komin ítrekun og einnig hafi borist mat frá ríkislögreglustjóra og gögn frá lögreglu sem gefi kost á skoða málið betur. Fréttastofa Stöðvar 2 reyndi í dag að ná tali af erlendum mótmælendum í húsnæði þeirra við Laugaveg. Þrjár erlendar konur voru á staðnum og var engin þeirra tilbúin að tjá sig við fjölmiðla - reyndar var þeim illa við nærveru myndavélanna. Birgitta Jónsdóttir, talsmaður mótmælendanna, segir þá hrædda við aðgerðir lögreglunnar. Þá séu þeir hissa á brottvísununum. Hún segist sjálf telja að ef vísa ætti fólki úr landi þyrftu brotin að vera alvarleg, eins og ofbeldi, en mótmælendurnir hafi engin plögg séð þar sem sannað sé glæpsamlegt athæfi fyrir utan það að hengja upp borða. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira
Virkjanamótmælendur létu til skarar skríða í miðborg Reykjavíkur í nótt. Alþingishúsið og styttan af Jóni Sigurðssyni var meðal þess sem varð fyrir barðinu á spreibrúsum mótmælendanna. Lögreglunni var tilkynnt um tvo menn sem spreiuðu slagorð í miðbænum um tvöleytið í nótt. Spreiuðu þeir slagorð gegn virkjunarframkvæmdum meðal annars á Alþingishúsið, styttu Jóns Sigurðssonar og Landssímahúsið við Austurvöll auk húsa við Laugaveg og í Bankastræti. Annar mannanna var handtekinn í nótt og yfirheyrður í morgun, en honum var sleppt úr haldi síðdegis í dag. Hann neitar allri sök, en ekki er vitað hvort hann hafi tekið þátt í mótmælaaðgerðum við Kárahnjúka í sumar. Ú tlendingastofnun íhugar nú að vísa 21 mótmælanda úr landi og hóf embætti Ríkislögreglustjóra í dag að birta rúmlega tuttugu mótmælendum bréf þar sem þeim er gefinn kostur á að andmæla brottvísun. Hildur Dungal, forstjóri Útlendingastofnunar, segir enga ákvörðun um brottvísun liggja fyrir fyrr en andmæli mótmælendanna hafa komið fram. Í júlí fór sýslumaðurinn á Seyðisfirði fram á að þremur mótmælendum yrði vísað úr landi en Útlendingastofnun taldi stofnunina skorta lagaheimildir í því tilviki. Aðspurð hvað hafi breyst segir Hildur að margt hafi gerst síðan þá og fleiri tilvik tengd mótmælendunum hafi komið upp. Þar sé komin ítrekun og einnig hafi borist mat frá ríkislögreglustjóra og gögn frá lögreglu sem gefi kost á skoða málið betur. Fréttastofa Stöðvar 2 reyndi í dag að ná tali af erlendum mótmælendum í húsnæði þeirra við Laugaveg. Þrjár erlendar konur voru á staðnum og var engin þeirra tilbúin að tjá sig við fjölmiðla - reyndar var þeim illa við nærveru myndavélanna. Birgitta Jónsdóttir, talsmaður mótmælendanna, segir þá hrædda við aðgerðir lögreglunnar. Þá séu þeir hissa á brottvísununum. Hún segist sjálf telja að ef vísa ætti fólki úr landi þyrftu brotin að vera alvarleg, eins og ofbeldi, en mótmælendurnir hafi engin plögg séð þar sem sannað sé glæpsamlegt athæfi fyrir utan það að hengja upp borða.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira