2-0 tap Keflavíkur gegn Mainz 11. ágúst 2005 00:01 Keflvíkingar geta vel við unað þrátt fyrir tap gegn þýska Bundesliguliðinu Mainz, 2-0 í fyrri leik liðanna í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu í kvöld. Fyrra markið kom á 10. mínútu eftir sendingu af vinstri kanti inn í teig þaðan sem Benjamin Auer skallaði boltann yfir Ómar Jóhansson markvörð og í hægra hornið. Keflvíkingar lentu svo 2-0 undir á 71. mínútu. Michael Johansen leikmaður Keflavíkur braut á leikmanni Mainz inni í vítateig og fengu heimamenn vítaspyrnu sem Christof Babatz skoraði úr. Einni mínútu áður átti Guðmundur Steinarsson besta færi Keflavíkur. Hann tók skot af 35 metra færi sem hafði viðkomu af varnarmanni og markvörður heimamanna rétt náði að slá boltann í stöng þaðan sem hann fékk boltann aftur í lúkurnar. Heimamenn höfðu algera yfirburði í leiknum og fór hann nánast fram á vallarhelmingi Keflavíkur. Ómar Jóhannsson varði vel og kom í veg fyrir að heimamenn ynnu stærri sigur auk þess sem varnarmenn Keflvíkinga vörðust vel. Þá varði Ómar skot úr dauðafæri í viðbótartíma. Keflvíkingar áttu einfaldlega við ofurefli sitt að etja og voru afar stressaðir og óöruggir fyrir framan 19.000 áhorfendur sem létu vel í sér heyra. Keflvíkingum gekk virkilega illa að halda boltanum innan liðsins en þeir komust þó inn í leikinn í kringum 25. mínútu þegar heimamenn voru búnir að pressa stíft nær látlaust. Þá kom 10 mínútna kafli þar sem heimamenn blésu aðeins mæðunni og bökkuðu. Guðmundur Steinarsson átti reyndar skot að marki heimamanna á 19. mínútu eftir langa sendingu af vinstri kanti. Síðari leikur liðanna fer fram á Laugardalsvelli eftir 2 vikur og þá er bara að vona að Keflavíkingar verði með meira sjálfstraust en eins og áður segir mega Keflvíkingar vel við una að hafa ekki tapað stærra í kvöld. Íslenski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stresuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Keflvíkingar geta vel við unað þrátt fyrir tap gegn þýska Bundesliguliðinu Mainz, 2-0 í fyrri leik liðanna í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu í kvöld. Fyrra markið kom á 10. mínútu eftir sendingu af vinstri kanti inn í teig þaðan sem Benjamin Auer skallaði boltann yfir Ómar Jóhansson markvörð og í hægra hornið. Keflvíkingar lentu svo 2-0 undir á 71. mínútu. Michael Johansen leikmaður Keflavíkur braut á leikmanni Mainz inni í vítateig og fengu heimamenn vítaspyrnu sem Christof Babatz skoraði úr. Einni mínútu áður átti Guðmundur Steinarsson besta færi Keflavíkur. Hann tók skot af 35 metra færi sem hafði viðkomu af varnarmanni og markvörður heimamanna rétt náði að slá boltann í stöng þaðan sem hann fékk boltann aftur í lúkurnar. Heimamenn höfðu algera yfirburði í leiknum og fór hann nánast fram á vallarhelmingi Keflavíkur. Ómar Jóhannsson varði vel og kom í veg fyrir að heimamenn ynnu stærri sigur auk þess sem varnarmenn Keflvíkinga vörðust vel. Þá varði Ómar skot úr dauðafæri í viðbótartíma. Keflvíkingar áttu einfaldlega við ofurefli sitt að etja og voru afar stressaðir og óöruggir fyrir framan 19.000 áhorfendur sem létu vel í sér heyra. Keflvíkingum gekk virkilega illa að halda boltanum innan liðsins en þeir komust þó inn í leikinn í kringum 25. mínútu þegar heimamenn voru búnir að pressa stíft nær látlaust. Þá kom 10 mínútna kafli þar sem heimamenn blésu aðeins mæðunni og bökkuðu. Guðmundur Steinarsson átti reyndar skot að marki heimamanna á 19. mínútu eftir langa sendingu af vinstri kanti. Síðari leikur liðanna fer fram á Laugardalsvelli eftir 2 vikur og þá er bara að vona að Keflavíkingar verði með meira sjálfstraust en eins og áður segir mega Keflvíkingar vel við una að hafa ekki tapað stærra í kvöld.
Íslenski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stresuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira