Innlent

Slapp naumlega í eldsvoða

Minnstu munaði að bóndinn á Hólum í Dýrafirði færi sér að voða við að bjarga vélum sínum út úr brennandi geymsluhúsi í gærkvöldi þegar mikil sprenging varð í dráttarvél og eldurinn magnaðist skyndilega. Þegar bóndinn átti leið fram hjá skemmunni skömmu áður sá hann hvar eldur var kviknaður í dráttarvél, sem þar var geymd, og brá hann sér þegar upp í aðra dráttarvél og kom henni út. Þegar hann ætlaði síðan að fara að eiga við vélina sem eldurinn logaði í varð mikil sprenging í hennni  sem viðist hafa beinst frá bóndanum. Gnýrinn heyrðist alveg upp á flugvöll í kílómetra fjarlægð og héldu menn sem þar unnu að lagfæringum þegar á vettvang. Þegar einn þeirra ætlaði ásamt bóndanum að freista þess að bjarga einhverju út féll stór rennihurð niður svo minnstu munaði að þeir yrðu undir. Mikill eldur logaði í skemmunni þegar slökkviliðið á Þingeyri kom á vettvang og var engu bjargað úr því. Meðal þess sem varð eldinum að bráð voru þrjár dráttarvélar, þar af ein ný og ein sem notuð hefur verið til að ryðja snjó af Þingeyrarflugvelli sem er varavöllur Ísafjarðarflugvallar. Þá eyðilögðust allar heyvinnuvélar á bænum og sömuleiðis talsvert af áburði. Talið er að tjónið hlaupi á tugum milljóna króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×