Hækkun á við verð Símans 6. ágúst 2005 00:01 Markaðsvirði skráðra félaga í Kauphöll Íslands jókst um tæplega 61 milljarð króna í júlí einum saman sem er nálægt því verði sem Landssíminn seldist á eftir eitt hundrað ára uppbyggingu. Markaðsvirði skráðra félaga í Kauphöll Íslands nemur í dag um eitt þúsund og fimm hundruð milljörðum króna. Markaðsvirði jókst um tæplega 61 milljarð króna í júlí einum saman. Mest jókst markaðsvirði Landsbankans eða um 19,5 milljarða en þar á eftir kemur Actavis sem bætti við sig um 19,4 milljörðum króna. Aukning á markaðsvirði Actavis stafar aðallega af útgáfu nýs hlutafjár í mánuðinum fyrir um 14 milljarða í kjölfar kaupanna á bandaríska lyfjafyrirtækinu Amide. Mest lækkun varð hins vegar á markaðsvirði Mosaic Fashions í mánuðinum en hún nam 3,2 milljörðum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir hækkanirnar miklar. Hver prósentuhækkun feli í sér háar fjárhæðir vegna þess að markaðurinn sé orðinn stór, hann sé reyndar stærri en annars staðar á Norðurlöndum. Spurður hvort hækkarnir séu eðlilegar segir Þórður að það hafi gengið afskaplega vel, hagvöxtur hér á landi sé meiri en annars staðar og fyrirtækin í Kauphöllinni skili gríðarlega miklum hagnaði. Þess vegna ríki mikil bjartsýni og hlutabréfaverðið hækki. Verðmæti skráðra félaga í Kauphöllinni hefur aukist um 378 milljarða frá áramótum. Þróunin það sem af er ágúst hefur ekki verið verri í því samhengi og hefur markaðsvirði félaganna í Kauphöllinni nú aukist samtals um 58 milljarða króna. Meirihluti fyrirtækja í Kauphöllinni sem hafa birt afkomutölur fyrir annan ársfjórðung hafa skilað mun betri afkomu en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir og skýrir það vafalaust að hluta til ofangreindar verðhækkanir félaganna síðustu daga. Innlent Viðskipti Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Markaðsvirði skráðra félaga í Kauphöll Íslands jókst um tæplega 61 milljarð króna í júlí einum saman sem er nálægt því verði sem Landssíminn seldist á eftir eitt hundrað ára uppbyggingu. Markaðsvirði skráðra félaga í Kauphöll Íslands nemur í dag um eitt þúsund og fimm hundruð milljörðum króna. Markaðsvirði jókst um tæplega 61 milljarð króna í júlí einum saman. Mest jókst markaðsvirði Landsbankans eða um 19,5 milljarða en þar á eftir kemur Actavis sem bætti við sig um 19,4 milljörðum króna. Aukning á markaðsvirði Actavis stafar aðallega af útgáfu nýs hlutafjár í mánuðinum fyrir um 14 milljarða í kjölfar kaupanna á bandaríska lyfjafyrirtækinu Amide. Mest lækkun varð hins vegar á markaðsvirði Mosaic Fashions í mánuðinum en hún nam 3,2 milljörðum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir hækkanirnar miklar. Hver prósentuhækkun feli í sér háar fjárhæðir vegna þess að markaðurinn sé orðinn stór, hann sé reyndar stærri en annars staðar á Norðurlöndum. Spurður hvort hækkarnir séu eðlilegar segir Þórður að það hafi gengið afskaplega vel, hagvöxtur hér á landi sé meiri en annars staðar og fyrirtækin í Kauphöllinni skili gríðarlega miklum hagnaði. Þess vegna ríki mikil bjartsýni og hlutabréfaverðið hækki. Verðmæti skráðra félaga í Kauphöllinni hefur aukist um 378 milljarða frá áramótum. Þróunin það sem af er ágúst hefur ekki verið verri í því samhengi og hefur markaðsvirði félaganna í Kauphöllinni nú aukist samtals um 58 milljarða króna. Meirihluti fyrirtækja í Kauphöllinni sem hafa birt afkomutölur fyrir annan ársfjórðung hafa skilað mun betri afkomu en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir og skýrir það vafalaust að hluta til ofangreindar verðhækkanir félaganna síðustu daga.
Innlent Viðskipti Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira