Innlent

Mál mótmælenda skoðuð eftir helgi

Útlendingastofnun fjallar að líkindum ekki um málefni þeirra útlendinga sem með mótmælaaðgerðum stöðvuðu framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun fyrr en eftir helgi. Að sögn Hildar Dungal, forstjóra Útlendingastofnunar, hafði greinargerð ekki borist frá lögreglu í lok dags í gær en telja má að lögregluyfirvöld munu fara fram á að fólkinu verði vísað úr landi. Sýslumaðurinn á Eskifirði hefur málið til rannsóknar en ekki náðist í Inger L. Jónsdóttur sýslumann fyrir fréttir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×