Handtekin vegna sprengjuhótunar 5. ágúst 2005 00:01 Kona á miðjum aldri var í gær handtekin á Akureyri fyrir að hafa hringt inn sprengjuhótun á Keflavíkurflugvöll í gærmorgun. Málið leystist hratt og örugglega að sögn Ellisifar Tinnu Víðisdóttur staðgengils sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, og telst nú upplýst og hefur konunni verið sleppt úr haldi. Konan hringdi úr farsíma sínum í 112 og sagði að sprengja væri í flugstöðinni. Þá var klukkan rúmlega 20 mínútur gengin í fimm. Sýslumannsembættið var strax látið vita og tíu mínútum síðar höfðu verið gerðar ráðstafanir í samræmi við fyrirliggjandi áætlanir. Voru lögregla, starfsmenn tollsins og öryggisdeild sýslumannsembættisins sett í að leita hver á sínu svæði. Einnig voru morgunvaktirnar kallaðar út fyrr. Leitin stóð í um þrjá stundarfjórðunga, en að þeim tíma liðnum hafði verið gengið úr skugga um að um gabb væri að ræða. Rannsókn var þegar hafin á málinu og komst lögreglan fljótlega á spor konunnar með því að rekja símtalið. Lögreglan hóf þegar leit að henni í nokkrum sveitarfélögum eftir að handtökuskipun hafði verið gefin út og fljótlega kom upp grunur um að konan væri stödd á Akureyri þar sem hennar var leitað á gistiheimili. Hún fannst fljótlega og var færð til yfirheyrslu þar sem atvik skýrðust. Konan hefur áður komið við sögu lögreglu. Hún er með skráð lögheimili í Reykjavík, hefur verið svipt sjálfræði og óljóst er hvort hún reynist sakhæf. Ellisif Tinna segir að grennslast verði fyrir um það í samstarfi við Ríkissaksóknara eftir helgi. Ekki sé alltaf borðleggjandi um sakhæfi fólks, jafnvel þó það hafi verið svipt sjálfræði. "Sprengjuhótun er alltaf alvarlegt mál. En núna, þegar staðan í heiminum er eins og raun ber vitni, þá er þetta enn alvarlegra en ella. Þeir sem fremja slíkt afbrot geta átt á hættu fangelsisvist allt að þremur áruml," segir Ellisif Tinna og þakkar Lögreglunni í Reykjavík, Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra og Lögreglunni á Akureyri fyrir að hafa greitt fyrir úrlausn málsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Kona á miðjum aldri var í gær handtekin á Akureyri fyrir að hafa hringt inn sprengjuhótun á Keflavíkurflugvöll í gærmorgun. Málið leystist hratt og örugglega að sögn Ellisifar Tinnu Víðisdóttur staðgengils sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, og telst nú upplýst og hefur konunni verið sleppt úr haldi. Konan hringdi úr farsíma sínum í 112 og sagði að sprengja væri í flugstöðinni. Þá var klukkan rúmlega 20 mínútur gengin í fimm. Sýslumannsembættið var strax látið vita og tíu mínútum síðar höfðu verið gerðar ráðstafanir í samræmi við fyrirliggjandi áætlanir. Voru lögregla, starfsmenn tollsins og öryggisdeild sýslumannsembættisins sett í að leita hver á sínu svæði. Einnig voru morgunvaktirnar kallaðar út fyrr. Leitin stóð í um þrjá stundarfjórðunga, en að þeim tíma liðnum hafði verið gengið úr skugga um að um gabb væri að ræða. Rannsókn var þegar hafin á málinu og komst lögreglan fljótlega á spor konunnar með því að rekja símtalið. Lögreglan hóf þegar leit að henni í nokkrum sveitarfélögum eftir að handtökuskipun hafði verið gefin út og fljótlega kom upp grunur um að konan væri stödd á Akureyri þar sem hennar var leitað á gistiheimili. Hún fannst fljótlega og var færð til yfirheyrslu þar sem atvik skýrðust. Konan hefur áður komið við sögu lögreglu. Hún er með skráð lögheimili í Reykjavík, hefur verið svipt sjálfræði og óljóst er hvort hún reynist sakhæf. Ellisif Tinna segir að grennslast verði fyrir um það í samstarfi við Ríkissaksóknara eftir helgi. Ekki sé alltaf borðleggjandi um sakhæfi fólks, jafnvel þó það hafi verið svipt sjálfræði. "Sprengjuhótun er alltaf alvarlegt mál. En núna, þegar staðan í heiminum er eins og raun ber vitni, þá er þetta enn alvarlegra en ella. Þeir sem fremja slíkt afbrot geta átt á hættu fangelsisvist allt að þremur áruml," segir Ellisif Tinna og þakkar Lögreglunni í Reykjavík, Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra og Lögreglunni á Akureyri fyrir að hafa greitt fyrir úrlausn málsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira