Býst við auknum hrossaútflutningi 5. ágúst 2005 00:01 Landbúnaðarráðherra telur að hrossaútflutningur til Þýskalands muni aukast í kjölfar úrskurðar þýskra yfirvalda um að engin hrossamafía starfi hér á landi eins og haldið var fram fyrir nokkrum árum. Íslenskir hrossaútflytjendur segja úrskurðinn mikinn sigur. Rannsókn á málinu hefur staðið yfir í mörg ár og skaðaði hrossaútflutning mikið. Íslendingarnir voru sakaðir um að hafa falsað tollaskýrslur en síðar kom í ljós að um misskilning við útfyllingu skýrslnanna var að ræða. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra er staddur á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Svíþjóð og hann telur úrskurðinn mikilvægan fyrir íslenska hrossaútflytjendur. Það hafi hvílt skuggi yfir íslenskum hrossaútflytjendum í Þýskalandi og þeir sætt miklum ásökunum. Það hafi horft illa á tímabili en nú hafi Þjóðverjar fellt þann úrskurð að Íslendingar séu sýknir saka. Hann telji að Íslendingar séu nú á öðru og betra stigi í þessum viðskiptum en áður þannig að úrskurðurinn hafi mikla þýðingu. Hinrik Bragason hrossaútflytjandi segir að sala á íslenska hestinum muni örugglega taka kipp í kjölfar úrskurðarins. Búið sé að eyða óvissu en menn hafi verið aðeins inn í sig á meðan enginn vissi hvaða stefnu málið tæki. Aðspurður hvort niðurstaðan verði kynnt sagði Hinrik að það verði eflaust gert þegar fram í sæki. Spurður hvort hann telji að salan muni aukast segir Hinrik að salan hafi verið góð undanfarin misseri og hann eigi ekki von á öðru en því að þegar menn heyri af niðurstöðu málsins haldi þeir áfram að kaupa hross frá Íslandi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Landbúnaðarráðherra telur að hrossaútflutningur til Þýskalands muni aukast í kjölfar úrskurðar þýskra yfirvalda um að engin hrossamafía starfi hér á landi eins og haldið var fram fyrir nokkrum árum. Íslenskir hrossaútflytjendur segja úrskurðinn mikinn sigur. Rannsókn á málinu hefur staðið yfir í mörg ár og skaðaði hrossaútflutning mikið. Íslendingarnir voru sakaðir um að hafa falsað tollaskýrslur en síðar kom í ljós að um misskilning við útfyllingu skýrslnanna var að ræða. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra er staddur á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Svíþjóð og hann telur úrskurðinn mikilvægan fyrir íslenska hrossaútflytjendur. Það hafi hvílt skuggi yfir íslenskum hrossaútflytjendum í Þýskalandi og þeir sætt miklum ásökunum. Það hafi horft illa á tímabili en nú hafi Þjóðverjar fellt þann úrskurð að Íslendingar séu sýknir saka. Hann telji að Íslendingar séu nú á öðru og betra stigi í þessum viðskiptum en áður þannig að úrskurðurinn hafi mikla þýðingu. Hinrik Bragason hrossaútflytjandi segir að sala á íslenska hestinum muni örugglega taka kipp í kjölfar úrskurðarins. Búið sé að eyða óvissu en menn hafi verið aðeins inn í sig á meðan enginn vissi hvaða stefnu málið tæki. Aðspurður hvort niðurstaðan verði kynnt sagði Hinrik að það verði eflaust gert þegar fram í sæki. Spurður hvort hann telji að salan muni aukast segir Hinrik að salan hafi verið góð undanfarin misseri og hann eigi ekki von á öðru en því að þegar menn heyri af niðurstöðu málsins haldi þeir áfram að kaupa hross frá Íslandi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira