Er femínismi gamaldags? 4. ágúst 2005 00:01 "Ég er allavega enginn femínisti," hefur dálítið lengi verið viðkvæðið hjá sumum konum þegar þær eru inntar eftir stjórnmálaskoðunum sínum. Sama hvað þær eru og hvar í pólitík þær vilja standa, þá eru þær sko ekki einhverjir ljótir og frústreraðir femínistar sem enginn karlmaður lítur við og engin flott föt passa á og þurfa að halda fram kvenréttindum af því að þær hafa ekkert annað. Margar þessara kvenna skilja ekki hvað femínistar vilja eiginlega upp á dekk. Nú eru flestallar konur komnar út á vinnumarkaðinn, fæðingarorlofið er komið upp í sex mánuði og níu ef orlof beggja foreldra er lagt saman, konur fá að bjóða sig fram til ýmissa embætta og kjósa og keyra bíl og... hvað viljið þið eiginlega hafa það betra? Orðið femínisti er orðið nánast eins og skammaryrði í hugum þessarra kvenna, tákn um steingervinga löngu úreltra baráttumála sem eru enn að reyna að gera sig eitthvað merkilegar (og meira að segja merkileg! þar sem einhverjir kallar eru líka komnir í þetta hallæri með þeim) með því að gera konur að einhverjum fórnarlömbum þegar við höfum það orðið svo prýðilegt! En er þetta allt orðið svona frábært? Nú þegar við getum séð nákvæmlega í ársriti Frjálsrar verslunar um skattamál hvað fólk er með í laun er hægt að skoða það svart á hvítu hvernig staðan er í raun. Konur hafa vissulega færst aðeins upp metorðastigann. Mun fleiri konur gegna nú hálaunastörfum en fyrir þrjátíu árum, eru forstjórar, yfirmenn, stjórnarformenn eða bæjarstjórar. En ekki hafa þær samt náð nema broti af þeim launum sem karlar hafa. Þrátt fyrir að baráttunni eigi að vera löngu lokið hafa konur ennþá lægri laun en karlar. Skattaársritið er auðvitað byggt á handahófskenndum tölum en engu að síður gefur það sterkar vísbendingar um hvernig ástandið er. Getur verið að einhverjar konur sætti sig við lægri laun af því að þær eru svo glaðar að fá að vera á vinnumarkaðinum, þrátt fyrir að þær eigi börn sem stundum þarf að sinna á hefðbundnum vinnutíma? Og getur verið að þær hinar sömu séu ekki femínistar af því að: "það er búið að ná öllum þessum baráttumálum í gegn"? Ef svo er þá er baráttu femínista hvergi nærri lokið. Baráttan hlýtur að vera ekki bara fyrir félagslegu jafnrétti og jafnrétti varðandi kaup og kjör, heldur ekki síður um viðhorf, hvað er að gerast í höfðinu á bæði konum og körlum. Börn eru ábyrgð samfélagsins alls og það er ekki ástæða til að mismuna starfskrafti í launum vegna þess að hann þurfi að sinna því hlutverki sínu að búa til nýtan þjóðfélagsþegn. Sem örugglega á eftir að borga sína skatta samviskusamlega ef hann er alinn upp af vandvirkni og með tilfinningu fyrir því að allir séu hluti af sama félaginu, bæði konur og karlar. Brynhildur Björnsdóttir - brynhildurb@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Í brennidepli Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
"Ég er allavega enginn femínisti," hefur dálítið lengi verið viðkvæðið hjá sumum konum þegar þær eru inntar eftir stjórnmálaskoðunum sínum. Sama hvað þær eru og hvar í pólitík þær vilja standa, þá eru þær sko ekki einhverjir ljótir og frústreraðir femínistar sem enginn karlmaður lítur við og engin flott föt passa á og þurfa að halda fram kvenréttindum af því að þær hafa ekkert annað. Margar þessara kvenna skilja ekki hvað femínistar vilja eiginlega upp á dekk. Nú eru flestallar konur komnar út á vinnumarkaðinn, fæðingarorlofið er komið upp í sex mánuði og níu ef orlof beggja foreldra er lagt saman, konur fá að bjóða sig fram til ýmissa embætta og kjósa og keyra bíl og... hvað viljið þið eiginlega hafa það betra? Orðið femínisti er orðið nánast eins og skammaryrði í hugum þessarra kvenna, tákn um steingervinga löngu úreltra baráttumála sem eru enn að reyna að gera sig eitthvað merkilegar (og meira að segja merkileg! þar sem einhverjir kallar eru líka komnir í þetta hallæri með þeim) með því að gera konur að einhverjum fórnarlömbum þegar við höfum það orðið svo prýðilegt! En er þetta allt orðið svona frábært? Nú þegar við getum séð nákvæmlega í ársriti Frjálsrar verslunar um skattamál hvað fólk er með í laun er hægt að skoða það svart á hvítu hvernig staðan er í raun. Konur hafa vissulega færst aðeins upp metorðastigann. Mun fleiri konur gegna nú hálaunastörfum en fyrir þrjátíu árum, eru forstjórar, yfirmenn, stjórnarformenn eða bæjarstjórar. En ekki hafa þær samt náð nema broti af þeim launum sem karlar hafa. Þrátt fyrir að baráttunni eigi að vera löngu lokið hafa konur ennþá lægri laun en karlar. Skattaársritið er auðvitað byggt á handahófskenndum tölum en engu að síður gefur það sterkar vísbendingar um hvernig ástandið er. Getur verið að einhverjar konur sætti sig við lægri laun af því að þær eru svo glaðar að fá að vera á vinnumarkaðinum, þrátt fyrir að þær eigi börn sem stundum þarf að sinna á hefðbundnum vinnutíma? Og getur verið að þær hinar sömu séu ekki femínistar af því að: "það er búið að ná öllum þessum baráttumálum í gegn"? Ef svo er þá er baráttu femínista hvergi nærri lokið. Baráttan hlýtur að vera ekki bara fyrir félagslegu jafnrétti og jafnrétti varðandi kaup og kjör, heldur ekki síður um viðhorf, hvað er að gerast í höfðinu á bæði konum og körlum. Börn eru ábyrgð samfélagsins alls og það er ekki ástæða til að mismuna starfskrafti í launum vegna þess að hann þurfi að sinna því hlutverki sínu að búa til nýtan þjóðfélagsþegn. Sem örugglega á eftir að borga sína skatta samviskusamlega ef hann er alinn upp af vandvirkni og með tilfinningu fyrir því að allir séu hluti af sama félaginu, bæði konur og karlar. Brynhildur Björnsdóttir - brynhildurb@frettabladid.is
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar