Útlendinga í sjávarútveginn? Björgvin Guðmundsson skrifar 29. júlí 2005 00:01 Sjávarútvegur - Björgvin Guðmundsson Ég tel að ekki komi til greina að hleypa erlendum fjárfestum inn í íslenskar fiskveiðar. Ef við gerðum það væru útlendingar komnir inn í okkar fiskveiðilögsögu. Barátta okkar fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunnar hefði þá verið til lítils. Hins vegar má ræða það hvort opna eigi fyrir erlenda fjárfestingu í frumvinnslu fisks svo sem frystingu. Fara verður þó varlega í því efni, þar eð víða er eignarhald á fiskiskipum og frystihúsum á einni hendi. Hugsanlegt væri að leyfa takmarkaða fjárfestingu í fyrstihúsum, t.d. í einu til tveimur frystihúsum til að byrja með, til þess að sjá hvort ný þekking kæmi inn í landið. Fram til þessa hafa útlendingar fyrst og fremst sýnt áhuga á því að komast inn í íslenskar fiskveiðar. Þeir vita um hin góðu fiskimið hér við land og þeir vilja komast inn í íslenska fiskveiðilögsögu með því að eignast íslenskt fiskiskip. Útlendingar hafa hins vegar sýnt lítinn áhuga á því að komast inn í fiskvinnsluna.Það hefur heldur ekki verið kynnt nægilega fyrir erlendum fjárfestum að þeir mættu kaupa í úrvinnslufyrirtækjum hér á landi eða stofna slík fyrirtæki. Ein aðalástæðan fyrir því að Íslendingar vilja ekki ganga í Evrópusambandið er sú að þá fengi Evrópusambandið yfirráð yfir íslenskum fiskimiðum, þ.e.fiskveiðikvótum hér við land. Þeim yrði úthlutað í Brussel. Það vilja Íslendingar ekki samþykkja. Þess vegna ganga þeir ekki í Evrópusambandið. Mikil umræða hefur átt sér stað að undanförnu um fjárfestingar útlendinga á Íslandi.Bent hefur verið á, að erlend fjárfesting á Íslandi hefur ekki aukist í takt við aukningu fjárfestingar Íslendinga erlendis.Verslunarráð Íslands telur að greiða þurfi fyrir fjárfestingu útlendinga á Íslandi og ryðja úr vegi hindrunum sem eru í vegi fyrir erlendri fjárfestingu hér á landi. Þar er hreyft mjög viðkvæmu deiluefni en fram til þessa hefur Alþingi ekki viljað opna hömlulaust fyrir erlenda fjárfestingu í íslenskum sjávarútvegi. Sá þáttur íslensks sjávarútvegs sem er viðkvæmastur í þessu sambandi er útgerðin, fiskveiðarnar. Það hefur verið einhugur meðal íslenskra stjórnmálamanna um að leyfa ekki erlenda fjárfestingu í íslenskum fiskveiðum þannig að útlendingar gætu náð yfirráðum í þeirri grein. En þegar kemur að fiskvinnslunni eru skoðanir hins vegar skiptar. Í dag er það svo, að erlend fjárfesting er óheimil í íslenskum fiskveiðum og frumvinnslu fisks, svo sem frystingu, söltun og þurrkun. Hins vegar er úrvinnsla fisks leyfileg svo og reyking og niðursuða. Framleiðsla úr frystum og söltuðum fiski er því leyfileg, t.d. hvers konar pökkun og framleiðsla til þess að gera fiskinn hæfari til neyslu og matreiðslu. Ég hygg hins vegar að erlendum fjárfestum sé almennt ekki kunnugt um það að frjálst sé að fjárfesta í úrvinnslunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Skoðanir Skoðun Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sjávarútvegur - Björgvin Guðmundsson Ég tel að ekki komi til greina að hleypa erlendum fjárfestum inn í íslenskar fiskveiðar. Ef við gerðum það væru útlendingar komnir inn í okkar fiskveiðilögsögu. Barátta okkar fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunnar hefði þá verið til lítils. Hins vegar má ræða það hvort opna eigi fyrir erlenda fjárfestingu í frumvinnslu fisks svo sem frystingu. Fara verður þó varlega í því efni, þar eð víða er eignarhald á fiskiskipum og frystihúsum á einni hendi. Hugsanlegt væri að leyfa takmarkaða fjárfestingu í fyrstihúsum, t.d. í einu til tveimur frystihúsum til að byrja með, til þess að sjá hvort ný þekking kæmi inn í landið. Fram til þessa hafa útlendingar fyrst og fremst sýnt áhuga á því að komast inn í íslenskar fiskveiðar. Þeir vita um hin góðu fiskimið hér við land og þeir vilja komast inn í íslenska fiskveiðilögsögu með því að eignast íslenskt fiskiskip. Útlendingar hafa hins vegar sýnt lítinn áhuga á því að komast inn í fiskvinnsluna.Það hefur heldur ekki verið kynnt nægilega fyrir erlendum fjárfestum að þeir mættu kaupa í úrvinnslufyrirtækjum hér á landi eða stofna slík fyrirtæki. Ein aðalástæðan fyrir því að Íslendingar vilja ekki ganga í Evrópusambandið er sú að þá fengi Evrópusambandið yfirráð yfir íslenskum fiskimiðum, þ.e.fiskveiðikvótum hér við land. Þeim yrði úthlutað í Brussel. Það vilja Íslendingar ekki samþykkja. Þess vegna ganga þeir ekki í Evrópusambandið. Mikil umræða hefur átt sér stað að undanförnu um fjárfestingar útlendinga á Íslandi.Bent hefur verið á, að erlend fjárfesting á Íslandi hefur ekki aukist í takt við aukningu fjárfestingar Íslendinga erlendis.Verslunarráð Íslands telur að greiða þurfi fyrir fjárfestingu útlendinga á Íslandi og ryðja úr vegi hindrunum sem eru í vegi fyrir erlendri fjárfestingu hér á landi. Þar er hreyft mjög viðkvæmu deiluefni en fram til þessa hefur Alþingi ekki viljað opna hömlulaust fyrir erlenda fjárfestingu í íslenskum sjávarútvegi. Sá þáttur íslensks sjávarútvegs sem er viðkvæmastur í þessu sambandi er útgerðin, fiskveiðarnar. Það hefur verið einhugur meðal íslenskra stjórnmálamanna um að leyfa ekki erlenda fjárfestingu í íslenskum fiskveiðum þannig að útlendingar gætu náð yfirráðum í þeirri grein. En þegar kemur að fiskvinnslunni eru skoðanir hins vegar skiptar. Í dag er það svo, að erlend fjárfesting er óheimil í íslenskum fiskveiðum og frumvinnslu fisks, svo sem frystingu, söltun og þurrkun. Hins vegar er úrvinnsla fisks leyfileg svo og reyking og niðursuða. Framleiðsla úr frystum og söltuðum fiski er því leyfileg, t.d. hvers konar pökkun og framleiðsla til þess að gera fiskinn hæfari til neyslu og matreiðslu. Ég hygg hins vegar að erlendum fjárfestum sé almennt ekki kunnugt um það að frjálst sé að fjárfesta í úrvinnslunni.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun