Sala Símans Björgvin Guðmundsson skrifar 28. júlí 2005 00:01 "Fyrst og fremst styrkir þetta stöðu ríkissjóðs til lengri tíma litið og gerir hann öflugri til þess að takast á við þau viðfangsefni sem blasa við á sviði velferðar- og samfélagsmála," sagði Halldór Ásgrímsson eftir að ljóst var að 66,7 milljarðar rynnu í ríkissjóðs við sölu Símans. Fyrr á árinu voru 6,3 milljarðar teknir útúr fyrirtækinu í formi arðs og lagt inn á reikning ríkisins. Það er því ljóst að tekjur ríkisins, sem hægt er að rekja til símasölunnar, eru 73 milljarðar króna. Geir Haarde hefur rétt fyrir sér þegar hann segir verðmæti Símans sé hvorki meira né minna en það sem menn eru tilbúnir til að greiða fyrir fyrirtækið. Því má segja að 66,7 milljarðar er rétt verð - enginn var tilbúinn til að greiða meira. Ljóst er að fyrirtækið er dýrt sé miðað við sambærileg fyrirtæki í Evrópu. Hins vegar má telja víst að kaupendurnir eru ekki tilbúnir til að kasta peningunum út um gluggann. Því hafa þeir fundið út, með útreikningum og upplýsingum úr rekstri fyrirtækisins, að ávöxtunin verði ásættanleg. Hins vegar reynir mikið á ríkisstjórnina eftir að hún fær alla þessa peninga í hendurnar. Geir og Halldór segja að engar skyndiákvarðanir verði teknar varðandi ráðstöfun fjárins. Skynsamlegast væri að nota peningana til að greiða niður erlendar skuldir og búa í haginn fyrir frekari skattalækkanir. Með því að lækka greiðslubyrði ríkissjóðs af erlendum skuldum væri hægt að spara milljarða á ári. Það er fljótt að telja í ríkiskassann um ókomin ár og nýtist öllum landsmönnum en ekki fámennum þrýstihópum. Ef pólitískur vilji er fyrir því að ráðast í tiltekin verkefni á sviði samgangna, velferðarmála og annarra samfélagsmála, eins og forsætisráðherra nefnir, er betra að ráðstafa fé af fjárlögum í slík verkefni. Umfjöllun Fréttablaðsins um einkavæðingu bankanna í byrjun sumars sýnir hversu snúið getur verið að selja ríkisfyrirtæki án þess að nokkur geti gert ferlið tortryggilegt. Eftir að söluferli Símans var kynnt 4. apríl síðastliðinn hefur fátt farið úrskeiðis þótt sumir hafi komið með gagnlegar ábendingar. Eins og Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, greindi frá í Markaðnum í maí hefur mikil áhersla verið lögð á að ferlið sé faglegt, gagnsætt og trúverðugt. Það hefur gengið eftir og ræður í því samhengi miklu að hæstbjóðandi kaupir Símann. Við slíkar aðstæður er lítið svigrúm fyrir geðþóttaákvarðanir þegar tilboð eru metin. Breska fjármálafyrirtækið Morgan Stanley hefur verið einkavæðingarnefnd til ráðgjafar og hefur nefndin í stórum atriðum farið að ráðgjöf bankans. Þó var ekki hlustað á þær ábendingar að selja Símann í heilu lagi án skilyrða. Farin var sú leið að takmarka eignarhlut hvers aðila eða tengdra aðila við 45 prósent. Það er pólitísk ákvörðun til að mæta þeim sjónarmiðum að Síminn eigi ekki að vera á einni hendi. Hins vegar hefur það flækt söluferlið og ef til vill fælt erlenda fjárfesta frá. Allir sem standa upp frá einkavæðingarborðinu í þetta sinn virðast sáttir. Bjóðendur telja að ferlið hafi verið sanngjarnt og seljendur eru ánægðir með verðið sem þeir fengu fyrir fyrirtækið. Til þess að skattgreiðendur geti orðið sáttir er nauðsynlegt að andvirði Símans verði varið á skynsaman hátt. Of snemmt er að segja til um hvort af því verði. Björgvin Guðmundsson - bjorgvin@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
"Fyrst og fremst styrkir þetta stöðu ríkissjóðs til lengri tíma litið og gerir hann öflugri til þess að takast á við þau viðfangsefni sem blasa við á sviði velferðar- og samfélagsmála," sagði Halldór Ásgrímsson eftir að ljóst var að 66,7 milljarðar rynnu í ríkissjóðs við sölu Símans. Fyrr á árinu voru 6,3 milljarðar teknir útúr fyrirtækinu í formi arðs og lagt inn á reikning ríkisins. Það er því ljóst að tekjur ríkisins, sem hægt er að rekja til símasölunnar, eru 73 milljarðar króna. Geir Haarde hefur rétt fyrir sér þegar hann segir verðmæti Símans sé hvorki meira né minna en það sem menn eru tilbúnir til að greiða fyrir fyrirtækið. Því má segja að 66,7 milljarðar er rétt verð - enginn var tilbúinn til að greiða meira. Ljóst er að fyrirtækið er dýrt sé miðað við sambærileg fyrirtæki í Evrópu. Hins vegar má telja víst að kaupendurnir eru ekki tilbúnir til að kasta peningunum út um gluggann. Því hafa þeir fundið út, með útreikningum og upplýsingum úr rekstri fyrirtækisins, að ávöxtunin verði ásættanleg. Hins vegar reynir mikið á ríkisstjórnina eftir að hún fær alla þessa peninga í hendurnar. Geir og Halldór segja að engar skyndiákvarðanir verði teknar varðandi ráðstöfun fjárins. Skynsamlegast væri að nota peningana til að greiða niður erlendar skuldir og búa í haginn fyrir frekari skattalækkanir. Með því að lækka greiðslubyrði ríkissjóðs af erlendum skuldum væri hægt að spara milljarða á ári. Það er fljótt að telja í ríkiskassann um ókomin ár og nýtist öllum landsmönnum en ekki fámennum þrýstihópum. Ef pólitískur vilji er fyrir því að ráðast í tiltekin verkefni á sviði samgangna, velferðarmála og annarra samfélagsmála, eins og forsætisráðherra nefnir, er betra að ráðstafa fé af fjárlögum í slík verkefni. Umfjöllun Fréttablaðsins um einkavæðingu bankanna í byrjun sumars sýnir hversu snúið getur verið að selja ríkisfyrirtæki án þess að nokkur geti gert ferlið tortryggilegt. Eftir að söluferli Símans var kynnt 4. apríl síðastliðinn hefur fátt farið úrskeiðis þótt sumir hafi komið með gagnlegar ábendingar. Eins og Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, greindi frá í Markaðnum í maí hefur mikil áhersla verið lögð á að ferlið sé faglegt, gagnsætt og trúverðugt. Það hefur gengið eftir og ræður í því samhengi miklu að hæstbjóðandi kaupir Símann. Við slíkar aðstæður er lítið svigrúm fyrir geðþóttaákvarðanir þegar tilboð eru metin. Breska fjármálafyrirtækið Morgan Stanley hefur verið einkavæðingarnefnd til ráðgjafar og hefur nefndin í stórum atriðum farið að ráðgjöf bankans. Þó var ekki hlustað á þær ábendingar að selja Símann í heilu lagi án skilyrða. Farin var sú leið að takmarka eignarhlut hvers aðila eða tengdra aðila við 45 prósent. Það er pólitísk ákvörðun til að mæta þeim sjónarmiðum að Síminn eigi ekki að vera á einni hendi. Hins vegar hefur það flækt söluferlið og ef til vill fælt erlenda fjárfesta frá. Allir sem standa upp frá einkavæðingarborðinu í þetta sinn virðast sáttir. Bjóðendur telja að ferlið hafi verið sanngjarnt og seljendur eru ánægðir með verðið sem þeir fengu fyrir fyrirtækið. Til þess að skattgreiðendur geti orðið sáttir er nauðsynlegt að andvirði Símans verði varið á skynsaman hátt. Of snemmt er að segja til um hvort af því verði. Björgvin Guðmundsson - bjorgvin@frettabladid.is
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar