Þurfum sterk einkarekin fyrirtæki 28. júlí 2005 00:01 Samkeppni við ríkið - Jón Jarl Þorgrímsson framkvæmdastjóri Valdhafar og ríkisfyrirtæki hafa margoft orðið uppvís að því að misnota stöðu sína og beita sér að fullu afli eins og um einkafyrirtæki sé að ræða en ekki opinber þar sem gæta skal hófs vegna forgjafar og sérstöðu eigandans. Bendi ég sérstaklega á RUV, Símann og Póstinn. Hér skal tekið dæmi af Póstinum. Fyrir nokkrum árum rak undirritaður lítið fyrirtæki í samkeppni við Póstinn, í dreifingu á fjölpósti, sem starfaði á þeim 5% hluta markaðarins sem ekki var háður einkarétti ríkisins, sem ríkisfyrirtækinu Póstinum var úthlutað, og var sú þjónusta virðisaukaskattsskyld. Fljótlega varð okkur ljóst að Pósturinn var ekki að skila virðisaukaskatti og hafði ekki gert árum saman. En allir vita að ef þjónusta er veitt sem ber að innheimta viðrisaukaskatt af skal skila skattinum hvort sem viðkomandi fyrirtæki innheimtir hann sérstaklega eða ekki. Vöktum við athygli skattayfirvalda á þessum umfangsmiklu "skattsvikum" Póstsins, en þau aðhöfðust ekkert. Þegar við sáum að ekkert yrði aðhafst áhváðum við að senda stjórnsýslukæru á Ríkisskattstjóra fyrir að sinna ekki embættisskyldum sínum sem og við gerðum. Og loksins fór eitthvað að gerast, en ekki alveg það sem við bjuggumst við, Ríkisskattstjóri ákvað að taka okkur í skattrannsókn, ekki Póstinn! Var okkur tjáð að um rökstuddan grun væri að ræða fyrir rannsókninni og ógnað á annan hátt. Þessi rannsókn fór þannig að bókhaldinu var haldið í um átta mánuði og síðan skilað athugasemdalaust. Skilaboðin frá valdhöfunum voru augljós. En við höfðum rétt fyrir okkur varðandi virðisaukaskattinn og sannaðist það þegar Halldór Blöndal, þá samgöngumálaráðherra, gekkst nokkrum mánuðum síðar fyrir lagabreytingu á Alþingi þannig að öll póstdreifing varð undanþegin virðisaukaskatti. Lög eru aldrei afturvirk en samt var Póstinum aldrei gert að greiða vangoldinn virðisaukaskatt. Við vitum öll hvað gerst hefði ef einkafyrirtæki hefði ekki skilað virðisaukaskatti uppá hundruð milljóna króna. Ég tel það augljóst að fyrirtæki í eigu ríkisins muni alltaf njóta þess að valdhafarnir eru þeirra megin og að valdhafarnir muni alltaf misnota völd sín "sínum" fyrirtækjum til framdráttar. Öfunda ég ekki þá aðila sem standa í rekstri á sviðum þar sem ríkisfyrirtæki eru sterk eins og t.d. í sjónvarpi og útvarpi. Við þurfum sterk einkarekin fyrirtæki til að keppa við ríkisfyrirtækin, veita þeim aðhald og þrýsta á framþróun og samkeppnisúrbætur. Lengi lifi Baugur Group og öll þessi frábæru fyrirtæki í einkaeign sem þora. Það er ömurlegt að þurfa að keppa við ríkisfyrirtæki vegna þess að þau njóta sjálfkrafa forgjafar og sérstöðu vegna eiganda síns. Öll jafnræðis- og samkeppnissjónarmið mega sín einskis vegna þess að valdhafarnir hafa ákveðið að viðkomandi fyrirtæki skuli vera í rekstri á kostnað og áhættu skattborgarana sama hvað það kostar og hafa jafnvel breytt lögum til að þau henti ríkisfyrirtækjum betur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Samkeppni við ríkið - Jón Jarl Þorgrímsson framkvæmdastjóri Valdhafar og ríkisfyrirtæki hafa margoft orðið uppvís að því að misnota stöðu sína og beita sér að fullu afli eins og um einkafyrirtæki sé að ræða en ekki opinber þar sem gæta skal hófs vegna forgjafar og sérstöðu eigandans. Bendi ég sérstaklega á RUV, Símann og Póstinn. Hér skal tekið dæmi af Póstinum. Fyrir nokkrum árum rak undirritaður lítið fyrirtæki í samkeppni við Póstinn, í dreifingu á fjölpósti, sem starfaði á þeim 5% hluta markaðarins sem ekki var háður einkarétti ríkisins, sem ríkisfyrirtækinu Póstinum var úthlutað, og var sú þjónusta virðisaukaskattsskyld. Fljótlega varð okkur ljóst að Pósturinn var ekki að skila virðisaukaskatti og hafði ekki gert árum saman. En allir vita að ef þjónusta er veitt sem ber að innheimta viðrisaukaskatt af skal skila skattinum hvort sem viðkomandi fyrirtæki innheimtir hann sérstaklega eða ekki. Vöktum við athygli skattayfirvalda á þessum umfangsmiklu "skattsvikum" Póstsins, en þau aðhöfðust ekkert. Þegar við sáum að ekkert yrði aðhafst áhváðum við að senda stjórnsýslukæru á Ríkisskattstjóra fyrir að sinna ekki embættisskyldum sínum sem og við gerðum. Og loksins fór eitthvað að gerast, en ekki alveg það sem við bjuggumst við, Ríkisskattstjóri ákvað að taka okkur í skattrannsókn, ekki Póstinn! Var okkur tjáð að um rökstuddan grun væri að ræða fyrir rannsókninni og ógnað á annan hátt. Þessi rannsókn fór þannig að bókhaldinu var haldið í um átta mánuði og síðan skilað athugasemdalaust. Skilaboðin frá valdhöfunum voru augljós. En við höfðum rétt fyrir okkur varðandi virðisaukaskattinn og sannaðist það þegar Halldór Blöndal, þá samgöngumálaráðherra, gekkst nokkrum mánuðum síðar fyrir lagabreytingu á Alþingi þannig að öll póstdreifing varð undanþegin virðisaukaskatti. Lög eru aldrei afturvirk en samt var Póstinum aldrei gert að greiða vangoldinn virðisaukaskatt. Við vitum öll hvað gerst hefði ef einkafyrirtæki hefði ekki skilað virðisaukaskatti uppá hundruð milljóna króna. Ég tel það augljóst að fyrirtæki í eigu ríkisins muni alltaf njóta þess að valdhafarnir eru þeirra megin og að valdhafarnir muni alltaf misnota völd sín "sínum" fyrirtækjum til framdráttar. Öfunda ég ekki þá aðila sem standa í rekstri á sviðum þar sem ríkisfyrirtæki eru sterk eins og t.d. í sjónvarpi og útvarpi. Við þurfum sterk einkarekin fyrirtæki til að keppa við ríkisfyrirtækin, veita þeim aðhald og þrýsta á framþróun og samkeppnisúrbætur. Lengi lifi Baugur Group og öll þessi frábæru fyrirtæki í einkaeign sem þora. Það er ömurlegt að þurfa að keppa við ríkisfyrirtæki vegna þess að þau njóta sjálfkrafa forgjafar og sérstöðu vegna eiganda síns. Öll jafnræðis- og samkeppnissjónarmið mega sín einskis vegna þess að valdhafarnir hafa ákveðið að viðkomandi fyrirtæki skuli vera í rekstri á kostnað og áhættu skattborgarana sama hvað það kostar og hafa jafnvel breytt lögum til að þau henti ríkisfyrirtækjum betur!
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun