Hækkun á ábyrgð Íbúðalánasjóðs 22. júlí 2005 00:01 Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði í þættinum Ísland í dag, á Stöð tvö í gærkvöldi, að hann teldi að Íbúðalánasjóður ætti að stöðva lánveitingar til bankanna á meðan á úttekt Ríkisendurskoðunar stæði. Það væri hins vegar ekki í hans valdi að taka þá ákvörðun. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir að Íbúðalánasjóður hafi átt þátt í að íbúðaverð hafi hækkað gríðarlega á undanförnum mánuðum, með því að fjármagna að hluta til útlánaþenslu bankanna. Hann segir mikilvægast á næstunni að ná sátt um breytingar á hlutverki Íbúðalánasjóðs. Birgir Ísleifur sagðist ekki vera ánægður að sjá að Íbúðalánsjóður hefur fjármagnað að hluta gríðarlega útlánaaukningu bankanna, 50% síðustu tólf mánuði sem stuðlar að aukinni þenslu og á verulegan þátt í hækkun íbúðaverðs og Birgir Ísleifur nefndi hækkanir á bilinu 30-50%. Bankar og sparisjóðir leita stöðugt nýrra leiða til að skerða á einn eða annan hátt húsnæðislán til fólks, án þess að hvika frá gylliboðum í auglýsingum sínum um allt að 80 prósentna lán af markaðsverði húsnæðis. Stöð 2 greindi frá því nýlega að nú væri farið að miða við brunabótamat og hætt væri að leyfa fólkii að kaupa sér viðbótartryggingu, ef matið væri of lágt, sem víða er í eldra húsnæði, sem hinsvegar gengur á háu verði. Í einstaka tilvikum lána bankarnir yfir 80 prósent, en þá eru þeir farnir að færa tekjumörk fólks niður um átta prósent í greiðslumatinu, þannig að maður með hálfa milljón í tekjur, telst í mati bankanna vera með minni tekjur. Í vissum tilvikum er afborgunarþátturinn einnig hækkaður. Samkævmt láni til fjörutíu ára ætti afborgunin að vera 4,270 á mánuði af hverri milljón, en sumir bankar hafa hækkað það upp í 4,417 krónur, eða um fimm prósent. Þá hefur Fréttastofan það dæmi frá Spron, að ef Spron er á fyrsta veðrétti, eru vextir af viðbótarláni Spron tæp 6 prósent, en ef íbúðalánasjóður er á fyrsta veðrétti lánar Spron til viðbótar á aðeins 4,15 prósenta vöxtum. Það eru semsagt mun hærri vextir af viðbótarlánum sjóðsins, ef þau koma á eftir lánum frá honum sjálfum, en Íbúðalánasjóði. Ekki náðist í neinn hjá SPRON fyrir fréttir til að skýra út þennan mun. Innlent Viðskipti Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði í þættinum Ísland í dag, á Stöð tvö í gærkvöldi, að hann teldi að Íbúðalánasjóður ætti að stöðva lánveitingar til bankanna á meðan á úttekt Ríkisendurskoðunar stæði. Það væri hins vegar ekki í hans valdi að taka þá ákvörðun. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir að Íbúðalánasjóður hafi átt þátt í að íbúðaverð hafi hækkað gríðarlega á undanförnum mánuðum, með því að fjármagna að hluta til útlánaþenslu bankanna. Hann segir mikilvægast á næstunni að ná sátt um breytingar á hlutverki Íbúðalánasjóðs. Birgir Ísleifur sagðist ekki vera ánægður að sjá að Íbúðalánsjóður hefur fjármagnað að hluta gríðarlega útlánaaukningu bankanna, 50% síðustu tólf mánuði sem stuðlar að aukinni þenslu og á verulegan þátt í hækkun íbúðaverðs og Birgir Ísleifur nefndi hækkanir á bilinu 30-50%. Bankar og sparisjóðir leita stöðugt nýrra leiða til að skerða á einn eða annan hátt húsnæðislán til fólks, án þess að hvika frá gylliboðum í auglýsingum sínum um allt að 80 prósentna lán af markaðsverði húsnæðis. Stöð 2 greindi frá því nýlega að nú væri farið að miða við brunabótamat og hætt væri að leyfa fólkii að kaupa sér viðbótartryggingu, ef matið væri of lágt, sem víða er í eldra húsnæði, sem hinsvegar gengur á háu verði. Í einstaka tilvikum lána bankarnir yfir 80 prósent, en þá eru þeir farnir að færa tekjumörk fólks niður um átta prósent í greiðslumatinu, þannig að maður með hálfa milljón í tekjur, telst í mati bankanna vera með minni tekjur. Í vissum tilvikum er afborgunarþátturinn einnig hækkaður. Samkævmt láni til fjörutíu ára ætti afborgunin að vera 4,270 á mánuði af hverri milljón, en sumir bankar hafa hækkað það upp í 4,417 krónur, eða um fimm prósent. Þá hefur Fréttastofan það dæmi frá Spron, að ef Spron er á fyrsta veðrétti, eru vextir af viðbótarláni Spron tæp 6 prósent, en ef íbúðalánasjóður er á fyrsta veðrétti lánar Spron til viðbótar á aðeins 4,15 prósenta vöxtum. Það eru semsagt mun hærri vextir af viðbótarlánum sjóðsins, ef þau koma á eftir lánum frá honum sjálfum, en Íbúðalánasjóði. Ekki náðist í neinn hjá SPRON fyrir fréttir til að skýra út þennan mun.
Innlent Viðskipti Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira