Borgin selur hlut í Vélamiðstöð 22. júlí 2005 00:01 Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að ganga til viðræðna við Íslenska gámafélagið um kaup á hluta Reykjavíkurborgar í Vélamiðstöðinni ehf. Fundað verður næstu daga og takist samningar er stefnt er að því að ljúka viðræðum um mánaðarmótin. Vélamiðstöðin var gerð að einkahlutafélagi í eigu borgarsjóðs og Orkuveitunnar fyrir þremur árum. Hún hefur yfir að ráða meginþorra allra bíla sem Orkuveitan og borgarstofnanir nota og má þar nefna körfu-, sorp- og vinnuflokksbíla. Miðstöðin leigir meðal annars út alla sorphirðubíla í Reykjavík sem og bíla til Orkuveitu Reykjavíkur og er nokkurs konar bílaleiga fyrir borgina. Þá er mokstur og hálkuvarnir meðal annars í hennar höndum. Hersir Oddsson, framkvæmdastjóri Vélamiðstöðvarinnar, segist halda að best sé fyrir fyrirtækið og starfsmenn þess að vera áfram í þeim traustu höndum sem það er í í dag en þó megi sjá þessar samningaviðræður sem spennandi tækifæri. Íslenska gámafélagið bauð 735 miljónir króna í hlut borgarinnar í Vélamiðstöðinni en gámafélagið tengist Njarðtaki ehf. í Reykjanesbæ, og er stærsti einstaki hluthafi Íslenska gámafélagsins Ólafur Thordersen er framkvæmdastjóri Njarðtaks og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. Jón Þ.Frantzson, framkvæmdastjóri Íslenska gámafélagsins, segir að ef kaupin ganga upp muni þau líklega ekki hafa áhrif á þá 40 starfsmenn sem vinna hjá Vélamiðstöðinni í dag. Hann segist sjá fram á gífurleg samlegðaráhrif með kaupunum, meðal annars varðandi bílarekstur og viðhald véla og bíla. Hann segir þó of snemmt að segja til um breytingar á rekstri miðstöðvarinnar en hann býst þó ekki við neinum breytingum þar sem samningaviðræður eru enn á byrjunarstigi. Aðspurður um samkeppnina sem eftir er segir hann hana næga og nefnir máli sínu til stuðnings Gámaþjónustuna og ýmis önnur verktakafyrirtæki. Innlent Viðskipti Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að ganga til viðræðna við Íslenska gámafélagið um kaup á hluta Reykjavíkurborgar í Vélamiðstöðinni ehf. Fundað verður næstu daga og takist samningar er stefnt er að því að ljúka viðræðum um mánaðarmótin. Vélamiðstöðin var gerð að einkahlutafélagi í eigu borgarsjóðs og Orkuveitunnar fyrir þremur árum. Hún hefur yfir að ráða meginþorra allra bíla sem Orkuveitan og borgarstofnanir nota og má þar nefna körfu-, sorp- og vinnuflokksbíla. Miðstöðin leigir meðal annars út alla sorphirðubíla í Reykjavík sem og bíla til Orkuveitu Reykjavíkur og er nokkurs konar bílaleiga fyrir borgina. Þá er mokstur og hálkuvarnir meðal annars í hennar höndum. Hersir Oddsson, framkvæmdastjóri Vélamiðstöðvarinnar, segist halda að best sé fyrir fyrirtækið og starfsmenn þess að vera áfram í þeim traustu höndum sem það er í í dag en þó megi sjá þessar samningaviðræður sem spennandi tækifæri. Íslenska gámafélagið bauð 735 miljónir króna í hlut borgarinnar í Vélamiðstöðinni en gámafélagið tengist Njarðtaki ehf. í Reykjanesbæ, og er stærsti einstaki hluthafi Íslenska gámafélagsins Ólafur Thordersen er framkvæmdastjóri Njarðtaks og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. Jón Þ.Frantzson, framkvæmdastjóri Íslenska gámafélagsins, segir að ef kaupin ganga upp muni þau líklega ekki hafa áhrif á þá 40 starfsmenn sem vinna hjá Vélamiðstöðinni í dag. Hann segist sjá fram á gífurleg samlegðaráhrif með kaupunum, meðal annars varðandi bílarekstur og viðhald véla og bíla. Hann segir þó of snemmt að segja til um breytingar á rekstri miðstöðvarinnar en hann býst þó ekki við neinum breytingum þar sem samningaviðræður eru enn á byrjunarstigi. Aðspurður um samkeppnina sem eftir er segir hann hana næga og nefnir máli sínu til stuðnings Gámaþjónustuna og ýmis önnur verktakafyrirtæki.
Innlent Viðskipti Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent