Sport

Sumarið er undir

Sumarið er undir hjá okkur KR-ingum í kvöld," sagði Kristján Finnbogason fyrirliði KR í samtali við Vísi.is í dag. KR tekur á móti erfkifjendum sína í Val klukkan 19:15 í 8 liða úrslitum Vísa bikarkeppninnar. "Það eru sex ár frá því við unnum bikarkeppnina síðast og því orðið tímabært að vinna þessa keppni á ný. Valur er eitt af þessum hindrunum sem þarf að yfirstíga í leið okkar að bikarnum. Við eigum harma að hefna eftir tap fyrir þeim í deildinni í síðasta mánuði." "Í kvöld getum við loksins stillt upp sama byrjunarliðinu tvo leiki í röð og þá eru leikmenn að stíga upp úr meiðslum og að verða klárir í slaginn," sagði Kristján og greinilegt að KR-ingar eru vel stemmdir fyrir þennan mikilvæga leik. KR-ingar sigruðu Leikni í 32 liða úrslitum 6-0 en mættu síðan Víkingum í 16 liða úrslitum þar sem Kristján fyrirliði og markvörður var hetja liðsins í vítaspyrnukeppni. Valsmenn sigrðu lið Reynis frá Árskógsströnd 7-0 í 32 liða úrslitum og unnu síðan góðan sigur á Haukum 5-1 í 16 liða úrslitum. Valur varð síðast bikarmeistari árið 1992 en þá lagði liðið KA af velli í ógleymanlegum leik 5-2. Sigurbjörn Hreiðarsson er eini núverandi leikmaðurinn í liði Vals sem var í leikmannahópnum þá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×