Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2025 16:30 Eins og sjá má var verið að sprengja helling af flugeldum við hótel Tottenham í nótt. Eflaust pirrandi fyrir Dejan Kulusevski og félaga. Samsett/Twitter/Getty Óprúttnir stuðningsmenn norska liðsins Bodö/Glimt reyndu að færa sínu liði aðstoð með því að halda vöku fyrir leikmönnum Tottenham á hóteli þeirra í Noregi í nótt, með því að sprengja flugelda. Það var klukkan 2:27 í nótt sem að lögreglan í Bodö fékk tilkynningu um að verið væri að sprengja flugelda við hótel Tottenham-liðsins, Scandic Havet. „Flugeldasýninguna“ má sjá hér að neðan en Bodö Ultras, stuðningsmannahópur Bodö/Glimt, birti myndskeið á samfélagsmiðlum og taggaði Tottenham í færslunni. 😴😴😴 @SpursOfficial 02:37 pic.twitter.com/RGFu1QOq6G— Ultras Bodø (@ultrasbodo) May 8, 2025 „Sökudólgarnir sáust hlaupa af vettvangi. Þegar lögreglan kom á staðinn fundust nokkrar flugeldatertur,“ sagði fulltrúi lögreglunnar, May Wenche Hansen, við NRK. Ekki var búið að kveikja í öllum tertunum og gerði lögreglan þær upptækar. Seinni leikur Bodö/Glimt og Tottenham, í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta, hefst klukkan 19 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma er seinni leikur Manchester United og Athletic Bilbao á Vodafone Sport. Tottenham vann Bodö/Glimt 3-1 í Lundúnum, þar sem Ulrik Saltnes minnkaði muninn á 83. mínútu eftir mörk frá Brennan Johnson, James Maddison og Dominic Solanke. Einvígið er því enn opið og stuðningsmenn Bodö/Glimt meðvitaðir um möguleikana á að komast í sjálfan úrslitaleik keppninnar, því á gervigrasinu í Bodö hafa Lazio, Olympiacos, Twente og fleiri lið þurft að sætta sig við tap í vetur. Það gæti hjálpað ef leikmenn Tottenham fengu minni svefn en ella vegna flugeldanna í nótt. Stuðningsmenn Bodö hafa notað sömu aðferðir áður því þeir sprengdu líka flugelda til að vekja leikmenn Ajax í febrúar i fyrra. Ajax hafði þó betur í því einvígi, eftir framlengdan leik. Evrópudeild UEFA Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Það var klukkan 2:27 í nótt sem að lögreglan í Bodö fékk tilkynningu um að verið væri að sprengja flugelda við hótel Tottenham-liðsins, Scandic Havet. „Flugeldasýninguna“ má sjá hér að neðan en Bodö Ultras, stuðningsmannahópur Bodö/Glimt, birti myndskeið á samfélagsmiðlum og taggaði Tottenham í færslunni. 😴😴😴 @SpursOfficial 02:37 pic.twitter.com/RGFu1QOq6G— Ultras Bodø (@ultrasbodo) May 8, 2025 „Sökudólgarnir sáust hlaupa af vettvangi. Þegar lögreglan kom á staðinn fundust nokkrar flugeldatertur,“ sagði fulltrúi lögreglunnar, May Wenche Hansen, við NRK. Ekki var búið að kveikja í öllum tertunum og gerði lögreglan þær upptækar. Seinni leikur Bodö/Glimt og Tottenham, í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta, hefst klukkan 19 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma er seinni leikur Manchester United og Athletic Bilbao á Vodafone Sport. Tottenham vann Bodö/Glimt 3-1 í Lundúnum, þar sem Ulrik Saltnes minnkaði muninn á 83. mínútu eftir mörk frá Brennan Johnson, James Maddison og Dominic Solanke. Einvígið er því enn opið og stuðningsmenn Bodö/Glimt meðvitaðir um möguleikana á að komast í sjálfan úrslitaleik keppninnar, því á gervigrasinu í Bodö hafa Lazio, Olympiacos, Twente og fleiri lið þurft að sætta sig við tap í vetur. Það gæti hjálpað ef leikmenn Tottenham fengu minni svefn en ella vegna flugeldanna í nótt. Stuðningsmenn Bodö hafa notað sömu aðferðir áður því þeir sprengdu líka flugelda til að vekja leikmenn Ajax í febrúar i fyrra. Ajax hafði þó betur í því einvígi, eftir framlengdan leik.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira