Á hvaða tímum lifum við? Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2005 00:01 Jafnrétti er alltaf í brennidepli og verður alltaf í brennidepli þangað til það næst. Framfarir hafa orðið hraðar á ýmsum sviðum hvað varðar menntun og vinnumarkaðinn en í fjölmiðlum og skemmtanaiðnaðum virðist því miður vera um afturför að ræða. Staðalímyndir í auglýsingum til dæmis eru gjörsamlega óþolandi. Nissan Micra auglýsingin fer sérstaklega í taugarnar á mér. Þar sést ung, grönn og fönguleg kona keyra í átt að stæði á "konubílnum" Nissan Micru. Í sömu andrá er stór, ruddalegur, feitur og fýldur karl að keyra í átt að sama stæði á stórum jeppa. Hver eru skilaboðin í þessari auglýsingu ég bara spyr? Af hverju í ósköpunum er karlinn ekki í Micrunni og konan á jeppanum? Af hverju þarf karlinn í jeppanum að vera svona fúll og stór og af hverju er konan svona sæt og fín? Og af hverju þarf að markaðssetja suma bíla sem konubíla og suma bíla sem karlabíla? Snúast bílakaup ekki um að kaupa besta bílinn með bestu gæðin? Ég þekki allavega engan sem kaupir bíl eftir kyni. Konur hafa farið mikinn um staðalímyndir sem sýndar eru af þeim í sjónvarpi en karlar ættu ekki síður að vera óánægðir með þær staðalímyndir sem þeir þurfa að þola í auglýsingum. Svo ekki sé minnst á blessuðu sjónvarpsþættina sem fjalla allir um heimska, feita karlmenn sem geta ekki gert neitt rétt. Á meðan er konan náttúrulega alltaf röflandi enda gerum við konur ekkert annað í lífinu - ekki satt? Svo ekki sé minnst á að konan er yfirleitt heimavinnandi þó hún sé vel menntuð. Frábær skilaboð. Klapp, klapp. Lítum aðeins á Nissa súkkulaðiauglýsingarnar. Í einni af þeim situr maður inni á skrifstofu hjá yfirmanni sínum að borða Nissa. Út af súkkulaðinu býður yfirmaðurinn honum gull og græna skóga; kauphækkun, nýjan bíl og nýjan einkaritara. Og viti menn. Auðvitað er það dýrindis falleg kona sem gengur í "slow motion" inn á skrifstofuna á meðan hún losar teygjuna úr hárinu og sveiflar því til og frá eins og í verstu klámmynd. Ég vil bara ekki trúa að Íslendingar séu svo heimskir að kaupa súkkulaði út af þessari heimskulegu auglýsingu. Svo ekki sé minnst á auglýsinguna í brúðkaupinu þar sem brúðguminn lofar að sinna húsverkunum og brúðurin er alltof upptekin að borða Nissa súkkulaði. Eru skilaboðin sú að karlmaðurinn myndi aldrei sinna húsverkunum ef konan væri ekki að borða súkkulaði? Á hvaða tíma lifum við eiginlega!? Ég veit ekki betur en að á vel flestum nútímaheimilum sé heimilisstörfunum skipt jafnt á milli konunnar og karlsins. Það er náttúrulega algjör fásinna að gera svona auglýsingar nú til dags. Við búum ekki í torfbæjum lengur. Svona mætti lengi telja. Karlmenn eru allir feitir, heimskir, fúlir lúðar sem gera ekkert rétt á meðan konur eru kúgaðar, röflandi, flottar, sætar og sinna öllum "kvennastörfunum" á heimilinu sem og í vinnunni. Er einhver furða að jafnréttisbaráttan gangi ekki hraðar þegar þetta er fyrir framan andlitin á okkur á hverjum einasta degi? Sem betur fer eru staðalímyndir ekki gegnumgangandi í auglýsingabransanum og margar auglýsingar sýna venjulegt fólk í daglegu lífi, laust við gamaldags viðmið og hlutverk. En það er ekki nóg að það séu margar auglýsingar þannig. Þær eiga allar að vera þannig. Alveg eins og það eiga ekki bara sumar konur að vera með jafnhá laun og karlkyns starfsfélagar þeirra heldur allar. Til að það megi gerast verður hugarfarið í þjóðfélaginu að breytast því þótt sumum finnist auglýsingar ekki skipta neinu máli þá prenta þær samt ímyndir inn í huga fólks sem veit ekki betur. Margt smátt gerir eitt stórt. Lilja Katrín Gunnarsdóttir - lilja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Sjá meira
Jafnrétti er alltaf í brennidepli og verður alltaf í brennidepli þangað til það næst. Framfarir hafa orðið hraðar á ýmsum sviðum hvað varðar menntun og vinnumarkaðinn en í fjölmiðlum og skemmtanaiðnaðum virðist því miður vera um afturför að ræða. Staðalímyndir í auglýsingum til dæmis eru gjörsamlega óþolandi. Nissan Micra auglýsingin fer sérstaklega í taugarnar á mér. Þar sést ung, grönn og fönguleg kona keyra í átt að stæði á "konubílnum" Nissan Micru. Í sömu andrá er stór, ruddalegur, feitur og fýldur karl að keyra í átt að sama stæði á stórum jeppa. Hver eru skilaboðin í þessari auglýsingu ég bara spyr? Af hverju í ósköpunum er karlinn ekki í Micrunni og konan á jeppanum? Af hverju þarf karlinn í jeppanum að vera svona fúll og stór og af hverju er konan svona sæt og fín? Og af hverju þarf að markaðssetja suma bíla sem konubíla og suma bíla sem karlabíla? Snúast bílakaup ekki um að kaupa besta bílinn með bestu gæðin? Ég þekki allavega engan sem kaupir bíl eftir kyni. Konur hafa farið mikinn um staðalímyndir sem sýndar eru af þeim í sjónvarpi en karlar ættu ekki síður að vera óánægðir með þær staðalímyndir sem þeir þurfa að þola í auglýsingum. Svo ekki sé minnst á blessuðu sjónvarpsþættina sem fjalla allir um heimska, feita karlmenn sem geta ekki gert neitt rétt. Á meðan er konan náttúrulega alltaf röflandi enda gerum við konur ekkert annað í lífinu - ekki satt? Svo ekki sé minnst á að konan er yfirleitt heimavinnandi þó hún sé vel menntuð. Frábær skilaboð. Klapp, klapp. Lítum aðeins á Nissa súkkulaðiauglýsingarnar. Í einni af þeim situr maður inni á skrifstofu hjá yfirmanni sínum að borða Nissa. Út af súkkulaðinu býður yfirmaðurinn honum gull og græna skóga; kauphækkun, nýjan bíl og nýjan einkaritara. Og viti menn. Auðvitað er það dýrindis falleg kona sem gengur í "slow motion" inn á skrifstofuna á meðan hún losar teygjuna úr hárinu og sveiflar því til og frá eins og í verstu klámmynd. Ég vil bara ekki trúa að Íslendingar séu svo heimskir að kaupa súkkulaði út af þessari heimskulegu auglýsingu. Svo ekki sé minnst á auglýsinguna í brúðkaupinu þar sem brúðguminn lofar að sinna húsverkunum og brúðurin er alltof upptekin að borða Nissa súkkulaði. Eru skilaboðin sú að karlmaðurinn myndi aldrei sinna húsverkunum ef konan væri ekki að borða súkkulaði? Á hvaða tíma lifum við eiginlega!? Ég veit ekki betur en að á vel flestum nútímaheimilum sé heimilisstörfunum skipt jafnt á milli konunnar og karlsins. Það er náttúrulega algjör fásinna að gera svona auglýsingar nú til dags. Við búum ekki í torfbæjum lengur. Svona mætti lengi telja. Karlmenn eru allir feitir, heimskir, fúlir lúðar sem gera ekkert rétt á meðan konur eru kúgaðar, röflandi, flottar, sætar og sinna öllum "kvennastörfunum" á heimilinu sem og í vinnunni. Er einhver furða að jafnréttisbaráttan gangi ekki hraðar þegar þetta er fyrir framan andlitin á okkur á hverjum einasta degi? Sem betur fer eru staðalímyndir ekki gegnumgangandi í auglýsingabransanum og margar auglýsingar sýna venjulegt fólk í daglegu lífi, laust við gamaldags viðmið og hlutverk. En það er ekki nóg að það séu margar auglýsingar þannig. Þær eiga allar að vera þannig. Alveg eins og það eiga ekki bara sumar konur að vera með jafnhá laun og karlkyns starfsfélagar þeirra heldur allar. Til að það megi gerast verður hugarfarið í þjóðfélaginu að breytast því þótt sumum finnist auglýsingar ekki skipta neinu máli þá prenta þær samt ímyndir inn í huga fólks sem veit ekki betur. Margt smátt gerir eitt stórt. Lilja Katrín Gunnarsdóttir - lilja@frettabladid.is
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun