Engin stórviðskipti í hálft ár 10. júlí 2005 00:01 Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir í viðtali við breska dagblaðið Sunday Times í gær að kaup á stórum breskum verslunarkeðjum verði látin bíða meðan nafn hans verði hreinsað. Hann muni þó áfram standa að minni kaupum sem ekki veki jafnmikla athygli og segist til að mynda vera að skoða tískuvöruverslunina Jane Norman um þessar mundir. Jón segist búast við að dómur falli í málinu í lok ársins og kveðst í viðtalinu sannfærður um að nafn sitt verði hreinsað. Jón segir síðustu viku hafa verið helvíti líkasta og þá verstu sem hann hafi upplifað á viðskiptaferli sínum. Hann og Hreinn Loftsson séu þó ekki bitrir út í fyrrverandi viðskiptafélaga í Somerfield-hópnum og að samstarfsslitin hafi verið vingjarnleg. Staðan hafi verið viðkvæm og hin fyrirtækin hafi viljað verja ímynd sína. Jón bætir því einnig við að frá árinu 1998 hafi Baugur gert 45 samninga án vandkvæða. "Við höfum virt alla samninga og munum gera það áfram," segir hann. Þá segir Jón að Baugur hafi fullan stuðning viðskiptabanka sinna og að stjórn Baugs standi að baki honum. Viðtalið við Jón hefur vakið nokkra athygli í öðrum breskum fjölmiðlum og einnig hafa fjöldamargir bandarískir miðlar sagt frá því. Kæran og málefni Baugs vekja mikla athygli erlendis og einhverjir fjölmiðlar draga upp reyfarakennda mynd af íslenskum viðskiptum með því að greina frá hálfkveðnum vísum um sambandsslit, pólitíska óvild, rússneskt fjármagn og fleira þvíumlíkt í tengslum við málið. Þá segir The Independent að Baugsmálið geti haft víðtæk áhrif fyrir önnur íslensk félög sem starfa erlendis. Ekki liggur enn fyrir neitt um það hvenær kæruatriðin gegn Baugi verða gerð opinber. Jón Ásgeir hefur ekki enn tjáð sig við íslenska fjölmiðla um ákærurnar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir í viðtali við breska dagblaðið Sunday Times í gær að kaup á stórum breskum verslunarkeðjum verði látin bíða meðan nafn hans verði hreinsað. Hann muni þó áfram standa að minni kaupum sem ekki veki jafnmikla athygli og segist til að mynda vera að skoða tískuvöruverslunina Jane Norman um þessar mundir. Jón segist búast við að dómur falli í málinu í lok ársins og kveðst í viðtalinu sannfærður um að nafn sitt verði hreinsað. Jón segir síðustu viku hafa verið helvíti líkasta og þá verstu sem hann hafi upplifað á viðskiptaferli sínum. Hann og Hreinn Loftsson séu þó ekki bitrir út í fyrrverandi viðskiptafélaga í Somerfield-hópnum og að samstarfsslitin hafi verið vingjarnleg. Staðan hafi verið viðkvæm og hin fyrirtækin hafi viljað verja ímynd sína. Jón bætir því einnig við að frá árinu 1998 hafi Baugur gert 45 samninga án vandkvæða. "Við höfum virt alla samninga og munum gera það áfram," segir hann. Þá segir Jón að Baugur hafi fullan stuðning viðskiptabanka sinna og að stjórn Baugs standi að baki honum. Viðtalið við Jón hefur vakið nokkra athygli í öðrum breskum fjölmiðlum og einnig hafa fjöldamargir bandarískir miðlar sagt frá því. Kæran og málefni Baugs vekja mikla athygli erlendis og einhverjir fjölmiðlar draga upp reyfarakennda mynd af íslenskum viðskiptum með því að greina frá hálfkveðnum vísum um sambandsslit, pólitíska óvild, rússneskt fjármagn og fleira þvíumlíkt í tengslum við málið. Þá segir The Independent að Baugsmálið geti haft víðtæk áhrif fyrir önnur íslensk félög sem starfa erlendis. Ekki liggur enn fyrir neitt um það hvenær kæruatriðin gegn Baugi verða gerð opinber. Jón Ásgeir hefur ekki enn tjáð sig við íslenska fjölmiðla um ákærurnar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira