Hvar höldum við að við séum? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 4. júlí 2005 00:01 Það hefur víst ekki rignt meira í þrjá áratugi á Akureyri. Svo sögðu fréttir í gær. Í byrjun júlí, hvað svo sem er annað í fréttum förum við Íslendingar að kvarta, hver í sínu horni, um að sumarið bara komi ekki. Svo er flogið eitthvað suður á bóginn þar sem við eigum í erfiðleikum með að þola 30 til 40 stiga hitann og sterka sólina. Skaðbrennum á fyrstu dögunum og þar með er fyrsta vika sólarlandaferðar orðin ónýt og þýðir ekki annað en að halda sig í skugganum eftir það. Bankarnir auglýsa hvernig að það sé hægt að kaupa allt, jafnvel sólina og góða veðrið, bara ef við spörum. Eftir standa svo aðilar í íslenskri ferðaþjónustu sem reyna hvað þeir geta til hvetja landann til að ferðast innanlands, en mega sín lítils gegn þeirri trú Íslendinga um að það eigi að vera miklu heitara; sumarið hafi verið miklu betra í fyrra, eða árið þar á undan. Samanburðurinn var kannski hagstæðari hér áður fyrr, áður en það varð normið að fara suður á bóginn yfir sumartímann og fljúga í andstæðar áttir við farfuglanna. Þá var bara verið að bera saman íslenskt sumar við íslenskt sumar. Nú erum við að bera sumarið okkar við eitthvað sem hefur aldrei verið íslenskur raunveruleiki, og óneitanlega er samanburðurinn móðurjörðinni ekki hagstæður. Hér getum við lent í hagléli í júlí, rignt niður allan júnímánuð og skulfið úr kulda á ágústkvöldum. En það er bara það sem við eigum að eiga von á. Ekki nema við teljum það hagstætt að flytja landsmenn eitthvað í hlýjuna og stofna nýja íslenska nýlendu. Íslenska veðrið er óútreiknanlegt, rétt eins og fólkið.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur víst ekki rignt meira í þrjá áratugi á Akureyri. Svo sögðu fréttir í gær. Í byrjun júlí, hvað svo sem er annað í fréttum förum við Íslendingar að kvarta, hver í sínu horni, um að sumarið bara komi ekki. Svo er flogið eitthvað suður á bóginn þar sem við eigum í erfiðleikum með að þola 30 til 40 stiga hitann og sterka sólina. Skaðbrennum á fyrstu dögunum og þar með er fyrsta vika sólarlandaferðar orðin ónýt og þýðir ekki annað en að halda sig í skugganum eftir það. Bankarnir auglýsa hvernig að það sé hægt að kaupa allt, jafnvel sólina og góða veðrið, bara ef við spörum. Eftir standa svo aðilar í íslenskri ferðaþjónustu sem reyna hvað þeir geta til hvetja landann til að ferðast innanlands, en mega sín lítils gegn þeirri trú Íslendinga um að það eigi að vera miklu heitara; sumarið hafi verið miklu betra í fyrra, eða árið þar á undan. Samanburðurinn var kannski hagstæðari hér áður fyrr, áður en það varð normið að fara suður á bóginn yfir sumartímann og fljúga í andstæðar áttir við farfuglanna. Þá var bara verið að bera saman íslenskt sumar við íslenskt sumar. Nú erum við að bera sumarið okkar við eitthvað sem hefur aldrei verið íslenskur raunveruleiki, og óneitanlega er samanburðurinn móðurjörðinni ekki hagstæður. Hér getum við lent í hagléli í júlí, rignt niður allan júnímánuð og skulfið úr kulda á ágústkvöldum. En það er bara það sem við eigum að eiga von á. Ekki nema við teljum það hagstætt að flytja landsmenn eitthvað í hlýjuna og stofna nýja íslenska nýlendu. Íslenska veðrið er óútreiknanlegt, rétt eins og fólkið.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar