Óvíst með kaup á Somerfield 3. júlí 2005 00:01 Breska blaðið Sunday Times greindi frá því í gær að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefði boðist til að draga sig út úr viðræðum um kaup á bresku verslanakeðjunni Somerfield í kjölfar 40 liða kæru sem Ríkislögreglustjóri gaf út á hendur sex aðilum tengdum Baugi síðastliðinn föstudag. Ein af ástæðunum er talin vera sú að bankastofnanir yrðu tregar til að lána Baugi fé vegna kaupanna meðan óvissa ríkti um framtíð fyrirtækisins. Fleiri breskir fjölmiðlar fjölluðu um málið í gær svo sem eins og Financial Times, Daily Telegraph og Sunday Herald. "Fyrirtækið greindi frá því á föstudag að þessi ákæra myndi ekki hafa nein áhrif á starfslega getu félagsins til þess að standa við skuldbindingar sínar og munum við kappkosta að halda áfram okkar striki. Við leggjum höfuðáherslu á að fyrirtækið verði ekki fyrir skakkaföllum Ég kannast því ekkert við að Baugur hafi boðist til að draga sig út úr fyrirtækjahópnum og Jón Ásgeir kannast ekkert við að hafa gefið út yfirlýsingu þess efnis," segir Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, um fréttir breskra dagblaða um að Baugur hafi boðist til að draga sig út viðræðum vegna kaupa á Somerfield. Baráttan um Somerfield stendur milli tveggja fyrirtækjahópa, annars vegar fjárfestingarfélagsins London & Regional og hins vegar hóps þar sem eru Baugur Group hf., Apax, Barclays Capital og kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz. Fyrirtækahópurinn hafði áformað kynningu á tilboði sínu eftir örfáa daga. Í Sunday Times var haft eftir ónefndum ráðgjafa fyrirtækjahópsins, sem Baugur tilheyrir, að hann væri viss um að Baugur drægi sig út út úr samningaviðræðunum ef ákæran myndi hafa óæskileg áhrif á hópinn. Ráðgjafinn sagði að hópurinn myndi halda áfram að undirbúa kauptilboðið þrátt fyrir að Baugur hafi átt að leggja til 25 prósent kaupverðsins á Somerfield sem talið er nema um 127 milljörðum króna. Blaðamaður Daily Telegraph sagði í gærkvöldi að hann hefði heyrt að Baugur ætlaði sér að halda áfram í fyrirtækjahópnum en það væri spurning hvort hin fyrirtækin í hópnum vildu halda áfram samstarfi við Baug í ljósi aðstæðna. Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson vegna málsins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Breska blaðið Sunday Times greindi frá því í gær að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefði boðist til að draga sig út úr viðræðum um kaup á bresku verslanakeðjunni Somerfield í kjölfar 40 liða kæru sem Ríkislögreglustjóri gaf út á hendur sex aðilum tengdum Baugi síðastliðinn föstudag. Ein af ástæðunum er talin vera sú að bankastofnanir yrðu tregar til að lána Baugi fé vegna kaupanna meðan óvissa ríkti um framtíð fyrirtækisins. Fleiri breskir fjölmiðlar fjölluðu um málið í gær svo sem eins og Financial Times, Daily Telegraph og Sunday Herald. "Fyrirtækið greindi frá því á föstudag að þessi ákæra myndi ekki hafa nein áhrif á starfslega getu félagsins til þess að standa við skuldbindingar sínar og munum við kappkosta að halda áfram okkar striki. Við leggjum höfuðáherslu á að fyrirtækið verði ekki fyrir skakkaföllum Ég kannast því ekkert við að Baugur hafi boðist til að draga sig út úr fyrirtækjahópnum og Jón Ásgeir kannast ekkert við að hafa gefið út yfirlýsingu þess efnis," segir Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, um fréttir breskra dagblaða um að Baugur hafi boðist til að draga sig út viðræðum vegna kaupa á Somerfield. Baráttan um Somerfield stendur milli tveggja fyrirtækjahópa, annars vegar fjárfestingarfélagsins London & Regional og hins vegar hóps þar sem eru Baugur Group hf., Apax, Barclays Capital og kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz. Fyrirtækahópurinn hafði áformað kynningu á tilboði sínu eftir örfáa daga. Í Sunday Times var haft eftir ónefndum ráðgjafa fyrirtækjahópsins, sem Baugur tilheyrir, að hann væri viss um að Baugur drægi sig út út úr samningaviðræðunum ef ákæran myndi hafa óæskileg áhrif á hópinn. Ráðgjafinn sagði að hópurinn myndi halda áfram að undirbúa kauptilboðið þrátt fyrir að Baugur hafi átt að leggja til 25 prósent kaupverðsins á Somerfield sem talið er nema um 127 milljörðum króna. Blaðamaður Daily Telegraph sagði í gærkvöldi að hann hefði heyrt að Baugur ætlaði sér að halda áfram í fyrirtækjahópnum en það væri spurning hvort hin fyrirtækin í hópnum vildu halda áfram samstarfi við Baug í ljósi aðstæðna. Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson vegna málsins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira