Stefnir Jónatani og Jóni Ásgeiri 2. júlí 2005 00:01 Jón Gerald Sullenberger ætlar að stefna Jónatani Þórmundssyni lagaprófessori fyrir meiðyrði í lögfræðiáliti sem hann samdi fyrir Baug. Jón Gerald ætlar líka að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra fyrir brot á samkomulagi um að tjá sig ekki opinberlega. Jón Gerald segir að í lagagerð Jónatans, sem gerð var fyrir Baug, komi fram persónulegar ávirðingar í sinn garð sem hann ætli ekki að una. Hann ætlar að láta athuga hvort Jónatan hafi brotið gangvart sér með meiðyrðum og ætlar Jón í meiðyrðamál ef svo sé. Jón Gerald segir að Baugur hafi lagt allt í sölurnar til þess að slá ryki í augu fólks og gera sig ótrúverðugan og Jónatan hafi verið notaður í þeim tilgangi. Jón segir Íslendinga í slæmum málum réttafarslega ef Jónatan sé að kenna refsirétt við Háskóla Íslands. Aðspurður hvort hann sé að halda því fram að prófessorinn gangi erinda Baugs segir Jón að fyrirtækið hafi alla vega ráðið hann í vinnu og greinilega hafi „...þeir gefið honum þessar upplýsingar. Þær eru einhliða, koma eingöngu frá Baugi og hann hefur eingöngu talað við menn frá Baugi,“ segir Jón. Í gær lét Jón hafa eftir sér að Jónatan hafi fengið háa upphæð fyrir álitsgerðina. Aðspurður hvort hann hafi eitthvað fyrir sér í því segir Jón svo ekki vera en hann efist um að menn vinni svona vinnu frítt „... þannig að ég held að þið ættuð bara að hringja í hann og spyrja hann að því hvort hann hafi verið ráðinn í vinnu og hvað hann hafi fengið greitt fyrir að framkalla þessa álitsgerð,“ segir Jón Gerald. Jónatan ætlar að láta álitsgerð sína nægja og segist ekki ætla að tjá sig að neinu öðru leyti um málið - segist ekki vera talsmaður Baugs. Jón Gerald ætlar líka að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, fyrir að opinbera bréf sem hann sendi ríkislögreglustjóra á fimmtudaginn. Jón Gerald segir að gert hafi verið samkomulag fyrir dómi í Bandaríkjunum um að hvorki hann né Jón Ásgeir myndu tjá sig opinberlega um málið. Í bréfi Jóns Ásgeirs var farið ítarlega ofan í málið og með því að opinbera það segir Jón Gerald að Jón Ásgeir hafi þverbrotið samkomulagið og fyrir það ætli hann að stefna honum. Menn innan raða Baugs sem segja fráleitt að halda því fram að gert hafi verið samkomulag um að Jón Ásgeir mætti ekki tjá sig um málið opinberlega. Það væri enda út í hött að gera samkomulag um að einstaklingur í máli sem þessu mætti ekki bera hönd fyrir höfuð sér. Samningurinn sem Jón Gerald væri að vísa til hefði eingöngu verið á milli félaganna Baugs og Nordica en næði ekki til einstaklinga. Þegar þetta var borið undir Jón Gerald sagði hann að samkomulagið næði til allra aðila. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, segir ásakanir Jóns Geralds ekki svaraverðar. Jóhannes Jónsson, sem er einn hinna ákærðu, er staddur í London og hann vildi heldur ekkert tjá sig um málið. Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson í allan dag, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger ætlar að stefna Jónatani Þórmundssyni lagaprófessori fyrir meiðyrði í lögfræðiáliti sem hann samdi fyrir Baug. Jón Gerald ætlar líka að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra fyrir brot á samkomulagi um að tjá sig ekki opinberlega. Jón Gerald segir að í lagagerð Jónatans, sem gerð var fyrir Baug, komi fram persónulegar ávirðingar í sinn garð sem hann ætli ekki að una. Hann ætlar að láta athuga hvort Jónatan hafi brotið gangvart sér með meiðyrðum og ætlar Jón í meiðyrðamál ef svo sé. Jón Gerald segir að Baugur hafi lagt allt í sölurnar til þess að slá ryki í augu fólks og gera sig ótrúverðugan og Jónatan hafi verið notaður í þeim tilgangi. Jón segir Íslendinga í slæmum málum réttafarslega ef Jónatan sé að kenna refsirétt við Háskóla Íslands. Aðspurður hvort hann sé að halda því fram að prófessorinn gangi erinda Baugs segir Jón að fyrirtækið hafi alla vega ráðið hann í vinnu og greinilega hafi „...þeir gefið honum þessar upplýsingar. Þær eru einhliða, koma eingöngu frá Baugi og hann hefur eingöngu talað við menn frá Baugi,“ segir Jón. Í gær lét Jón hafa eftir sér að Jónatan hafi fengið háa upphæð fyrir álitsgerðina. Aðspurður hvort hann hafi eitthvað fyrir sér í því segir Jón svo ekki vera en hann efist um að menn vinni svona vinnu frítt „... þannig að ég held að þið ættuð bara að hringja í hann og spyrja hann að því hvort hann hafi verið ráðinn í vinnu og hvað hann hafi fengið greitt fyrir að framkalla þessa álitsgerð,“ segir Jón Gerald. Jónatan ætlar að láta álitsgerð sína nægja og segist ekki ætla að tjá sig að neinu öðru leyti um málið - segist ekki vera talsmaður Baugs. Jón Gerald ætlar líka að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, fyrir að opinbera bréf sem hann sendi ríkislögreglustjóra á fimmtudaginn. Jón Gerald segir að gert hafi verið samkomulag fyrir dómi í Bandaríkjunum um að hvorki hann né Jón Ásgeir myndu tjá sig opinberlega um málið. Í bréfi Jóns Ásgeirs var farið ítarlega ofan í málið og með því að opinbera það segir Jón Gerald að Jón Ásgeir hafi þverbrotið samkomulagið og fyrir það ætli hann að stefna honum. Menn innan raða Baugs sem segja fráleitt að halda því fram að gert hafi verið samkomulag um að Jón Ásgeir mætti ekki tjá sig um málið opinberlega. Það væri enda út í hött að gera samkomulag um að einstaklingur í máli sem þessu mætti ekki bera hönd fyrir höfuð sér. Samningurinn sem Jón Gerald væri að vísa til hefði eingöngu verið á milli félaganna Baugs og Nordica en næði ekki til einstaklinga. Þegar þetta var borið undir Jón Gerald sagði hann að samkomulagið næði til allra aðila. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, segir ásakanir Jóns Geralds ekki svaraverðar. Jóhannes Jónsson, sem er einn hinna ákærðu, er staddur í London og hann vildi heldur ekkert tjá sig um málið. Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson í allan dag, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira