Innlent

Fíkniefni á færeyskum dögum

Á föstudagskvöld stöðvaði lögreglan á Snæfellsnesi nokkra bíla við Lyngbrekku í umferðareftirliti og gerði leit í þremur. Með hjálp fíkniefnahundar fundust níu grömm af amfetamíni, sautján e-töflur og eitthvað af hassi. Einnig lagði lögregla hald á sextán kassa af bjór en eigendur áfengisins voru allir undir átján ára aldri. Í Ólafsvík fann lögreglan svo hálft gramm af spítti, amfetamín og hass. Að sögn lögreglunnar er það óhugnalegt að miðað við hversu mikið fannst í leitinni við Lyngbrekku þá hljóti fjölmargir bílar að hafa keyrt framhjá með ólögleg eiturlyf innanborðs. Telur lögreglan því að þetta hafi einungis verið brot af þeim fíkniefnum sem fóru inn á Færeyska daga á Ólafsvík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×