Bókaflóð allan ársins hring Þórarinn Þórarinsson skrifar 30. júní 2005 00:01 Bækur eru þess eðlis að þær má grípa í hvar sem er og hvenær sem er. Bækur eru líka gefnar út allan ársins hring í siðmenntuðum löndum enda má slá því föstu að fólk sem á annað borð lesi bækur hafi þörf fyrir það alla 12 mánuði ársins. Íslenski bókamarkaðurinn hefur í gegnum tíðina verið alveg á skjön við þetta en hér er bókum hrúgað í verslanir frá október til desember og stólað á að þær verði ofan á í jólabókaflóðinu alræmda. Það kemst auðvitað engin venjulega manneskja yfir að lesa nema brota brot af þessu magni sem ætlast er til að hver og einn fjárfesti í á þessu þriggja mánaða tímabili þannig að maður skyldi ætla að það væri öllu gáfulegra að dreifa þessum ósköpum yfir lengri tíma.Tónlistarbransinn hefur fyrir löngu kveikt á þessu og á Íslandi er tónlist gefin út allan ársins hring og það sem meira er hún selst líka á sumrin. Það kemur vissulega sprenging í kringum jólin en það breytir því ekki að það er alltaf einhver hreyfing og sumir sjá sér beinlínis hag í því að gefa út utan fengitímans enda fá þeir þá meira svigrúm til að ná til kaupenda. Bubbi Morthens hikar til dæmis ekki við að gefa út tvær plötur í sumar. Bubbi selur allan ársins hring og þarf ekkert að vera að treysta á skilyrt innkaupaæði í desember. Sama myndi hiklaust gilda um Arnald Indriðason. Ný bók frá honum yrði rifin út jafnt í maí sem desember.Íslenski bókamarkaðurinn hefur tekið hressilegan þroskakipp undanfarin ár og bókaútgáfa þessa sumars hefur verið í meira lagi blómleg. Endurútgefnar jólabækur í kiljum taka sitt pláss auk alls konar ferða- og tómstundabóka sem eiga vissulega sitt blómaskeið á sumrin. Frumútgáfur erlendra reyfara eru einnig að sækja í sig veðrið og þar blanda sér í slaginn ekki minni spámenn en Ian Rankin, Henning Mankell og James Patterson. Nú þarf bara einhver að stíga skrefið til fulls og gefa út nokkrar nýjar, innbundnar, íslenskar skáldsögur frá vori til hausts og lyfta þannig íslenskri bóka- og lestrarmenningu upp í æðra veldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Bækur eru þess eðlis að þær má grípa í hvar sem er og hvenær sem er. Bækur eru líka gefnar út allan ársins hring í siðmenntuðum löndum enda má slá því föstu að fólk sem á annað borð lesi bækur hafi þörf fyrir það alla 12 mánuði ársins. Íslenski bókamarkaðurinn hefur í gegnum tíðina verið alveg á skjön við þetta en hér er bókum hrúgað í verslanir frá október til desember og stólað á að þær verði ofan á í jólabókaflóðinu alræmda. Það kemst auðvitað engin venjulega manneskja yfir að lesa nema brota brot af þessu magni sem ætlast er til að hver og einn fjárfesti í á þessu þriggja mánaða tímabili þannig að maður skyldi ætla að það væri öllu gáfulegra að dreifa þessum ósköpum yfir lengri tíma.Tónlistarbransinn hefur fyrir löngu kveikt á þessu og á Íslandi er tónlist gefin út allan ársins hring og það sem meira er hún selst líka á sumrin. Það kemur vissulega sprenging í kringum jólin en það breytir því ekki að það er alltaf einhver hreyfing og sumir sjá sér beinlínis hag í því að gefa út utan fengitímans enda fá þeir þá meira svigrúm til að ná til kaupenda. Bubbi Morthens hikar til dæmis ekki við að gefa út tvær plötur í sumar. Bubbi selur allan ársins hring og þarf ekkert að vera að treysta á skilyrt innkaupaæði í desember. Sama myndi hiklaust gilda um Arnald Indriðason. Ný bók frá honum yrði rifin út jafnt í maí sem desember.Íslenski bókamarkaðurinn hefur tekið hressilegan þroskakipp undanfarin ár og bókaútgáfa þessa sumars hefur verið í meira lagi blómleg. Endurútgefnar jólabækur í kiljum taka sitt pláss auk alls konar ferða- og tómstundabóka sem eiga vissulega sitt blómaskeið á sumrin. Frumútgáfur erlendra reyfara eru einnig að sækja í sig veðrið og þar blanda sér í slaginn ekki minni spámenn en Ian Rankin, Henning Mankell og James Patterson. Nú þarf bara einhver að stíga skrefið til fulls og gefa út nokkrar nýjar, innbundnar, íslenskar skáldsögur frá vori til hausts og lyfta þannig íslenskri bóka- og lestrarmenningu upp í æðra veldi.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar