Er ofbeldið einkamál? 23. júní 2005 00:01 Þegar dómur fellur yfir barnaníðingi birtast af því fréttir í fjölmiðlum og allir eru á eitt sáttir um að birta eigi frétt af slíkum dómi. Hversu miklar upplýsingar um málið eiga að birtast er hins vegar eitthvað sem fólk deilir um. Deilt hefur verið um hvort birta eigi nafn glæpamannsins. Ef birt er nafn glæpamanns sem rænir banka af hverju á þá ekki að birta nafn manns sem framdi glæp gegn börnum? Mál sem kemur fyrir dóm er sjaldnast einkamál fólks, því hlutverk dómstóla er að vera almenningur í óeiginlegum skilningi. Samfélagið setur skilyrði, m.a. með lögunum um það hvað er rétt og rangt og maður sem brýtur gegn lögum samfélagsins brýtur gegn samfélaginu og þar af leiðandi er það ekki einkamál hans og ætti hann ekki að njóta nafnleyndar. Annað sem er umdeilanlegt er það hversu nákvæmar lýsingar eigi að birtast af glæpnum. Helstu rökin gegn því að nákvæm lýsing sé birt í fjölmiðlum er fyrst og fremst sú að taka þurfi tillit til barnanna sem beitt voru kynferðislegu ofbeldi og aðstandenda þeirra. Önnur rök eru að vernda þurfi lesendur gegn glæpnum. Ef maður dansar við djöfulinn, breytir það honum ekkert en það breytir manni sjálfum að eilífu. Vitneskja um hræðilegan glæp getur haft djúpstæð sálræn áhrif á fólk,en mun engu breyta um hegðun glæpamanna. Þegar börn eru beitt kynferðilslegu ofbeldi þurfa lýsingarnar ekki að vera mjög nákvæmar, ekki þarf að láta mörg orð falla til að fólk átti sig á hvað átti sér stað. Að flestu fólki sækir hrollur þegar það les lýsingar á hrottafengnum glæp og það er hlutverk fjölmiðla að taka ekki á slíku með silkihönskum, en það er vel hægt án þess að fara í mjög nákvæmar lýsingar. Hvað varðar tillitssemi við börnin og aðstandendur ber fjölmiðlum siðferðisleg skylda til að fara vel með efnið og meta hverju sinni hvað sé rétt að gera. Nákvæmar lýsingar eru alltaf viðkvæmar, bæði gagnvart aðstandendum og lesendum. Ætíð ber að gæta virðingar í málum sem þessum og setja efnið fram á smekklegan máta, ef það er mögulegt. Orðalag og framsetning skiptir miklu máli, og eins þarf að gæta hlutleysis. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er alltaf alvarlegt og það eitt nægir að segja að maður hafi verið dæmdur fyrir að beita barn kynferðislegu ofbeldi. Hvað nákvæmlega gerðist er ekki þörf á að lýsa, vegna þess að það bætir í raun engu við fréttina. Ekki frekar en nákvæmar lýsingar af hvernig maður sem í alvarlegu bílslysi hlaut áverka sína, það nægir að segja að hann hafi slasast lífshættulega. Ofbeldi er ekki einkamál, þar sem samfélagið ber sameiginlega ábyrgð á því ofbeldi sem í því þrífst. Með fréttum af kynferðislegu ofbeldi gegn börnum er fólk vakið til vitundar um ofbeldið og í raun kallað til ábyrgðar. Spurning eins og , "hvað er það í okkar menningu sem veldur því að svona glæpir eiga sér stað?", ætti að vakna en ekki "hvað gerðist nákvæmlega?". Kristín Eva Þórhallsdóttir - kristineva@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Kristín Eva Þórhallsdóttir Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar dómur fellur yfir barnaníðingi birtast af því fréttir í fjölmiðlum og allir eru á eitt sáttir um að birta eigi frétt af slíkum dómi. Hversu miklar upplýsingar um málið eiga að birtast er hins vegar eitthvað sem fólk deilir um. Deilt hefur verið um hvort birta eigi nafn glæpamannsins. Ef birt er nafn glæpamanns sem rænir banka af hverju á þá ekki að birta nafn manns sem framdi glæp gegn börnum? Mál sem kemur fyrir dóm er sjaldnast einkamál fólks, því hlutverk dómstóla er að vera almenningur í óeiginlegum skilningi. Samfélagið setur skilyrði, m.a. með lögunum um það hvað er rétt og rangt og maður sem brýtur gegn lögum samfélagsins brýtur gegn samfélaginu og þar af leiðandi er það ekki einkamál hans og ætti hann ekki að njóta nafnleyndar. Annað sem er umdeilanlegt er það hversu nákvæmar lýsingar eigi að birtast af glæpnum. Helstu rökin gegn því að nákvæm lýsing sé birt í fjölmiðlum er fyrst og fremst sú að taka þurfi tillit til barnanna sem beitt voru kynferðislegu ofbeldi og aðstandenda þeirra. Önnur rök eru að vernda þurfi lesendur gegn glæpnum. Ef maður dansar við djöfulinn, breytir það honum ekkert en það breytir manni sjálfum að eilífu. Vitneskja um hræðilegan glæp getur haft djúpstæð sálræn áhrif á fólk,en mun engu breyta um hegðun glæpamanna. Þegar börn eru beitt kynferðilslegu ofbeldi þurfa lýsingarnar ekki að vera mjög nákvæmar, ekki þarf að láta mörg orð falla til að fólk átti sig á hvað átti sér stað. Að flestu fólki sækir hrollur þegar það les lýsingar á hrottafengnum glæp og það er hlutverk fjölmiðla að taka ekki á slíku með silkihönskum, en það er vel hægt án þess að fara í mjög nákvæmar lýsingar. Hvað varðar tillitssemi við börnin og aðstandendur ber fjölmiðlum siðferðisleg skylda til að fara vel með efnið og meta hverju sinni hvað sé rétt að gera. Nákvæmar lýsingar eru alltaf viðkvæmar, bæði gagnvart aðstandendum og lesendum. Ætíð ber að gæta virðingar í málum sem þessum og setja efnið fram á smekklegan máta, ef það er mögulegt. Orðalag og framsetning skiptir miklu máli, og eins þarf að gæta hlutleysis. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er alltaf alvarlegt og það eitt nægir að segja að maður hafi verið dæmdur fyrir að beita barn kynferðislegu ofbeldi. Hvað nákvæmlega gerðist er ekki þörf á að lýsa, vegna þess að það bætir í raun engu við fréttina. Ekki frekar en nákvæmar lýsingar af hvernig maður sem í alvarlegu bílslysi hlaut áverka sína, það nægir að segja að hann hafi slasast lífshættulega. Ofbeldi er ekki einkamál, þar sem samfélagið ber sameiginlega ábyrgð á því ofbeldi sem í því þrífst. Með fréttum af kynferðislegu ofbeldi gegn börnum er fólk vakið til vitundar um ofbeldið og í raun kallað til ábyrgðar. Spurning eins og , "hvað er það í okkar menningu sem veldur því að svona glæpir eiga sér stað?", ætti að vakna en ekki "hvað gerðist nákvæmlega?". Kristín Eva Þórhallsdóttir - kristineva@frettabladid.is
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun