Reyklausir með reykingahósta 18. júní 2005 00:01 Ég er orðin þreytt á kaffihúsaferðum. Þreytt á skemmtistöðum og þreytt á veitingastöðum. Hóstinn gerir mig þreytta. Hvaða hósti? Reykingahóstinn. Reykingahóstinn sem stafar reyndar ekki af mínum eigin reykingum heldur sígarettureyk annars fólks. Stundum er ég alveg hlessa á okkur Íslendingum. Við þykjumst vera svo óskaplega framarlega á öllum sviðum en ekki viljum við banna reykingar. Mótrökin eru öll með fáránlegasta móti. "Þá værum við að skerða frelsi einstaklingsins." Frelsi til þess að skaða aðra? Hvað með frelsið til að fara á kaffihús, veitingastaði og skemmtistaði án þess að anda að sér skaðlegum efnum? Einnig heyrast þær raddir oft að þeir sem þoli ekki reykinn geti bara farið eitthvað annað. Því miður gengur það ekki upp. Ekki hefur reyklaus skemmtistaður dúkkað upp enn. Reyklausu kaffihúsin örfáu eru í mesta lagi opin til tíu og hvað á reyklausa fólkið þá að gera? Fara heim? Við sættum okkur ekki við það og hírumst í staðinn inni á reykmettuðum stöðunum þangað til að augun eru farin að grenja og lungun að öskra. Hárið lyktar langar leiðir og fötin sömuleiðis. Af hverju látum við okkur hafa það? Jú, því við höfum líka gaman af því að skemmta okkur. Eitt sinn sagði samstarfsmaður við mig að ég væri nú ekki skyldug til þess að fara út að borða eða djamma og á meðan ég væri ekki skyldug til þess gæti ég ekki kvartað. Nefnilega af því að ég hefði val. Frábært. Ég verð þá bara heima. Eiga þá einungis reykingafólk og aðrir sem þola ógeðis reykinn þeirra að sækja skemmtistaði og kaffihús heim. Átta eigendur sig ekki á því að þeir eru að missa af öllum hinum? Hvað með starfsfólkið sem þarf að vinna í reyknum? Hvers á það að gjalda? Oft eru þetta einu störfin sem eru fáanleg og þá verður fólk bara að dúsa í skaðlegu umhverfi. Það er ekki réttlátt. Einnig hef ég heyrt þau rök að víst það eigi að banna reykingar því þær séu óhollar þá hljóti að vera rétt að banna fólki að nota sykur út í kaffið. Eða banna því að borða feitan mat. Eða að neyta áfengis. Þetta eru verstu mótrök sem ég hef heyrt. Ég get ekki séð að neysla annarra á sykri, feitum mat eða áfengi hafi áhrif á mína heilsu. Ekki nema einhver verði óhemjufeitur, detti ofan á mig og drepi mig eða fullur maður æli yfir mig. Þetta eru ekki góð rök fyrir því að banna eigi þessar neysluvörur. Rökin fyrir því að banna reykingar eru hins vegar svo sterk að sterkari verða þau ekki að mínu mati. Reykingar skaða ekki einungis neytandann heldur líka fólkið í kring. Írar voru fyrstir til að banna reykingar á veitingastöðum, kaffihúsum og bara öllum opinberum stöðum. Írar? Bjórþambs- og kráaþjóðin mikla? Ef þeir geta þetta þá hljótum við að geta þetta. Í kjölfarið hafa margar þjóðir fylgt Írum eftir, til dæmis Noregur, Svíþjóð, Indland og jafnvel Bretar hafa bannað reykingar en þeir þora þó ekki að stíga skrefið til fulls og banna einungis að reykja á stöðum sem bera fram mat. Samt eru fjórir af hverjum fimm Bretum hlynntir allsherjar reykingabanni. Af hverju hlusta yfirvöld ekki á vilja almennings? Reykingabönnin hafa svo í flestum tilvikum virkað vel og til dæmis hefur orðið sex prósent aukning á veitingahúsagestum í New York. Það er einnig margsönnuð staðreynd að óbeinar reykingar geta meðal annars valdið krabbameini, skertri lungnastarfsemi og auknum einkennum hjá lungna-, astma- og ofnæmissjúklingum og fólk deyr af völdum óbeinna reykinga. Hvers á þetta fjölmarga fólk að gjalda? Eru það í alvöru sjálfsögð mannréttindi að auka sjúkdómseinkenni hjá öðru fólki? Svarið er að sjálfsögðu nei og þeir sem átta sig ekki á því eru kjánar. Enn hef ég ekki rekist á reykingamann sem langar ekki að hætta. Alla langar að hætta að reykja en samt eru þeir með hnefann á lofti að berjast fyrir réttindum sínum að mega reykja. Það dugar ekki að skipta upp svæðum á kaffihúsum og veitingastöðum því eins og allir vita hlýðir reykurinn ekki svoleiðis reglum. Það dugar heldur ekki að hafa einungis nokkra reyklausa staði. Mikill minnihluti þjóðarinnar er reykingafólk og það hefur engan rétt á að skaða okkur hin. Það eina sem dugar til að vernda reyklaust fólk við skaðsemi sígarettureyks á opinberum stöðum er að banna hann eins og margar þjóðir í kringum okkur hafa gert. Við erum klárari en svo að heltast úr lestinni á þennan hátt. Borghildur Gunnarsdóttir - hilda@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borghildur Gunnarsdóttir Í brennidepli Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Ég er orðin þreytt á kaffihúsaferðum. Þreytt á skemmtistöðum og þreytt á veitingastöðum. Hóstinn gerir mig þreytta. Hvaða hósti? Reykingahóstinn. Reykingahóstinn sem stafar reyndar ekki af mínum eigin reykingum heldur sígarettureyk annars fólks. Stundum er ég alveg hlessa á okkur Íslendingum. Við þykjumst vera svo óskaplega framarlega á öllum sviðum en ekki viljum við banna reykingar. Mótrökin eru öll með fáránlegasta móti. "Þá værum við að skerða frelsi einstaklingsins." Frelsi til þess að skaða aðra? Hvað með frelsið til að fara á kaffihús, veitingastaði og skemmtistaði án þess að anda að sér skaðlegum efnum? Einnig heyrast þær raddir oft að þeir sem þoli ekki reykinn geti bara farið eitthvað annað. Því miður gengur það ekki upp. Ekki hefur reyklaus skemmtistaður dúkkað upp enn. Reyklausu kaffihúsin örfáu eru í mesta lagi opin til tíu og hvað á reyklausa fólkið þá að gera? Fara heim? Við sættum okkur ekki við það og hírumst í staðinn inni á reykmettuðum stöðunum þangað til að augun eru farin að grenja og lungun að öskra. Hárið lyktar langar leiðir og fötin sömuleiðis. Af hverju látum við okkur hafa það? Jú, því við höfum líka gaman af því að skemmta okkur. Eitt sinn sagði samstarfsmaður við mig að ég væri nú ekki skyldug til þess að fara út að borða eða djamma og á meðan ég væri ekki skyldug til þess gæti ég ekki kvartað. Nefnilega af því að ég hefði val. Frábært. Ég verð þá bara heima. Eiga þá einungis reykingafólk og aðrir sem þola ógeðis reykinn þeirra að sækja skemmtistaði og kaffihús heim. Átta eigendur sig ekki á því að þeir eru að missa af öllum hinum? Hvað með starfsfólkið sem þarf að vinna í reyknum? Hvers á það að gjalda? Oft eru þetta einu störfin sem eru fáanleg og þá verður fólk bara að dúsa í skaðlegu umhverfi. Það er ekki réttlátt. Einnig hef ég heyrt þau rök að víst það eigi að banna reykingar því þær séu óhollar þá hljóti að vera rétt að banna fólki að nota sykur út í kaffið. Eða banna því að borða feitan mat. Eða að neyta áfengis. Þetta eru verstu mótrök sem ég hef heyrt. Ég get ekki séð að neysla annarra á sykri, feitum mat eða áfengi hafi áhrif á mína heilsu. Ekki nema einhver verði óhemjufeitur, detti ofan á mig og drepi mig eða fullur maður æli yfir mig. Þetta eru ekki góð rök fyrir því að banna eigi þessar neysluvörur. Rökin fyrir því að banna reykingar eru hins vegar svo sterk að sterkari verða þau ekki að mínu mati. Reykingar skaða ekki einungis neytandann heldur líka fólkið í kring. Írar voru fyrstir til að banna reykingar á veitingastöðum, kaffihúsum og bara öllum opinberum stöðum. Írar? Bjórþambs- og kráaþjóðin mikla? Ef þeir geta þetta þá hljótum við að geta þetta. Í kjölfarið hafa margar þjóðir fylgt Írum eftir, til dæmis Noregur, Svíþjóð, Indland og jafnvel Bretar hafa bannað reykingar en þeir þora þó ekki að stíga skrefið til fulls og banna einungis að reykja á stöðum sem bera fram mat. Samt eru fjórir af hverjum fimm Bretum hlynntir allsherjar reykingabanni. Af hverju hlusta yfirvöld ekki á vilja almennings? Reykingabönnin hafa svo í flestum tilvikum virkað vel og til dæmis hefur orðið sex prósent aukning á veitingahúsagestum í New York. Það er einnig margsönnuð staðreynd að óbeinar reykingar geta meðal annars valdið krabbameini, skertri lungnastarfsemi og auknum einkennum hjá lungna-, astma- og ofnæmissjúklingum og fólk deyr af völdum óbeinna reykinga. Hvers á þetta fjölmarga fólk að gjalda? Eru það í alvöru sjálfsögð mannréttindi að auka sjúkdómseinkenni hjá öðru fólki? Svarið er að sjálfsögðu nei og þeir sem átta sig ekki á því eru kjánar. Enn hef ég ekki rekist á reykingamann sem langar ekki að hætta. Alla langar að hætta að reykja en samt eru þeir með hnefann á lofti að berjast fyrir réttindum sínum að mega reykja. Það dugar ekki að skipta upp svæðum á kaffihúsum og veitingastöðum því eins og allir vita hlýðir reykurinn ekki svoleiðis reglum. Það dugar heldur ekki að hafa einungis nokkra reyklausa staði. Mikill minnihluti þjóðarinnar er reykingafólk og það hefur engan rétt á að skaða okkur hin. Það eina sem dugar til að vernda reyklaust fólk við skaðsemi sígarettureyks á opinberum stöðum er að banna hann eins og margar þjóðir í kringum okkur hafa gert. Við erum klárari en svo að heltast úr lestinni á þennan hátt. Borghildur Gunnarsdóttir - hilda@frettabladid.is
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun