Endurskipulagning hefst í haust 17. júní 2005 00:01 Það er tímabært að breyta skipan ráðuneyta. Endurskipulagning hefst í haust og á að ljúka á sem skemmstum tíma. Þetta var meðal þess sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í morgun í sínu fyrsta þjóðhátíðarávarpi. Halldór kom víða við í ræðu sinni í dag. Hann byrjaði til dæmis á að tala heilmikið um muninn á úrtölumönnum og bjartsýnismönnum í smafélaginu. Forsætisráðherra varð einnig tíðrætt um hversu mjög íslensku samfélagi hefði fleygt fram á síðustu árum og áratugum með auknu frelsi og velmegun. En hann sagði jafnframt að frelsinu fylgdu skyldur og ábyrgð sem fyrirtækjum bæri að axla með hinu opinbera, sérstaklega gagnvart starfsmönnum. Halldór sagði fyrirtækjunum bera að nýta hagnað til að byggja upp. „Það er eðlilegt að þau taki þátt í mikilvægum málum á sviði menningar og velferðar,“ sagði Halldór. „Þeim ber ekki síst að leggja fram fjármuni til að efla nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífi. Þar geta þau lagt meira af mörkum, ekki síst stærstu fjármálafyrirtæki landsins.“ En það sem vakti mesta athygli í máli Halldórs í dag var sú yfirlýsing hans að í haust standi fyrir dyrum meiriháttar breytingar á stjórnsýslunni. Forsætisráðherra vill gera hana „markvissari“ og „meira í takt við tímann“. Hann sagði síðustu stóru breytinguna á skipan ráðuneyta hafa verið gerða árið 1969 og skipulagið í grundvallaratriðum verið óbreytt síðan. Hann sagði því mikilvægt að hefjast handa við endurskoðun í haust og ljúka henni á tiltölulega stuttum tíma. Halldór kvaðst vilja einfalda ríkisreksturinn og gera hann skilvirkari og markvissari. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Það er tímabært að breyta skipan ráðuneyta. Endurskipulagning hefst í haust og á að ljúka á sem skemmstum tíma. Þetta var meðal þess sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í morgun í sínu fyrsta þjóðhátíðarávarpi. Halldór kom víða við í ræðu sinni í dag. Hann byrjaði til dæmis á að tala heilmikið um muninn á úrtölumönnum og bjartsýnismönnum í smafélaginu. Forsætisráðherra varð einnig tíðrætt um hversu mjög íslensku samfélagi hefði fleygt fram á síðustu árum og áratugum með auknu frelsi og velmegun. En hann sagði jafnframt að frelsinu fylgdu skyldur og ábyrgð sem fyrirtækjum bæri að axla með hinu opinbera, sérstaklega gagnvart starfsmönnum. Halldór sagði fyrirtækjunum bera að nýta hagnað til að byggja upp. „Það er eðlilegt að þau taki þátt í mikilvægum málum á sviði menningar og velferðar,“ sagði Halldór. „Þeim ber ekki síst að leggja fram fjármuni til að efla nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífi. Þar geta þau lagt meira af mörkum, ekki síst stærstu fjármálafyrirtæki landsins.“ En það sem vakti mesta athygli í máli Halldórs í dag var sú yfirlýsing hans að í haust standi fyrir dyrum meiriháttar breytingar á stjórnsýslunni. Forsætisráðherra vill gera hana „markvissari“ og „meira í takt við tímann“. Hann sagði síðustu stóru breytinguna á skipan ráðuneyta hafa verið gerða árið 1969 og skipulagið í grundvallaratriðum verið óbreytt síðan. Hann sagði því mikilvægt að hefjast handa við endurskoðun í haust og ljúka henni á tiltölulega stuttum tíma. Halldór kvaðst vilja einfalda ríkisreksturinn og gera hann skilvirkari og markvissari.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira