Endurskipulagning hefst í haust 17. júní 2005 00:01 Það er tímabært að breyta skipan ráðuneyta. Endurskipulagning hefst í haust og á að ljúka á sem skemmstum tíma. Þetta var meðal þess sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í morgun í sínu fyrsta þjóðhátíðarávarpi. Halldór kom víða við í ræðu sinni í dag. Hann byrjaði til dæmis á að tala heilmikið um muninn á úrtölumönnum og bjartsýnismönnum í smafélaginu. Forsætisráðherra varð einnig tíðrætt um hversu mjög íslensku samfélagi hefði fleygt fram á síðustu árum og áratugum með auknu frelsi og velmegun. En hann sagði jafnframt að frelsinu fylgdu skyldur og ábyrgð sem fyrirtækjum bæri að axla með hinu opinbera, sérstaklega gagnvart starfsmönnum. Halldór sagði fyrirtækjunum bera að nýta hagnað til að byggja upp. „Það er eðlilegt að þau taki þátt í mikilvægum málum á sviði menningar og velferðar,“ sagði Halldór. „Þeim ber ekki síst að leggja fram fjármuni til að efla nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífi. Þar geta þau lagt meira af mörkum, ekki síst stærstu fjármálafyrirtæki landsins.“ En það sem vakti mesta athygli í máli Halldórs í dag var sú yfirlýsing hans að í haust standi fyrir dyrum meiriháttar breytingar á stjórnsýslunni. Forsætisráðherra vill gera hana „markvissari“ og „meira í takt við tímann“. Hann sagði síðustu stóru breytinguna á skipan ráðuneyta hafa verið gerða árið 1969 og skipulagið í grundvallaratriðum verið óbreytt síðan. Hann sagði því mikilvægt að hefjast handa við endurskoðun í haust og ljúka henni á tiltölulega stuttum tíma. Halldór kvaðst vilja einfalda ríkisreksturinn og gera hann skilvirkari og markvissari. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Það er tímabært að breyta skipan ráðuneyta. Endurskipulagning hefst í haust og á að ljúka á sem skemmstum tíma. Þetta var meðal þess sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í morgun í sínu fyrsta þjóðhátíðarávarpi. Halldór kom víða við í ræðu sinni í dag. Hann byrjaði til dæmis á að tala heilmikið um muninn á úrtölumönnum og bjartsýnismönnum í smafélaginu. Forsætisráðherra varð einnig tíðrætt um hversu mjög íslensku samfélagi hefði fleygt fram á síðustu árum og áratugum með auknu frelsi og velmegun. En hann sagði jafnframt að frelsinu fylgdu skyldur og ábyrgð sem fyrirtækjum bæri að axla með hinu opinbera, sérstaklega gagnvart starfsmönnum. Halldór sagði fyrirtækjunum bera að nýta hagnað til að byggja upp. „Það er eðlilegt að þau taki þátt í mikilvægum málum á sviði menningar og velferðar,“ sagði Halldór. „Þeim ber ekki síst að leggja fram fjármuni til að efla nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífi. Þar geta þau lagt meira af mörkum, ekki síst stærstu fjármálafyrirtæki landsins.“ En það sem vakti mesta athygli í máli Halldórs í dag var sú yfirlýsing hans að í haust standi fyrir dyrum meiriháttar breytingar á stjórnsýslunni. Forsætisráðherra vill gera hana „markvissari“ og „meira í takt við tímann“. Hann sagði síðustu stóru breytinguna á skipan ráðuneyta hafa verið gerða árið 1969 og skipulagið í grundvallaratriðum verið óbreytt síðan. Hann sagði því mikilvægt að hefjast handa við endurskoðun í haust og ljúka henni á tiltölulega stuttum tíma. Halldór kvaðst vilja einfalda ríkisreksturinn og gera hann skilvirkari og markvissari.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira