Stærsta verksmiðja sinnar tegundar 27. maí 2005 00:01 Davíð Oddsson utanríkisráðherra klippti á borðann í nýrri verksmiðju Lýsis. Lýsi hefur opnað nýjar höfuðstöðvar við Fiskislóð og tvöfaldast framleiðslugeta fyrirtækisins í nýja húsnæðinu. Nýja verksmiðjan er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Framleiðslugetan er nú sex þúsund tonn á ári. „Við höfum þurft að vísa frá viðskiptum þar sem ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn þótt unnið hafi verið á vöktum allan sólarhringinn,“ segir Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Lýsis. Með tilkomu nýju verksmiðjunnar verður hægt að anna eftirspurn og gott betur. Katrín reiknar með að verksmiðjan verði nægjanlega stór fyrir framleiðsluna næstu tvö til þrjú árin en segir þó að aldrei sé hægt að fullyrða slíkt með vissu. Um 90 prósent af framleiðslu Lýsis fer á markað erlendis og eru vörur fyrirtækisins fluttar út til 30 landa. Helstu markaðir eru í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Katrín segir kaupendur lýsisafurða vera í auknum mæli erlend lyfjafyrirtæki. Þau noti lýsið sem blöndunarefni eða markaðssetja það undir eigin vörumerkjum. Framkvæmdir við húsið hófust í ársbyrjun 2004. Íslenskir aðalverktakar og Héðinn verksmiðja önnuðust verkið og Landsbanki Íslands sá um fjármögnun. 65 manns starfa hjá Lýsi. Íslendingar hafa löngum vitað að Lýsi er hollt og vísindamenn hafa sýnt fram á að það er rétt. Katrín segir að nánast mánaðarlega á síðustu árum hafi rannsóknir sýnt ágæti lýsis og þess vegna hafi eftirspurnin eftir því aukist verulega að undanförnu. Hún segist vera dugleg að koma vörunni á framfæri og jafnvel svo mikið að fyrirtækið anni ekki eftirspurn. Skortur sé á hráefni. Katrín segir að ef fólk borði ekki tvær feitfiskmáltíðir á dag þá verði það að taka inn lýsi. „Það bara verður að fá sér lýsi, það er alveg nauðsynlegt,“ segir Katrín og vísar í rannsóknir sem sýna hollustu Omega-3 fitusýranna sem má finna í lýsi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Lýsi hefur opnað nýjar höfuðstöðvar við Fiskislóð og tvöfaldast framleiðslugeta fyrirtækisins í nýja húsnæðinu. Nýja verksmiðjan er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Framleiðslugetan er nú sex þúsund tonn á ári. „Við höfum þurft að vísa frá viðskiptum þar sem ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn þótt unnið hafi verið á vöktum allan sólarhringinn,“ segir Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Lýsis. Með tilkomu nýju verksmiðjunnar verður hægt að anna eftirspurn og gott betur. Katrín reiknar með að verksmiðjan verði nægjanlega stór fyrir framleiðsluna næstu tvö til þrjú árin en segir þó að aldrei sé hægt að fullyrða slíkt með vissu. Um 90 prósent af framleiðslu Lýsis fer á markað erlendis og eru vörur fyrirtækisins fluttar út til 30 landa. Helstu markaðir eru í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Katrín segir kaupendur lýsisafurða vera í auknum mæli erlend lyfjafyrirtæki. Þau noti lýsið sem blöndunarefni eða markaðssetja það undir eigin vörumerkjum. Framkvæmdir við húsið hófust í ársbyrjun 2004. Íslenskir aðalverktakar og Héðinn verksmiðja önnuðust verkið og Landsbanki Íslands sá um fjármögnun. 65 manns starfa hjá Lýsi. Íslendingar hafa löngum vitað að Lýsi er hollt og vísindamenn hafa sýnt fram á að það er rétt. Katrín segir að nánast mánaðarlega á síðustu árum hafi rannsóknir sýnt ágæti lýsis og þess vegna hafi eftirspurnin eftir því aukist verulega að undanförnu. Hún segist vera dugleg að koma vörunni á framfæri og jafnvel svo mikið að fyrirtækið anni ekki eftirspurn. Skortur sé á hráefni. Katrín segir að ef fólk borði ekki tvær feitfiskmáltíðir á dag þá verði það að taka inn lýsi. „Það bara verður að fá sér lýsi, það er alveg nauðsynlegt,“ segir Katrín og vísar í rannsóknir sem sýna hollustu Omega-3 fitusýranna sem má finna í lýsi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira