Tólf áfram 25. maí 2005 00:01 Tólf hópum fjárfesta hefur verið boðið að gera bindandi kauptilboð í Símann. Að þessum tólf hópum standa alls 34 fyrirtæki og einstaklingar. Fátt kemur á óvart varðandi innlendu hópana. Almenningur ehf. er ekki meðal tilboðsgjafa þótt félagið styðji tilboð fjárfestahóps sem inniheldur Burðarás, KEA, Talsímafélagið, Tryggingamiðstöðina og Ólaf Jóhann Ólafsson. KB banki tekur þátt í tilboð ásamt sjö öðrum fjárfestum, meðal annars Exista ehf. (sem áður hét Meiður), fyrirtæki Margeirs Péturssonar, MP verðbréfum, og fjórum stórum lífeyrissjóðum. Þá býður hópur sem í eru Atorka, Frosti Bergsson, Jón Helgi Guðmundsson í Bykó og bræðurnir Jón og Sturla Snorrasynir. Straumur gerir tilboð ásamt breska fjárfestingarbankanum Cinven. Þessir hópar munu hafa hug á að bjóða almennum fjárfestum bréf í Símanum að loknu útboðinu, en ekki er útlokað að fleiri hyggi á slíkt Íslandsbanki gerir tilboð í samvinnu við tvö bandarísk fjárfestingarfélög; Ripplewood og MidOcean. Ripplewood hefur meðal annars tekið þátt í fjárfestingum í fjarskiptageiranum, meðal annars með góðum árangri í Japan. Straumur fjárfestingarbanki vinnur með breskum fjárfestingarbanka Cinven að nafni. Íslenskt félag sem heitir D8 ehf. býður einnig í Símann ásamt Hellman og Friedman Europe Limited og Warburg Pincus LLC. Dagný Halldórsdóttir, sem er í forsvari fyrir D8, vildi ekki gefa það upp við Fréttablaðið í gær hverjir stæðu að félaginu ásamt sér. "Það eina sem þarf að koma fram er að þetta félag gerir tilboð," sagði hún í gær. Dagný er náskyld þeim Engeyingum, Benedikt og Einari Sveinssonum, en samkvæmt heimildum standa á bakvið D8 konur í atvinnulífinu. Dagný er fyrrverandi aðstoðarforstjóri Íslandssíma, en meðal þeirra sem nefndar hafa verið í tengslum við hópinn er Áslaug Magnúsdóttir, forstöðumaður fjárfestinga Baugs í Bretlandi og Arndís Kristjánsdóttir. Hóparnir sem komust áfram hafa fullt leyfi til þess að vinna saman að tilboði í framhaldinu. Þeir hafa nú heimild til að kynna sér fyrirtækið frekar og gera bindandi tilboð í júlílok. Tilboðin verða síðan opnuð fyrir opnum tjöldum og verði minna en fimm prósenta munur innan hæstu tilboða munu menn fá að bjóða á ný innan dagsins. Sá sem býður hæst mun síðan setjast að samningaborði með einkavæðingarnefnd. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Tólf hópum fjárfesta hefur verið boðið að gera bindandi kauptilboð í Símann. Að þessum tólf hópum standa alls 34 fyrirtæki og einstaklingar. Fátt kemur á óvart varðandi innlendu hópana. Almenningur ehf. er ekki meðal tilboðsgjafa þótt félagið styðji tilboð fjárfestahóps sem inniheldur Burðarás, KEA, Talsímafélagið, Tryggingamiðstöðina og Ólaf Jóhann Ólafsson. KB banki tekur þátt í tilboð ásamt sjö öðrum fjárfestum, meðal annars Exista ehf. (sem áður hét Meiður), fyrirtæki Margeirs Péturssonar, MP verðbréfum, og fjórum stórum lífeyrissjóðum. Þá býður hópur sem í eru Atorka, Frosti Bergsson, Jón Helgi Guðmundsson í Bykó og bræðurnir Jón og Sturla Snorrasynir. Straumur gerir tilboð ásamt breska fjárfestingarbankanum Cinven. Þessir hópar munu hafa hug á að bjóða almennum fjárfestum bréf í Símanum að loknu útboðinu, en ekki er útlokað að fleiri hyggi á slíkt Íslandsbanki gerir tilboð í samvinnu við tvö bandarísk fjárfestingarfélög; Ripplewood og MidOcean. Ripplewood hefur meðal annars tekið þátt í fjárfestingum í fjarskiptageiranum, meðal annars með góðum árangri í Japan. Straumur fjárfestingarbanki vinnur með breskum fjárfestingarbanka Cinven að nafni. Íslenskt félag sem heitir D8 ehf. býður einnig í Símann ásamt Hellman og Friedman Europe Limited og Warburg Pincus LLC. Dagný Halldórsdóttir, sem er í forsvari fyrir D8, vildi ekki gefa það upp við Fréttablaðið í gær hverjir stæðu að félaginu ásamt sér. "Það eina sem þarf að koma fram er að þetta félag gerir tilboð," sagði hún í gær. Dagný er náskyld þeim Engeyingum, Benedikt og Einari Sveinssonum, en samkvæmt heimildum standa á bakvið D8 konur í atvinnulífinu. Dagný er fyrrverandi aðstoðarforstjóri Íslandssíma, en meðal þeirra sem nefndar hafa verið í tengslum við hópinn er Áslaug Magnúsdóttir, forstöðumaður fjárfestinga Baugs í Bretlandi og Arndís Kristjánsdóttir. Hóparnir sem komust áfram hafa fullt leyfi til þess að vinna saman að tilboði í framhaldinu. Þeir hafa nú heimild til að kynna sér fyrirtækið frekar og gera bindandi tilboð í júlílok. Tilboðin verða síðan opnuð fyrir opnum tjöldum og verði minna en fimm prósenta munur innan hæstu tilboða munu menn fá að bjóða á ný innan dagsins. Sá sem býður hæst mun síðan setjast að samningaborði með einkavæðingarnefnd.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira