Tvö glæsimörk frá Dóru Maríu 25. maí 2005 00:01 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu byrjaði vel undir stjórn Jörundar Áka Sveinsssonar en liðið vann 2-0 sigur á Skotum í vináttulandsleik þjóðannna í Perth í gær. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en íslenska liðið var mun sterkara í þeim síðari og var sigurinn fyllilega verðskuldaður. Það var Dóra María Lárusdóttir sem skoraði bæði mörk íslenska liðsins í seinni hálfleik, það fyrra með skoti utan af kanti á 68. mínútu og það seinna með laglegu skoti upp í samkeytin frá vítateig níu mínútum síðar. "Við byrjuðum leikinn kannski ekki nægilega vel og það voru hnökrar á leik okkar í upphafi. Við unnum okkur hinsvegar inn í hann og þetta var betra og betra eftir því sem á leið leikinn. Ég fór líka vel yfir stöðuna í hálfleik með stelpunum og þær komu mjög beittar inn í seinni hálfleikinn. Þá skoruðu við tvö glæsileg mörk og vörðumst einnig mjög vel. Það tóku allar þátt í leiknum og það voru allar stelpurnar að spila vel. Miðað við það að við æfðum eina æfingu í gær og hálfa í morgun, það að Skotarnir séu búnir að vera saman í hálfan mánuð og spiluðu í síðustu viku við Finna þá tel ég það vera mjög gott hjá mínu liði að koma hingað og fara með sigur," sagði Jörundur Áki sem stjórnaði íslenska liðinu í fyrsta sinn síðan 2003. Ásthildur Helgadóttir lék á ný með landsliðinu, lék sinn 58. landsleik og bætti við leikjametið sitt en hún lék hún í framlínunni. "Ásthildi gekk ágætlega í nýrri stöðu. Völlurinn var mjög blautur og það rigndi stanslaust á meðan á leiknum stóð og við ákváðum að skipta henni útaf í stöðunni 2-0. Það var sálfræðilega mjög sterkt fyrir hana að koma heil út úr þessum fyrsta leik og hún stóð sig mjög vel líkt og allt liðið," sagði Jörundur Áki en hvað gefur þessi sigur liðinu? "Það voru engin stig í boði en þessi sigur gefur okkur hinsvegar sjálfstraust fyrir næstu verkefni. Við lærum af þessum leik og reynum að laga það sem miður fór fyrir leikina í undankeppninni í haust," sagði Jörundur að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu byrjaði vel undir stjórn Jörundar Áka Sveinsssonar en liðið vann 2-0 sigur á Skotum í vináttulandsleik þjóðannna í Perth í gær. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en íslenska liðið var mun sterkara í þeim síðari og var sigurinn fyllilega verðskuldaður. Það var Dóra María Lárusdóttir sem skoraði bæði mörk íslenska liðsins í seinni hálfleik, það fyrra með skoti utan af kanti á 68. mínútu og það seinna með laglegu skoti upp í samkeytin frá vítateig níu mínútum síðar. "Við byrjuðum leikinn kannski ekki nægilega vel og það voru hnökrar á leik okkar í upphafi. Við unnum okkur hinsvegar inn í hann og þetta var betra og betra eftir því sem á leið leikinn. Ég fór líka vel yfir stöðuna í hálfleik með stelpunum og þær komu mjög beittar inn í seinni hálfleikinn. Þá skoruðu við tvö glæsileg mörk og vörðumst einnig mjög vel. Það tóku allar þátt í leiknum og það voru allar stelpurnar að spila vel. Miðað við það að við æfðum eina æfingu í gær og hálfa í morgun, það að Skotarnir séu búnir að vera saman í hálfan mánuð og spiluðu í síðustu viku við Finna þá tel ég það vera mjög gott hjá mínu liði að koma hingað og fara með sigur," sagði Jörundur Áki sem stjórnaði íslenska liðinu í fyrsta sinn síðan 2003. Ásthildur Helgadóttir lék á ný með landsliðinu, lék sinn 58. landsleik og bætti við leikjametið sitt en hún lék hún í framlínunni. "Ásthildi gekk ágætlega í nýrri stöðu. Völlurinn var mjög blautur og það rigndi stanslaust á meðan á leiknum stóð og við ákváðum að skipta henni útaf í stöðunni 2-0. Það var sálfræðilega mjög sterkt fyrir hana að koma heil út úr þessum fyrsta leik og hún stóð sig mjög vel líkt og allt liðið," sagði Jörundur Áki en hvað gefur þessi sigur liðinu? "Það voru engin stig í boði en þessi sigur gefur okkur hinsvegar sjálfstraust fyrir næstu verkefni. Við lærum af þessum leik og reynum að laga það sem miður fór fyrir leikina í undankeppninni í haust," sagði Jörundur að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Sjá meira